Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 20
Logi ölafsson landsliösþjálfari íslands Það getur verið skammt stórra högga á milli í boltanum eins og Logi Ólafsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu og drengirnir hans í landsliðinu hafa fengið að kynn- ast. Logi var landsliðsþjálfari árin 1996 til '97 þegar hann var látinn taka poka sinn vegna slaks árangurs liðsins. Hann hefur nú tekið við liðinu aftur ásamt Ásg- eiri Sigurvinssyni og þeir félagar voru grátlega nálægt því að koma landsliðinu alla leið í úrslitakeppni EM. Sömu sögu er að segja um drengina sem skipa íslen- ska landsliðið. Þeir tóku sig saman í andlitinu og stigu upp úr öskutónni eftir fremur slælega byrjun í undan- keppninni Valdimar Kristófersson settist niður með Loga á Stjörnukaffi stuttu eftir leik íslendinga og Þjóð- verja í Hamborg. Þurfum fleiri afburðaleikmenn - segir Logi Ólafsson landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu Tvöföld ástæða til að halda upp á Þjóðhátíðardaginn Logi og Ásgeir voru ráðnir landsliðsþjálfarar í maí eftir að liðið hafði byrjað undnakeppni EM illa undir stjórn Atla Eð- valdssonar forvera þeirra í starfi. Þeir voru ráðnir til að stýra íslenska liðinu í tveimur leikjum og var markmið KSÍ að ráða erlendan þjálfara í starfið. Landsliðið hefur staðið sig vel und- ir stjórn þeirra félaga og þeir hafa nú verið ráðnir til tveggja ára. En líklega hefur stjórn KSÍ snúist hugur þegar hún áttaði sig á því að Logi og Ásgeir eru hálfgerðir útlendingar enda Logi vel sleipur í norskunni eftir að hafa dvalið þar löngum og menn segja að Ásgeir sé víst liðtækur í þýskunni? „Jú, þá var ekki aftur snúið hjá KSÍ þegar þeir komust að því hversu miklir tungumálamenn við erum,“ segir Logi hlæjandi. „Annars lá það nokkuð Ijóst fyrir hjá okkur að ef gengi vel í þessum tveimur leikjum sem við fengum í upphafi þá myndum við ræða um áframhaldandi samstarf þótt það hafi aldrei verið rætt opinberlega. Það voru í raun engar skuldbindingar gerðar á milli okkar og KSÍ. Við hefðum getað hætt eftir fyrri leikinn sem var á móti Færey- ingum eða KSÍ látið okkur fara. Eftir leikinn á móti Litáhen kom Eggert að máli við okkur og spurði hvort við vildum halda áfram með liðið. Það var tiltölulega auðsótt mál og ég held að við höfum gengið frá samningnum á sjálfan Þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Þá var fyrirkomulaginu breytt þannig að ég og Ásgeir störfum nú á jafnréttsgrundvelli en upphaflega var Ásgeir beðinn um þetta og ég ráðinn honum til aðstoðar." Þannig að það er orðin tvöföld ástæða til að halda upp á Þjóðhátíðardaginn? „Jaa, það má ekki fagna of snemma en þetta hefur gengið vel fram að þessu þótt leikurinn á móti Þjóðverjum hafi tapast úti,“ segir hann brosandi. Vissi hvar skóinn kreppti Árangur forvera ykkar, Atla Eðvaldssonar, var ekki ásættan- legur en með komu ykkar hefur orðið ákveðinn vendipunktur og árangurinn orðið betri en menn þorðu að gera ráð fyrir miðað við það sem á undan var gengið. Hvert var vandamál liðsins þegar þið komuð að því? „Við vorum ekkert að velta okkur upp úr því hvað hafði gerst áður en við tókum við. Ásgeir þekkti reyndar vel innviði liðsins því hann er búinn að vera í landsliðsnefnd undanfarin ár og fylgst með undirbúningi og verið viðstaddur alla leiki. Hann vissi því hvar skórinn kreppti í þessu en við fórum samt inn í þetta með það í huga að hafa andrúmsloftið í okkar hópi þannig að það væri jákvætt og menn hefður trú á því sem þeir væru að fara að gera. Það var náttúrulega okkar að finna þann leikstíl sem við teldum að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.