Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 11
Landsmót UMPÍ á Sauðárkróki 2oo4 Gísli Sigurðsson er einn af okkar fremstu frjálsíþrótta- þjálfurum. Hann hefur þjálfað margt af okkar besta frjálsíþróttafólki í gegnum tíðina auk þess sem hann stýrði íslenska ÓL-liðinu í frjálsum 1996. Það eru ákveðin tímamót hjá Gísia í ár því 20 ár eru liðinn síðan hann byrjaði að þjálfa og afmælisgjöfin er ekki af verri endanum, ný og bætt íþróttaaðstaða á Sauðárkróki, en Gísli er fæddur og uppalinn á Stóru Ökrum í Skagafirði og hefur búið á Sauðárkróki frá 1986. Valdimar Kristó- fersson hitta Gísla að máli sem lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Hann bíður spenntur eftir landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki og það er ekki laust við að Gísli sé farinn að finna fyrir áhrifum landsmótsins enda tekið virkan þátt í undirbúningnum. Það er ávallt mikil eftirvænting eftir landsmótum UMFÍ - segir Gísli Sigurösson frjálsíþróttaþjálfari í Skagafirði Sterk og rík stemmning á landsmótum UMFÍ ,,Ég hef komið töluvert að undirbúningi landsmótsins. Ég hef t.d. unnið á vellinum og tekið þátt í uppbyggingu hans. Hér er starfandi framkvæmdanefnd landsmótsins undir forystu Viggós Jónssonar sem stjórnar uppbyggingunni, og ég hef unnið mikið með henni. Ég hef því verið með puttana töluvert í þessu. Það er stórkostlegt verkefni að fara í þessa uppbyggingu og skiptir miklu máli fyrir allt íþróttalíf hérna f Skagafirði.“ Gísli missti af landsmótinu á Sauðárkróki 1971 en þá var mikil blíða í Skagafirði meðan á mótinu stóð og heyskapur í há- marki. Því var ekki hægt að hleypa ungum og kraftmiklum vinnumanni á landsmót því nota þurfti krafta hans. ,,Ég var viðstaddur mitt fyrsta landsmót á Akranesi 1975 og hef síðan ekki látið mig vanta eftir það. Þetta eru formleg mót - sterk og rík stemmning sem fylgir þeim. Það er ákveðin virðing fyrir mót- unum og fyrir því sem þar fer fram. Þá er skipulag mótanna gott og mjög faglega og vel unnið að þeim. Á mótunum er alltaf mikill fjöldi fólks og samkoman sem slík er öll gegn heil og skemmtileg. Það er ávallt mikil eftirvænting eftir landsmótum UMFÍ og ég á von á mikilli stemmningu hérna á Sauðárkróki." Vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Skagafjarðar að halda landsmótið þá eruð þið að fá eina bestu íþróttaaðstöðu á landinu. Þetta skiptir ykkur væntanlega miklu máli? „Aðstaðan breytir gífurlega miklu fyrir okkur og henni ber að fagna. Aðstaðan gerir það starf sem hér er unnið auðveldara en breytir kannski ekki miklu að öðru leyti. Mótshald hefur ávallt verið okkar akkilesarhæll. Við höfum ekki haft aðstöðu til að taka stærri mót og viðburði. Þannig að nú verður hægt að sýsla á eðlilegan hátt með íþróttina." Hvað breytingu hefur þetta fyrir þig og krakkana frá því sem var áður? ,,Það er mikill munur. Þetta gerir alla vinnu auðveldari. En það er eitt sem ný aðstaða breytir ekki og það eru viðhorfin sem unnið er eftir. Og það eru viðhorfin sem leiða til árangurs alveg sama hvern- ig aðstaðan er. Ég er ekki með þessu að kasta rýrð á þessa glæsi- legu aðstöðu sem á eftir að nýtast okkur vel og fjölgar vonandi iðkendum í frjálsum." Ertu með þessu að segja að árangurinn verði ekkert betri með bættri aðstöðu? ,,Jú, auðvitað á ég von á því vegna þess að ég reikna með að það

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.