Skinfaxi - 01.08.2003, Qupperneq 18
Guðni Bergsson
Knattspyrnukappinn Guðni Bergsson lagði skóna á
hilluna eftir tveggja áratuga spark í boltanum nú í
sumarbyrjun. Guðni sem varð 38 ára 21. júlí hefur eflst
með hverju árinu sem hefur liðið og ekki hægt að sjá að
aldurinn færist yfir. Hann hefur leikið með enska
úrvalsdeildarliðinu Bolton undanfarin átta ár við góðan
orðstýr en Guðni hefur hvað eftir annað unnið til fjölda
einstaklingsverðlauna hjá félaginu m.a. verið kosinn
leikmaður ársins oftar en einu sinni. Guðni lék sinn fyrsta
meistaraflokksleik 17 ára með Val og hefur því verið lengi
í boltanum. Það eru fimm vikur liðnar síðan Guðni lagði
skóna á hilluna og blaðamanni lék forvitni á að vita hvort
hann væri kominn með einhver timburmenni?
- segir Guöni Bergsson sem hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir glæstan feril
Þetta var orðið alltof vandræðalegt
Spennandi og skemmtilegt líf
„Já, það má eiginlega segja það þó
ekki sé liðinn langur tími síðan ég
hætti. Þetta er einkennileg tilfinning
og ég hef fundið fyrir henni fyrr en
ég ætlaði. Ég er fyrst núna að átta
mig á því að ég er ekki bara hérna
heima í fríi heldur í ævilöngu fríi frá
keppnisknattspyrnu. Það er dálítið
undarlegt að átta sig á því að
maður sé hættur í fótbolta. Ég vissi
þó að það kæmi að þessu og
auðvitað kemur smá tómarúm í
kjölfarið er maður hættir í knatt-
spyrnunni enda hefur hún gefið
manni mikið. Þetta er náttúrulega
geysilega spennandi og skemmti-
legt líf á flestan hátt. Þannig að
maður á eftir að sakna þess og
kannski ekki síst að fá að hlaupa út
á völl fyrir framan 30-50 þúsund
áhorfendur. En svona er gangur
lífsins. Maður getur ekki haldið
áfram endalaust og ég tel mig hætt-
a á góðum tima því við kláruðum
mótið vel og ég skilaði mínu.“
Bolton lagði mikla áherslu á að
halda þér áfram a.m.k. eitt ár til
viðbótar. Hvað réð þeirri ákvörð-
un að þú sagðir skilið við
atvinnumennskuna? „Þetta var eiginlega
orðið alltof vandræðalegt," segir hann
glottandi. ,,í nokkur ár var fólk búið að reikna
með að ég væri að hætta og á leiðinni heim.
Ég gat ekki látið allt þetta fólk vera með
endalausar vangaveltur hvað ég ætlaði að
gera og ákvað því að hætta í eitt skipti fyrir öll,“
segir hann brosandi. ,,En í alvöru talað þá voru
það í raun margir samverkandi þættir sem
réðu því að ég tók þessa ákvörðun núna. Ég
fann að það var orðið erfiðara að komast í
gegnum þetta og líkaminn var farinn að kvarta.
Ég var búinn að taka bólgueyðandi og
verkjastillandi töflur í nokkur ár og undir það
síðasta var ég farinn að fá sprautur fyrir leiki.
Ég hafði svo sem engar stórar áhyggjur af
þessu en líkaminn var farinn að bera þess
merki að þetta væri að verða nóg. Það tók
mikið á að komast í gegnum leik og yfirleitt var
ég 2-3 daga að jafna mig eftir leikina. Ég hafði
auk þess sett mér þau viðmið að hætta undir
þeim kringumstæðum að ég væri sáttur við
mitt leikform og mína spilamennsku. Mér
fannst ef ég mundi halda áfram þá mundi ég
eiga á hættu að meiðast og lenda í vand-
ræðum með leikformið. Ég vildi síður hætta á
þann hátt. En það sem hafði úrslitaáhrif á
ákvörðun mína var fjölskyldan. Það eru þrjú ár
síðan ég hugsaði fyrst um að fara heim og þá
flutti fjölskyldan heim til íslands. Ég hef því
verið að hætta í þrjú ár og þetta var orðinn
langur tími í viðskilnað frá fjölskyldunni þótt við
hefðum náð að vera saman í kannski hálft ár á
hverju ári. Þegar ég tók þetta allt saman taldi
ég þetta vera góðan tíma til að taka föggur
mínar og fara heim.“
Hafnaði tiiboði upp á hundruð milljóna
En þér var boðinn nýr samningur og maður
getur ímyndað sér að þú hafir verið með
140-170 milljónir í árstekjur. Var ekki erfitt
að segja nei við þessum „krónum"? ,,Auð-
vitað viðurkenni ég að það hafi verið miklir
peningar í boði. Það er óneitanlega dálítið
skrítið að hafna samningi þar sem slíkar upp-
hæðir eru á borðinu. Peningar spila stóra rullu
í atvinnumennskunni og i kringum þennan
Ijóma sem atvinnumennskunni fylgir. En ég er
reyndar búinn að vera lengi í þessu og er því
orðinn ágætlega stæður. Ég get því kannski
sagt eins og þeir sem eiga eitthvað af
peningum að þeir séu ekki allt. Ég á kannski
eitthvað að þeim og a.m.k. nóg til að geta
staðið nokkuð traustum fótum fjárhagslega.
Ég ætti því að geta sinnt mér og mínum það
sem eftir er. Ég lét því ekki peningana hafa
áhrif á ákvörðun mína.“
Það sem er kannski dálítið furðulegt við
þinn feril er að þú ert að spila þín bestu ár
kominn vel yfir þrítugt og þú efldist í raun
með hverju árinu sem leið. Hefur þú aldrei
verið í jafn góðu formi og undanfarin ár eða