Skinfaxi - 01.08.2003, Síða 11
Eofvarnablað-Skinfaxa
líkamsmál. Eskimo er með fáar en góðar fyrirsætur
sem hafa reynt fyrirsætustörfin og einnig new faces/ný
andlit, sem eru að feta sín fyrstu fótspor."
Allir velkomnir á skrá
Getur hvaða stúlka sem er komið til ykkar og þið
setjið hana á skrá?
„Það eru allir velkomnir á skrá hjá okkur og þá skiptir
hvorki aldur né formið máli. Það er ekki alltaf verið að
leita að fyrirsætum í verkefni, heldur má kannski segja
að oftar en ekki er verið að velja fólk á öllum aldri í
verkefni í dag. Fólk kemur einfaldlega til okkar fyllir út
eyðublað, skrifar undir skilmála og lætur taka af sér
mynd.“
Hvað þurfa fyrirsætur að bera til að komast í
fremstu röð?
„Ef stelpa eða strákur ætla sér á annað borð að ná
langt í fyrirsætuheiminum þurfa þau fyrst og fremst að
hafa bein í nefinu. Það eru margar fyrirsætur til í
heiminum og margir um bitann þannig að viðkomandi
þarf að hafa sterkann og ákveðinn persónuleika og þá
er auðveldara að komast í fremstu röð.“
Hvað eru margar fyrirsætur á skrá hjá ykkur?
„Við erum með um 30 til 40 fyrirsætur og að auki um
það bil 20 new faces/ný andlit."
Nú fer oft neikvætt orð af erlendum fyrirsætum. Þær taldar of grannar
og slæmar fyrirmyndir fyrir ungar áhrifagjarnar stúlkur. Skiptir enn öllu
máli að vera ekkert nema beinin eða er þetta að breytast?
„Það eru tískusveiflur í öllu s.s. klæðnaði, hártísku, bílatísku o.s.frv. Það
sama gildir um tískuheiminn sem fyrirsæturnar lifa í en hann kallar stanslaust
á ný og öðruvísi andlit. Það er rétt að sýningartúlkurnar hafa þótt verulega
grannar en það hefur sem betur fer verið að breytast. Hraustlegt útlit með
jákvæðri útgeislun er alltaf eitthvað sem á eftir að tolla í tísku.“
Stúlkurnar eru stanslaust undir eftirliti
Og er alltaf eitthvað að gera fyrir þær?
„Það er mis mikið að gera fyrir fyrirsæturnar. Mest er
að gera á sumrin hér á íslandi, þegar erlendir
Ijósmyndarar koma hingað til lands til að vinna
verkefni."
Hvernig er þessi markaður hérna heima - er mikið
af verkefnum?
„Islenskar fyrirrsætur geta ekki lifað á því að vinna sem
fyrirsætur hér á landi. Það er ekki markaður til þess.
Þetta er því meiri aukavinna hérna heima og stóru
vinningarnir koma erlendis frá.“
Fylgist þið grannt með ykkar fyrirsætum - að þær lendi ekki í neinu
rugli eins og t.d. vímuefnaneyslu?
„Já. Þær eru stanslaust undir eftirliti. Ef það vakna einhverjar grunsemdir hjá
okkur um að fyrirsæturnar séu í einhverju rugli eða að beita óheilbrigðum og
óskynsömum aðferðum til að grenna sig þá grípum við í taumana eins og
skot.“
Hvað gerið þið ef það kemst upp að einhver sem starfar hjá ykkur sé í
neyslu?
„Ef við kæmumst að því að einhver væri í neyslu þá myndum við strax setja
okkur inn í málið og reyna að aðstoða viðkomandi við það að koma sér út úr
þeim vítahring."
Hvernig er það þegar þið eruð að senda ungar
stúlkur út - getur það ekki verið dálítið varasamt?
„Við fylgjum ákveðnum reglum. Fyrirsæturnar okkar
verða t.d. að vera orðnar 16 ára þegar þær fara út til að
vinna. Við störfum með þekktum modelskrifstofum
erlendis sem leggja metnað sinn í það að fyrirsætunum
líði vel og allt sé á hreinu með starfsemi þeirra. Það er
Því fylgst vel með þeim.”
Hvetja stelpurnar til þess að sinna skólanum
Hvernig er þessu þá háttað með stúlkur sem eru
komnar af léttasta skeiði - er líkt farið með þeim og
knattspyrnumönnunum sem þurfa að leggja skóna
á hilluna rúmlega þrítugir?
’>Það má likja þessu pínulítið saman. Þess vegna
höfum við hjá Eskimo alltaf hvatt stelpurnar til þess að
sinna skólanum eins mikið og þær geta. Bæði svo þær
9eti haldið námi áfram þegar fer að hægja á verkefnum
eða verið búnar að klára skólann og skellt sér beint á
vinnumarkaðinn."
Þannig að þið hlúið vel að ykkar stúlkum og fylgið þeim vel eftir hvort
sem þær starfa hérna heima eða erlendis?
„Já, það gerum við.“
Á
►/ ty ' I T)| SINDRAGÖTU ÍSAFIRÐI
Sími: 456-3556
Krílið er staðurinn á ísafirði Þar sem þú
þarft ekki út úr bílnum til að fá bestu pulsurnar,
heitar /grillaðar. Samlokur kaldar og heitar.
Grilluðu Sælubrauðin og Besta bitann.
Emmess-ísinn, líka úrvél. Kaffi á brúsann
eða í glasið. Úrval af sælgæti og gosi.
Nætursala um helgar.
Verið ávallt velkomin. Starfsfólkið í Krílinu.