Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 16
Bjarni Jónsson formaður landsmótsnefndar LANDSMÓT UMFÍ Það þarf að mörgu að huga þegar landsmót UMFÍ er annars vegar en tæpt ár er í að landsmótið á Sauðarkróki verður haldið. Sérstök landsmóts- nefnd er starfandi vegna mótsins og sér hún m.a. um skipulag þess, fjármögnun og fleira ásamt framkvæmdastjóra. Bjarni Jónsson er formaður landsmótsnefndar og Valdimar Tryggvi Kristó- fersson heyrði í honum hvernig undirbúningi miðaði. Bjarni starfar sem fiskifræðingur og er forstöðumaður Norðurlandsdeildar Veiðimála- stofnunar sem staðsett er að Hólum í Hjaltadal í Skagafirði. Þar býr Bjarni einnig en hann situr í sveitarstjórn Skagafjarðar. En hvernig skyldi Bjarni tengjast ungmennafélaginu? á Bjarni ásamt dóttur sinni Kristínu Kolku Besti frjálsíþróttavöllur í þessum heimshluta - segir Bjarni Jónsson formaður landsmótsnefndar um nýjan íþróttaleikvang á Sauðárkróki ,,Eg var á fullu í íþróttum á minum yngri árum. Eg stundaði þá frjálsar og var mest í spretthlaupunum. Ég keppti fyrir hönd ung- mennafélagsins Hjalta í Hjaltadal og UMSS. Þegar ég var rétt kominn yfir tvítugt lenti ég í íþróttaslysi sem varð til þess að ég þurfti að hætta í keppnisíþróttum fyrr en til stóð. Ég tók samt þátt í starfinu í kringum íþróttirnar. Ég fór síðan erlendis í nokkurn tfma og er fyrst núna að koma inn í þetta aftur eftir nokkurt hlé.“ Vann hugmyndinni brautargengi Er ekki spennandi að vera kominn inn í þetta starf aftur? „Jú, mjög svo. Ég hef alltaf fylgst vel með öllu því sem hefur verið að gerast hérna heima. Þegar umræðan fór fyrst af stað að sækja um landsmótið hérna í Skagafirði þá tók ég strax þátt í þeirri umræðu og reyndi að vinna hugmyndinni brautargengi. Það má segja að umræðan um landsmótshald hafi komið mér aftur inn í þennan fþrótta- og félagsmálapakka." Hvernig stóð á því að þú varst fenginn til starfa sem formaður landsmótsnefndar? „Já, þetta er góð spurning. Ætli það séu ekki nokkrir þættir ráðandi þar um. Sennilega hefur verið leitað til mín þar sem ég er gamall íþróttakappi úr Skagafirði og einnig tók ég þátt í og barðist fyrir því að landsmótið yrði haldið á Sauðárkróki. Þegar mótið var síðan komið heim í hérað var landsmótsnefnd skipuð þar sem UMSS tilnefndi sína fulltrúa. Þeir fóru einnig fram á það við sveitarfélagið að það legði til fulltrúa svo hægt væri að tryggja góð tengsl á milli sveitarfélagsins og íþróttahreyfingarinnar varðandi allar fram- kvæmdir og undirbúningsvinnu. Þar sem ég sat í sveitarstjórn og vegna fyrri tengsla minna við íþróttir í Skagafirði þótti við hæfi að ég tæki þetta hlutverk að mér.“ í landsmótsnefnd sitja ásamt Bjarna, Haraldur Jóhannesson for- maður UMSS, Hjalti Þórðarson sem er í stjórn UMSS og formaður Tindastóls, Páll Ragnarsson og Svanhildur Pálsdóttir í Akrahreppi. Björn B. Jónsson formaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson fram- kvæmdastjóri UMFÍ og Hildur Aðalsteinsdóttir frá Akureyri eru fulltrúar UMFÍ. Gamall draumur að fá almennilega íþróttavöll Skagfirðingar lögðu töluvert á sig til að fá mótið og fóru aftur í pottinn þegar ísafjörður heltist úr lestinni. Hver er ávinning- urinn að halda slíkt mót? „Fyrir mitt leiti þá hefur það alltaf verið gamall draumur sem íþróttamaður að fá almennilegan frjálsíþróttavöll og góða íþróttaaðstöðu hér í Skagafirði fyrir okkar íþróttafólk, sem er mjög öflugt og hefur lagt mikið á sig. Það á því skilið að fá slíkan völl

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.