Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2003, Side 9

Skinfaxi - 01.08.2003, Side 9
Sigrún Vala Vilmundardóttir í lok júní voru afhent verðlaun í söngvakeppninni „Syngið sjálf“ sem UMFÍ og Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður stóðu að. En keppnin var liður í verkefn- inu „Hættum að reykja.“ Rúmlega 60 krakkar tóku þátt í keppninni og sendu inn lag en þau gátu valið um þrjú lög til að syngja eftir Jóhann G. Jóhannson. Þau voru Tóm tjara, Svæla Svæla og Furðuverk. Það var 14 ára Selfossmær, Sigrún Vala Vilmundardóttir sem sigraði en hún söng lagið Tóm tjara. Byrjaði að syngja um leið og hún fór að tala En átti Sigrún vona á að sigra? „Nei, því að það eru svo margir hæfileikaríkir krakkar á íslandi sem maður veit ekki um, þannig að ég gerði mér ekki miklar vonir um að sigra en vonaðist samt til að lenda í einu af 10 efstu sætunum. En hinsvegar, þegar að maður tekur þátt í svona keppni þá gerir maður sitt besta.“ Af hverju valdi hún lagið Tóm tjara frekar en hin tvö? „Af því að það passaði best við mína rödd og mér fannst það skemmti- legast." Sigrún syngur lagið með glæsibrag og virðist hafa sungið í mörg ár. Hvenær byrjaði hún að syngja? „Ég byrjaði að syngja um leið og ég byrjaði að tala og hef ekki stoppað síðan.“ Og er söngurinn hennar aðal áhugamál? „Já hann er mitt aðaláhugamál. Ég er nánast syngjandi allan daginn og syng við öll tækifæri, t.d. þegar ég heyri gott lag í útvarpinu, þegar ég er í sturtu og eins þegar ég er í tölvunni. Og síðast en ekki síst þá æfi ég mikið fyrir alla tónleika sem ég syng á.“ Stefnir sem lengst í söngnum - segir Sigrún Vala Vilmundardóttir sem sigraöi í söngvakeppni UMFÍ „Syngiö sjálf.“ Hver stefnir hún síðan í sönglistinni? „Sem lengst. Ég byrja núna í haust í söngnámi ásamt því að læra á gítar. Ég hef frá 4 ára aldri verið í tónlistarskóla og aðallega lært þar á píanó. Það er nefnilega mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að ná langt í söng að kunna að lesa nótur og geta spilað á hljóðfæri." Þú sendir líka inn í keppnina tvö önnur sýnishorn þar sem þú syngur lög með Þórey Heiðdal og írafár - eru þetta uppáhalds hljómsveitir hennar og skildi Birgitta Haukdal vera hennar fyrirmynd? „Nei þetta eru ekki mínir uppáhalds flytjendur en Birgitta Haukdal er mjög góð fyrirmynd en mamma mín og Halla Dröfn systir hennar syngja mjög vel og eru mínar bestu fyrirmyndir. Uppáhalds söngvararnir mínir eru Celine Dion, Mariah Carey, M&M og Michael Jackson. Uppáhalds hljómsveitirnar eru Land og synir og í svörtum fötum.“ Að auki færðu líka tækifæri til að syngja inn á safndisk sem verður gefinn út í vetur - hvernig líst þér á það og hvaða lag ætlar þú að syngja? „Mér líst rosalega vel á það. Það er frábært að fá að starfa með góðum og reyndum tónlistarmanni sem hann Jóhann G. Jóhannsson er. Það verður síðan Jóhann sem ákveður hvaða lag ég syng.“ Svo hefur þú verið að æfa með hljómsveitinni Á móti sól und- anfarið en þú munt syngja með henni á Unglingalandsmótinu á ísafirði - hvernig líst þér á strákana og hvernig líst þér á að syngja á mótinu? „Ég fór á æfingu með þeim sl. mánudag og heppnaðist hún vel. Mér líst mjög vel á þá og það er gaman að vinna með þeim, þeir eru ekki með neina stjörnustæla og tóku mér mjög vel. Mér líst mjög vel á það að syngja á mótinu og það er mjög gaman og spennandi að fá að taka þátt í svona stórri hátíð.“ Stefnir á að hljóðrita lag og gefa út á safndisk Nú fékkst þú meðal annars í verðlaun 10 tíma í studio fyrir að sigra keppnina - hvernig og hvenær ætlar þú að nýta þá tíma? ”Ég fékk 10 tíma ásamt upptökumanni í Stúdíó Geimsteini hjá Rúnari Júlíussyni. Ég stefni á að hljóðrita þar eitt lag sem ég vonandi get sett á einhvern safndisk fyrir jólin." Hvaða lög ætlar þú að syngja með þeim? „Ég syng lagið Allt sem er á nýjasta disk hljómsveitarinnar. Einnig lagið Fingur með írafár og svo Lagið sem ég sigraði með í keppninni, Tóm tjara.“ Og eiga síðan allir íslendingar eftir að þekkja Sigrúnu Völu eftir nokkur ár? „Það væri gaman. Maður gerir sitt besta og vonar það besta.“

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.