Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.2003, Side 7

Skinfaxi - 01.10.2003, Side 7
Landsmót UMPÍ á Sauðárkróki 2oo4 Haraldur Þór Jóhannesson hefur gegnt formennsku Ung- mennasambands Skagafjaröar frá 1999 auk þess sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri sambandsins hálfan daginn í sumar. Haraldur tók virkan þátt í íþróttum á sínum yngri árum og hefur alla tíð verið öflugur liðsmaður hinna ýmsu félags- samtaka auk þess sem hann sat í sveitarstjórn Viðvíkurhrepps í 12 ár og var hreppstjóri þar um tíma. Það má því með sanni segja að Haraldur sé mikið félagsmálatröll. Hann hefur að sjálfsögðu tekið virkan þátt í undirbúningi Landmóts UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki í júlí á næsta ári og ekki verður vinnan minni þegar nær dregur að móti. Valdimar Kristófers- son settist niður með Haraldi á skrifstofu hans og ræddi við hann um Landsmót UMFÍ. Ekki var þó annað hægt í upphafi viðtalsins en að spyrja Harald aðeins um íþróttaferil sinn. Landsmótin eru stórmerkilegt fyrirbæri - segir Haraldur Þór Jóhannesson formaður UMSS „Ég keppti mikið í íþróttum sem unglingur og var meðaljón,“ segir hann nokkuð hógvær. „Ég æfði bara með mínu félagi og lagði mestu áhersluna á spjótið og kúluna. Ég spriklaði einnig í fótbolta en hætti áður en ég varð tvítugur. Ég var þó eitthvað með puttana í starfinu áfrarn." Og Haraldur spilaði með gömlum og sögufrægum ungmenna- félögum. „Ég náð að leika knattspyrnu með þremur ungmennafélögum á þessum tíma. Hólströndum frá Hofsósi, Hjalta í Hóladal og Ungmennafélagi Fljótamanna." Þannig að þú hefur farið kaupum og sölum milli félaga? „Nei,“ segir hann hlæjandi. „Það var nú ekki svo gott.“ Var svínbeygður á ársþingi UMSS Þá hefur þú greinilega stefnt að því alla tíð að verða formaður UMSS og reynt að afla þér fylgis og kynnast sem flestum félögum innan UMSS með því að skipta grimmt á milli þeirra? ,,Ég ætlaði mér aldrei að verða formaður UMSS og stefndi aldrei á það,“ segir Haraldur brosandi að spurningunni. „Ég var eiginlega svínbeygður á ársþingi UMSS 1999 um að taka að mér formennskuna án þess að ég hefði nokkur töká að segja eitthvað um það. Ég gerði það fyrir formann hestamannafélagsins hérna á svæðinu að mæta á þingið og ég var kjörinn formaður án þess að geta sagt já né nei.“ Þú hefur a.m.k. ílengst í þessu? „Ég ætlaði að vera hættur þessu en svo kom Landsmótið til okkar og ég var ekki alveg tilbúinn að hlaupa frá þegar því takmarki var náð,“ segir Haraldur. „Það var mikill áhugi fyrir því að ég héldi áfram og fylgdi þessu máli í höfn sem var niðurstaðan og því sit ég hér enn í dag.“ Þér hefur ekki þótt það spennandi að starfa áfram eftir að landsmótið var í höfn? „Jú, að sjálfsögðu. Það eru spennandi tímar framundan hérna á Króknum vegna landsmótsins og alls undirbúningsins. Ég ætlaði upphaflega að vera hættur og var búinn að lofa mér annað. Ég var búinn að taka að mér verkefni fyrir Lions þar sem ég hef starfað í 20 ár. Það var ákveðið fyrir tveimur árum og ég gat ekki skorast undan skyldu þar og sinni því báðum verkefnunum um þessar mundir."

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.