Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 36
Jón Arnár Stefánsson Það verður mikil eftirsjá að hinum unga og hæfileikaríka körfuknattleiksmanni Jóni Arnóri Stefánssyni í vetur en hann ákvað að skella sér á vit ævintýranna í sumar, þegar hann gerði eins árs samning við þýska úrvalsdeildarliðið Trier. Jón er aðeins 20 ára en hefur verið einn besti körfuknattleiksmaður íslendinga síðustu tvö árin og er í raun hinn íslenski Michael Jordan. Valdimar Kristófersson hafði samband við kappann og ræddi við hann um atvinnumennskuna og íslenskan körfubolta. Mamma hefur kokkað ofan í mig toppmat síðan ég var á brjósti! Jón Arnór lék meö KR hérna heima, en af hverju varö KR fyrir valinu á sínum tíma? ,,Ég valdi KR út af því að það var ekkert lið með körfuboltadeild í mínu hverfi. Vlnir mínir og strákar úr hverfinu voru farnir að sækja æfingar í KR þannig að maður flaut með.“ Alltaf verið draumur Og nú ertu kominn í atvinnumennsk- una? „Það hefur alltaf verið draumurinn að fara í atvinnumennsku en það gerðist kannski fyrr en ég ætlaði. Það var alltaf á dagskrá að fara til Ameríku í háskóla og valið stóð milli atvinnumennsku í Evrópu eða háskóla í Bandaríkjunum. Það gekk ekki upp að fara til Ameríku þannig að Evrópa varð fyrir valinu og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.“ Varstu búinn að stefna á þetta lengi? „Já, ég hef alltaf stefnt að því síðan ég byrjaði að spila, ekki spuming." Þú gerðir eins árs samning - þú hefur ekki viljað binda þig lengur? „Ekki svona á fyrsta árinu mínu. Ég hefði samið til tveggja ára í mesta lagi en eitt ár hentaði mér mjög vel. Ég fæ tækifæri til að spila mikið hér í Trier og sanna mig og svo sjáum við til hvað setur.“ Hvernig er körfuboltinn í Þýskalandi samanborið við þann íslenska? „Þýska deildin er mjög sterk og örugglega sú fjórða sterkasta í Evrópu segja margir. Samanborið við íslensku deildina þá er munurinn mikill. Hér eru aðeins atvinnu- menn sem vinna við það að spila körfubolta og í því liggur munurinn held ég.“ Nú hafa Þjóðverjar verið að láta að sér kveða í NBA-boltanum - Er stefnan sett þangað? „Nei, ég get ekki sagt að stefnan sé sett þangað. Ég vil bara verða eins góður körfuboltamaður og ég get orðið. Ef ég verð nógu góður til að spila í NBA þá væri það náttúrulega toppurinn." Nú fer körfuboltinn að byrja heima á íslandi. Er KR-stórveldið ekki hrunið með brotthvarfi þínu? „Það kemur maður í manns stað. KR-liðið verður mjög breytt á komandi tímabili, margir farnir en nokkrir komnir í staðinn líka. Það eru ungir strákar þarna sem eru hungraðir í að fá að spila þannig að þeir eiga eftir að pluma sig ágætlega." Keflavík, KR, ÍR og UMFN bítast um bikarinn Hverjir verða að bítast um bikarinn? „Keflavík, KR, ÍR og UMFN verða þarna í toppbaráttunni. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og spennandi tímabil held ég.“ Hvað finnst þér um íslenskan körfubolta - stendur hann langt að baki þeim þýska eða evrópska? „Ég myndi segja að hann ætti svolítið í land með það að ná þýska boltanum og þeim evrópska. Þetta er áhugamannabolti heima og það er ástæðan fyrir því að hann stend-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.