Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 8
Haraldur Jáhannesson formaður UMSS Þú hefur verið í ungmenna- félögum alla þín tíð og hefur því væntanlega tekið þátt eða fylgst með landsmótum UMFÍ? ,,Já, ég hef bæði tekið þátt og fylgst vel með landsmótum UMFÍ enda mikill áhugamaður um íþróttir og hef gaman af að fylgjast með. Ég tók meira segja þátt í síðasta landmóti sem fram fór á Egilsstöðum og kom- st á verðlaunapall. Ég var í bridssveit UMSS og við lentum í öðru sæti. Fyrir vikið gat ég minna fylgst með því sem var að gerast á landsmótinu því var innilokaður frá morgni til kvölds." Sérstaðan er mikil Hvernig hefur þú upplifað landsmót UMFÍ? ,,Ég hef upplifað þau vel. Landsmótin eru stórmerkilegt fyrirbæri. Þetta er merkileg há- tíð og sérstaða þeirra er mikil t.d. hvað varðar þessar óhefð- bundnu greinar eins og starfs- íþróttirnar. Þessar greinar gera mörgum, sem ekki eru miklir íþróttafíklar eða afreksmenn í íþróttum, kleift að taka þátt í landsmótum UMFÍ. Þarna geta því allir fengið að vera með, sem tengir menn saman. Ég sé það fyrir mér í framtíðinni að landsmótið verði enn meiri fjöl- skylduhátíð þar sem minni spá- menn geta komið og tekið þátt, ekki endilega sem keppnis- menn heldur fundið sér eitthvað til að taka þátt í án þess að það sé til verðlauna eða stiga. Landsmót ungmennafélaganna er þvf allra.“ Landsmótið kom óvænt til ykkar í febrúar í fyrra þegar ísafjörður dróg til baka um- boð sitt til að halda lands- mótið? ,,Já, það er rétt. Við sóttum upphaflega um að halda lands- mótið en fengum ekki umboðið. Eftir að það lá fyrir var ég búinn að taka ákvörðun um að hætta sem formaður UMSS. En svo var umboðinu skilað frá ísafirði. Þá fórum við af stað aftur, sóttum um og fylgdum því eftir. Við þurftum m.a. að sannfæra Og sannfæringakraftur ykkar hefur verið mikill fyrst þið feng- uð mótið? ,,Já, alla vega trúðu menn því að það væri farsælast fyrir landsmót- ið að það yrði haldið á Sauðár- króki þetta skiptið þótt mörg önn- ur góð bæjarfélög kæmu til grei- na.“ Þið hafið ákveðið að vera með landsmótið eingöngu á Sauð- árkróki þótt að Skagafjörður sæki um landsmótið? ,,Já, við ætlum að reyna að vera með mótshaldið allt á Sauðárkró- ki. Sauðárkrókur er náttúrulega sá þéttbýlisstaður í Skagafirði sem er langstærstur og að auki er fþróttalífið öflugast í þessum byggðarkjarna og besta aðstaðan til slíks mótshalds. Það eru þrír aðrir byggðarkjarnar í Skagafirði en þeir eru fámennir svo það kom ekki annað til greina en að halda landsmótið á Króknum." Bæjarbúar jákvæðir í garð landsmótsins Það er mikil stemmning fyrir landsmótinu hjá ykkur og sveitarstjórninni en hvað með aðra íbúa í Skagafirði? ,,Mér finnst stemmningin vera góð. íbúarnir virðast vera spenntir fyrir mótinu og það er mjög jákvætt í garð landsmótsins. Það var reyndar smá togstreita um allar framkvæmdirnar á svæðinu vegna mótsins en mér sýnist að flestum hafi snúist hugur eftir að endanleg mynd er að komast á framkvæmdirnar." Það kostar mikið að halda siíkt mót og ríkið ásamt sveitarfélaginu kosta stóran hluta af framkvæmdunum. Einnig er þó mikilvægt að fá öfluga styrktaraðila til að taka þátt í kostnaðinum. Hvernig hefur gengið að fá fyrirtæki til að styrkja mótið? ,,Við erum á fullu að vinna í þessu um þessar mundir og höfum verið í viðræðum við fyrirtæki. Þær viðræður hafa verið jákvæðar og það stefnir allt i það að aðgengið að fyrirtækjunum verði gott. Það lítur því út fyrir að nóg verði að styrktaraðilum til að gera okkur kleift til að halda landsmótið með góðu móti. Auðvitað kostar heilmikið að halda slíkt mót og hann snýr ekki eingöngu að því að koma upp svæðinu. Það kemur margt til og þetta kostar mikla sjálfboðavinnu við mótið sjálft. Þá hafa margir sjálfboðaliðar komið að framkvæmdunum og hjálpað til við svæðið. Sjálfboðaliðastarfið er ómetanlegt fyrir okkur og gerir mótið að veruleika." Ég sé það fyrir mér í framtíðinni að landsmótið verði enn meiri fjöl- skylduhátíð þar sem minni spá- menn geta komið og tekið þátt, ekki endilega sem keppnismenn heldur fundið sér eitthvað til að taka þátt í án þess að það sé til verðlauna eða stiga. Lands- mót ungmenna- félaganna er því allra. sveitarstjómarmenn í Skagafirði um ágæti landsmótsins því ákveðinn kostnaður fylgir slíku mótshaldi. Auðvitað þurftum við síðan að sannfæra þá sem út- hlutuðu mótinu um kosti Sauð- árkróks til að standa fyrir slíku móti.“ Hefur gengið vel að fá sjálfboðaliða til starfa? ,,Það hefur gengið ágætlega. Ég finn fyrir áhuga fólks hér í bæ og það er mjög jákvætt. Ég hef trú á því að við munum hafa mjög gott aðgengi að fólki til að hjálpa okkur við mótið og skipulagið þegar nær dregur. Við eigum hér óhemju gott fólk sem styður við íþróttir hér í Skagafirði og það er alltaf tilbúið að vinna og hjálpa til ef það mögulega getur og ég tala nú ekki um þegar svona stórviðburður

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.