Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 14
Ragnhildur Stoinunn Jónedótlir vera maður sjálfur, vera ákveðin og hafa gaman af.“ Hefur þú einhverjum skyldum að gegna sem Fegurðardrottning íslands? „Fyrir utan það að fara í keppnir erlendis og kynna land og þjóð held ég að mikilvæg- ustu skyldur mínar séu að vera samkvæm sjálfri mér og vera ungu fólki til fyrir- rnyndar." Þú ert meira í sviðsljósinu eftir að þú varst krýnd, ekki rétt? „í kjölfar keppninnar hef ég fengið að takast á við ýmis ólík verkefni og það hefur verið mjög gaman.“ Þú ert á leiðinni til Euro Disney í París í ágúst til að taka þátt í Ungfrú Evrópu og ert í raun nýkomin frá Karabíahafinu þar sem unnið var kynningarmyndband fyrir keppnina. Hvernig var og hvernig líst þér á keppnina í ágúst? „Ferðin sem ég fór í til Karabíahafsins var alveg frábær. Ferðin var vel skipulögð og ásamt því að fara í sjónvarpsviðtöl og myn- datökur gerðum við einnig margt skemmti- legt og nutum sólarinnar. Keppnin í ágúst verður ábyggilega líka mikið ævintýri og ekkert annað en að vera bjartsýn gagnvart þeirri reynslu." Ertu mikil keppnismanneskja og verður svekkt ef þú ferð ekki alla leið? „Auðvitað er ég mikil keppnismanneskja og finnst hundleiðinlegt að tapa. Gallinn við svona keppnir er aftur á móti að það er mun erfiðara að nota keppnisskapið. Maður get- ur voða lítið bætt sig nema að vera ekki skjálfandi á sviðinu!" Mótfallin reykingum Og svo hefur þú aldrei reykt né drukkið áfengi. Ertu mótfallin reykingum? „Ég er mjög mótfallin reykingum, mérfinnst reykingar hræðilega sorglegar." Hvernig finnst þér þá að vera innan um fólk sem reykir? „Það pirrar mig ferlega mikið þegar fólk reykir ofan í mig og í hreinskilni sagt finnst mér mjög dónalegt að draga upp sígarettu við matarborð- ið eða í návist annarra." Hvað með vinina þeir hafa ekki beitt þig þrýstingi? „Á unglingsárunum var það auðvitað oft pirrandi því margir voru að reyna að fá mann til að drekka, kannski til að reyna að friða sína eigin samvisku. En svo fór þeim að finnast rosa ,,kúl" að drekka ekki. Svo, nei þetta var aldrei neitt vandamál!" „Auðvitaö á það að vera þannig að maður geti farið út án þess að anga af sígarettureyk og þurfa að fara í sturtu þegar maður kemur heim.“ Ef við förum aðeins yfir í aðra sálma þá hugsar þú vel um líkamann þinn og stundar líkamsrækt af krafti. Hefur þú alltaf hug- sað vel um líkamann? „Já, ég hef alltaf reynt að hugsa vel um líkama og sál. Ég er samt alls engin öfga heilsufrík, ég tel að hinn gullni meðalvegur sé hið eina rétta.“ „Auðvitað er ég mikil keppnis- manneskja og finnst hund- leiðinlegt að tapa. Gallinn við svona keppnir er aftur á móti að það er mun erfiðara að nota keppnisskapið. Maður getur voða lítið bætt sig nema að vera ekki skjálfandi á sviðinu!11 Undanfarin ár hafa reglurnar verið hertar gagnvart reykingar- fólki t.d. verð hækkað á sígarettum, bannað að reykja á mörgum opinberum stöðum o.fl. Mætti takar harðar á þessu? „Ég er mjög hlynnt slíkum aðgerðum. Auð- vitað á það að vera þannig að maður geti farið út án þess að anga af sígarettureyk og þurfa að fara í sturtu þegar maður kemur heim.“ Þrátt fyrir velvilja yfirvalda og ýmissa samtaka til að hefta útbreiðsiu reykinga þá byrja krakkar sífellt yngri í dag að reykja. Hvernig stendur á þessu? „Mér finnst oft eins og ungir krakkar geri sér ekki grein fyrir hvað þau eru að gera sjálf- um sér og öðrum með reykingum. Hóp- þrýstingur hefur líka mikil áhrif og fyrirmyndir ung- linganna." Stóð föst á sínu Sumir krakkar eru hrædd- ir við að lenda útundan ef þau taka ekki þátt. Þér hefur ekki liðið þannig? „Nei alls ekki, ég stóð bara föst á mínu. Þetta var minn karakter." Hvað gerir þú til að halda þér í formi? „Ég hef mjög mikinn áhuga á dansi en ásamt því er ég mikið fyrir að vera úti á röltinu, hjóla og svo æfi ég í World Class. Ég æfi jafnt og þétt og borða fjölbreytta og holla fæðu.“ Hvernig er hægt að stemma stigu við reyk- ingum unglinga? „Mér finnst ábyrgðin líka vera í okkar höndum og foreldra. Foreldrar eru fyrir- myndir barna sinna og barn sem elst upp á heimili fullu af tóbaksreyk telur það líklega ekkert stórmál að byrja að reykja.“ Að sama skapi hefur þú aldrei bragðað áfengi. Því miður telst það sjálf- sagt til undantekninga í dag að stúlka á þínum aldri hafa aldrei snert áfengi. Hvernig fórst þú að? „Það er ekkert að því að drekka í hófi ef fólk kann að fara með sopann. Aftur á móti er ég mjög hress að eðlisfari og fannst ég aldrei þurfa á því að halda.“ Þannig að það er ekkert vandamál að komast hjá þessu ef maður sé nógu mikill karakter til að segja nei? „No problemo..." Vakna alveg eldhress á morgnana um helgar Það hefur sjálfsagt líka hjálpar þér að þú býrð með knattspyrnumanninum Hauk Inga Guðnasyni sem hvorki reykir né drekkur? „Það er alveg frábært að eiga kærasta sem hvorki reykir né drekkur heldur. Og ímynd- aðu þér hvað við eigum skemmtilega morg- un daginn eftir að við kíkjum út með vinum okkar. Alveg eldhress..." Þannig að það er eins gott fyrir Hauk Inga að byrja hvorki að reykja né drekka ef hann ætlar að halda í þig? „Ég held að ég þurfi nú ekki að hafa neinar áhyggjur að hann byrji á því.“ Nú fara misjafnar sögur um þær forvarn- ir sem verið er að beita og hvaða áhrif þær hafa. Var mikið um forvarnarstarf hvað varðar reykingar og vímuefni þeg- ar þú varst í grunn- og framhaldsskóla sem hafði áhrif á þig? „Já ég myndi segja það, fræðsla til ung- linga um áhrif reykinga-og vímuefna er mjög mikilvæg. Það forvarnarstarf sem hafði einna mest áhrif á mig var þegar ungt fólk með eigin reynslu kom og sagði frá.“ Hver telur þú að sé besta forvörnin gagnvart reykingum og neyslu áfengis í dag? „Yfirvöld og ýmis samtök hafa unnið mjög gott starf. En ég held að ein besta forvörnin sé að foreldrar ræði við börn sín. Það þarf ekki að vera með yfirheyrslu-tón, heldur bara að rabba saman um þessi mál.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.