Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 27
Helena dlafsdóttir landsliðsþjálfari ísienska kvennalandsliöið er á mikilli siglingu í und- ankeppni EM og situr eins og er efst í sínum riöli eftir tvo góða sigra á Póllandi fyrir skömmu. Stúlkurnar eiga góða möguleika að tryggja sér farseðilinn á úrslitakeppni EM sem fram fer í Englandi 2005 en þær eiga þó erfiða leiki fyrir höndum þar sem bæði Frakkland og Rússland eru með þeim í riðli en báðar þessar þjóðir voru komnar í átta liða úrslit á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Bandaríkjunum í september og október. Það er því við ramman reip að draga en árangur liðsins hefur vakið mikla athygli og mikill uppgangur virðist eiga sér staði í íslenskri kvennaknattspyrnu um þessar mundir því U-19 ára landslið kvenna sigraði alla þrjá leikina í undanriðli EM á dögunum. Helena Ólafsdóttir fyrrverandi knatt- spyrnukona þekkir vel til kvennaboltans en hún tók við þjálfun kvennalandsliðs íslands í febrúar s.l. og ræðir hér við Valdimar Kristófersson um stöðu liðsins og kvennaboltann á ísiandi. Þessar stelpur hugsa hátt og það þýðir ekkert annað ef árangur á að nást - segir Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu Mikill uppgangur hjá stelpunum á undanförnum árum íslenska kvennalandsliðið trónir nú á toppi síns riðils í undan- keppni EM þegar keppnin er hálfnuð. Liðið er búið að spila fimm leiki af átta og aðeins tapað einum þeirra - á móti Frakklandi. En átti Helena von á þessari stöðu þegar hún var að taka við liðinu? „Þótt við séum efstar um þessar mundir þá erum við ekki með fæst töpuð stig. Við erum t.d. búnar að leika fleiri leiki en Frakkland sem hefur ekki enn tapað leik. Það breytir því þó ekki að við erum efstar í riðlinum um þessar mundir og okkur hefur gengið vel. Það má segja að ég hafi rennt dálítið blint í sjóinn þegar ég tók við þessu liði. Ég þekkti ekki til allra liðanna í riðlinum og margir héldu að þetta yrði mjög erfitt þar sem margar stúlkur sem höfðu verið fastamenn í liðinu í gegnum árin voru að hætta eða í meiðslum. Það var því erfitt að gera sér grein fyrir hvar liðið stæði. Það hefur þó verið mikill uppgangur hjá stelpunum á undanförnum árum og margar góðar stelpur að koma upp í kvennaboltanum. Það sýnir sig kannski best í því að það hafa margar stelpur komið að þessum leikjum og flestar þeirra hafa verið að spila sína bestu leiki. Það hafa verið töluverðar breytingar á liðinu milli leikja og ég held að ég hafi aldrei stillt upp sömu vörninni í þessum leikjum. Þrátt fyrir þetta hefur þetta smollið saman og ég er virkilega ánægð með það og framgöngu stelpnanna í mótinu fram til þessa.“ Hverja töldu þið raunhæfa möguleika ykkar fyrir mótið? „Stelpurnar eru fullar af metnaði og þegar við ræddum saman fyrir fyrsta leikinn í mótinu þá stefndum við á að ná öðru sætinu í riðlinum og komast þannig í umspil. Þessar stelpur hugsa hátt og það þýðir ekkert annað ef árangur á að nást.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.