Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 4
Björn B. Jónsson formaður UMPÍ Sambandsþing Ungmennafélags íslands, það 43. í röð- inni, fór fram á Sauðárkróki helgina 18. og 19. október. Mörg stórmál lágu fyrir þinginu þar sem tekist var á um 50 þingtillögur af málefnalegum hætti. Björn B. Jónsson var einróma endurkjörinn formaður UMFÍ en lengi vel stefndi í að Valdimar Leó Friðriksson formaður UMSK mundi bjóða sig fram á móti Birni. Valdimar dró þá mót- framboð sitt til baka á þinginu. Enn öflugri grasrótarsamtök í framtíðinni - segir Björn B. Jónsson formaður UMFÍ ef að inngöngu íþróttabandalaganna verður Ánægður með traustið En hvernig túlkar Björn þetta fyrirhug- aða mótframboð Valdimars? „Það er erfitt fyrir mig að túlka þetta mótframboð. Valdimar Leó kom aldrei fram með mál- efnaleg rök fyrir framboði sínu og þar að auki virtust vera mjög fáir sem studdu hann innan hans eigin raða sem segir sína sögu um framboðið. Ef ég á að vera hreinskilinn þá var ég ekki upptekinn af mótframboðinu og mun vonandi hér eftir sem hingað til eiga gott samstarf við UMSK fólk, enda eigum við í þeim hópi marga af okkar bestu ungmennafélögum." Þú varst einróma endurkjörinn formað- ur UMFÍ. Þú hlýtur að vera ánægður með það traust sem forystumenn Hér- aðs- og Ungmennasambanda sýna þér? „Ég er mjög ánægður með það traust sem hreyfingin sýndi mér í kosningunni. Það er ekki ónýtt að fá góða kosningu á þingi þar sem lagt var upp með miklar breytingar á hreyfingunni. Ég túlka þessa kosningu sem viljayfirlýsingu á áframahaldandi innri skoð- um á UMFl' og framgang hreyfingarinnar." Náðust niðurstöður um allar 50 tillög- urnar sem lágu fyrir þinginu og var hart tekist á um einhverjar þeirra og skriðu einhverjar í gegn á naumum meirihluta? „Það náðist ekki niðurstaða um allar tillögur sem lágu fyrir þinginu. Sumar voru felldar í þingnefndum, aðrar náðu ekki fram að gan- ga eftir umræður og atkvæðagreiðslu á þinginu sjálfu. Mest var tekist á um laga- breytingarnar og Lottóreglugerðina. Rétt er að geta þess að megin þorri tillagna fór í gegn, einstaka með naumum meirihluta, en nær allar þær mikilvægustu sem varðar framtíð UMFÍ voru samþykktar." Ég er ekki hræddur um þaö að við séum að grafa eigin gröf. Þvert á móti tel ég að við eflumst og styrkjumst með þessu. Það voru margar spennandi tillögur sem lágu fyrir á þinginu m.a. var samþykkt að veita íþróttabandalagi Reykjavíkur og íþróttabandalagi Hafnarfjarðar inn- göngu í UMFÍ að uppfylltum skilyrðum hreyfingarinnar. Þessi umræða hefur verið lengi á borðinu en hverju mun þessi tillaga breyta fyrir UMFÍ og hvaða skilyrði eru það sem fyrrgreind íþrótta- bandalög þurfa að uppfylla til að fá inngöngu? „Það er Ijóst að þessi sam- þykkt er ein af stærri samþykktum, ef ekki sú stærsta, sem hefur verið borin upp á okkar þingum allt frá stofnun hreyfingar- innar. Það er ekki þar með sagt að banda- lögin séu komin inn í UMFÍ. Þau eiga eftir að endurskoða lög sín og samræma þau nýsamþykktum lögum UMFÍ. Eins er inn- koma þeirra í hreyfinguna háð samkomu- lagi ISI og UMFI um lottóskiptinguna. Til að svara spurningu þinni enn frekar þá má hugsa sér að önnur íþróttabandalög eigi greiðan aðgang að UMFÍ eftir þessa sam- þykkt. Það má því búast við enn öflugri grasrótarsamtökum í framtíðinni ef þetta gengur allt eftir.“ Nú hefur það svon óbeint legið í loftinu að íþróttabandalögin hafi sótt um inngöngu í UMFÍ með það að markmiði að fá völd innan UMFÍ til að sameina UMFÍ og ÍSÍ eða einfaldlega strika yfir UMFÍ. Er ungmennahreyfingin e.t.v. að grafa sína eigin gröf til lengri tíma litið með því að samþykkja þessa tillögu þótt ýmis skilyrði séu sett fram um inngöngu íþróttabandalaganna? „Ég er ekki hrædd- ur um það að við séum að grafa eigin gröf. Þvert á móti tel ég að við eflumst og styrk- jumst með þessu. Það hefur lengi blundað í okkur að fá tækifæri til að vinna með fleir- um að ungmennafélagshugsjóninni og sá möguleiki mun skapast nú ef íþróttabanda- lögin koma inn.“ Samþykkt var að Landsmót UMFÍ verði opin öllum - hver er ástæðan og hvaða þýðingu hefur þetta fyrir landsmótin? „Ástæðan er margþætt. Það hefur lengi verið talað um það að allir eigi að hafa jafn- an aðgang að Landsmótunum hjá okkur, hvort sem þeir eru í ungmennafélagi eða ekki. Þessi rök hafa orðið ofaná. Það má reikna með að þátttakan eigi eftir að aukast

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.