Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 23
Forystumenn UMPí á ferð um landiö Forystumenn UMFÍ ætla að gera sér ferð um landið á næstu vikum og mánuðum til að komast í snert- ingu við og fylgjast með innra starfi héraðssam- banda og félaga innan UMFÍ. Ferðin byrjaði um mið- jan september þegar Björn B. Jónsson formaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ og Páll Guðmundsson kynningarfulltrúi UMFÍ fóru norður í land og hittu þar forsvarsmenn nokk- urra héraðssambanda og félaga innan UMFÍ. Þá er hugmyndin einnig að hitta sveitarstjórnarmenn í ferðinni og fara yfir stöðu mála. Valdimar Tryggvi Kristófersson ræddi við Pál Guðmundsson á skrif- stofu hreyfingarinnar í Fellsmúla stuttu eftir að þeir komu úr fyrstu ferðinni og spurði hann m.a. hver væri tilgangurinn með þessari fyrirhuguðu hring- ferð um landið? Ungmennafélag íslands Erum að einbeita okkur meira að innra starfi hreyfingarinnar segir Páll Guðmundsson kynningarfulltrúi UMFÍ sem er á ferð um landið ásamt forystumönnum UMFÍ Vilja auka tengslin „Við erum um þessar mundir að einbeita okkur meira að innra starfi hreyfingarinnar m.a. með því að heimsækja héraðssam- böndin og félögin úti á landi, heyra hvað þau eru að gera og fræðast um starfið hjá hverju fyrir sig. Við erum sömuleiðs að miðla því mikla starfi sem er í gangi innan UMFÍ. Þetta er því almennt spjall um starfið yfir höfuð. Þetta er liður í því að auka tengslin á milli þjónustumiðstöðvarinnar hérna í Reykjavík og héraðssambandanna úti á landi. Bæði til að fá hugmyndir og líka til að sjá hvernig við getum bætt starfið og tengslin enn betur. við erum búnir að heim- sækja héraðssambönd fyrir norðan nú í september." Hvar kviknaði hugmyndin að þessum heimsóknum? „Það er búið að tala um þetta á þingum og formannafundum þ.e.a.s. að auka tengslin á milli þjónustumiðstöðva og héraðssam- banda og miðla reynslunni á milli héraðs- sambanda því það eru misjafnar áherslur í starfinu hjá þeim.“ Hvernig hefur ykkur verið tekið? „Okkur hefur verið vel tekið og menn hafa verið ánægðir að fá þessa heimsókn þótt tilefnið hafi ekki verið neitt sérstakt því við erum eingöngu að fara í þessar ferðir til að spjalla og heyra hljóðið í mönnum. Þetta hafa verið ánægjulegir og gagnlegir fundir. Við höfum fengið margar góðar hugmyndir frá fólkinu um hvaða áherslur á að leggja á í starfi UMFÍ. Við höfum einnig greint frá þeim viðfangsefnum sem stjórn UMFÍ er að fást við þessa dagana." Funda með fulltrúum sveitarfélaga Hvernig fara þessar heimsóknir fram? „Við hittum fólkið og ræðum við það f dá- góðan tíma. Þá er einnig hugmyndin að nota þessar ferðir til að ræða við fulltrúa sveitarstjórna byggðarlaganna, sem við heimsækjum ásamt formönnum héraðs- samband eða félaga og ræða starfið al- mennt. Á Akureyri fundaði t.d. formaður UMFÍ og framkvæmdastjóri, ásamt forystu UMSE með íþrótta og tómstundaráði Akureyrar.“ Hver er tilgangurinn með því að funda með forystumönnum sveitarfélaga? „Við viljum hitta þá til að leggja áherslu á það mikla starf innan hreyfingarinnar UMFí og fara yfir aðkomu sveitarfélaga að rekstri íþrótta- og ungmennafélaga í viðkomandi sveitarfélagi. Einnig leggjum við áherslu á mikilvægi þess að haldið sé áfram þessu mikla og góða starfi. Við erum því að leggja inn gott orð. Það hefur ákveðið vægi að formaður UMFÍ ræði þetta mikilvæga starf beint við fulltrúa sveitarstjórna. Við erum með þessu að sýna sveitarstjórnum víðs- vegar um landið hversu mikilvægu málefni þær eru að leggja lið með ýmsum hætti. Þá er líka tilgangurinn með þessu að benda á hvað sé hægt að gera betur og hvernig megi auka samstarfið þarna á milli." Hefur það komið ykkur á óvart hversu fjölbreytt starf er unnið innan félag- anna? „Það kemur manni alltaf jafn ánægjulega á óvart hvað það er mikið og fjölbreytt starf í gangi. Maður er alltaf að heyra af ein- hverjum nýjum og skemmtilegum verkefn- um sem maður vissi ekki af. Starfsemin í hreyfingunni er mjög frjó.“ Hvernig er síðan ferð ykkar háttað í framhaldinu? „Þessum heimsóknum og kynningarstarfi verður haldið áfram í vetur og er ætlunin að hitta flesta ef ekki alla forystumenn héraðssambanda auk fulltrúa sveitarfélaga. Stefnan er að klára þetta ferðalag fyrir vorið. Ferðinni er næst heitið til Hornafjarðar og í Skaftafellssýslur,“ segir Páll og er greinilega í miklum ferðahug."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.