Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 5
Björn. B. Jónsson formaður UMPÍ við þessa samþykkt og eins hitt að í vissum greinum má búast við hreinni landskeppni þar sem allir okkar bestu einstaklingar taka þátt.“ Þá verður unglingalandsmót UMFÍ hald- ið um hverja verslunarmannahelgi. Hver eru rökin fyrir að halda mótið árlega? „ULM-mótin hafa sýnt það að þau eru mjög öflug í forvarnarstarfinu. Margir foreldrar, þingmenn, æskulýðsfulltrúar o.fl. hafa hvatt okkur til að halda þessi mót árlega og hafa þennan valkost um verslunarmannahelgina þar sem allir geti verið saman í starfi og leik. Tillagan var nokkuð mikið rædd á þing- inu og var þar að auki búin að fá mikla umfjöllun fyrir þingið úti í hreyfingunni. Það voru ekki allir á einu máli um þessa niður- stöðu, en mikill meirihluti studdi hana.“ Samþykkt var að halda áfram rekstri þjónustumiðstöðva UMFÍ á landsbyggð- inni og byggja upp nýja þjónustumið- stöð í Þrastarlundi. Hvaða þýðingu hafa þjónustumiðstöðvarnar fyrir hreyfing- una og hvernig verður staðið að upp- byggingunni í Þrastarlundi? „Þjónustu- miðstöðvarnar hafa verið að sanna sig smátt og smátt. Ný stjórn UMFÍ á eftir að móta starf þeirra enn frekar eftir samþykkt þingsins og taka ákvarðanir um áframhald- andi uppbyggingu. Ég mun því bíða með frekari yfirlýsingar fram yfir næsta stjórnar- fund UMFI varðandi þetta mál.“ I Þrastarlundi er hugmyndin að byggja upp í vetur nýjan þjónustuskála. Hann verður staðsettur rétt hjá gamla skálanum sem verður síðan látinn víkja fyrir þeim nýja. Það mun gerast að öllu óbreyttu næsta vor. Nýi skálinn verður rúmlega fjög- ur hundruð fermetrar að stærð og vonandi Ungmennafélagshreyfingunni til sóma í alla staði.“ Stjórn UMFÍ mun leita allra leiða til að útvega aukið fjármagn til að festa starf- semi þjónustumiðstöðvanna enn frekar í sessi. Eru þjónustumiðstöðvarnar þungar í rekstri? „Nei, alls ekki. Hug- myndin er að auka hlut þeirra enn frekar en nú er og það kostar aukið fjármagn." Á þinginu var skorað á ríki og sveit- arfélög að tryggja öldruðum aðstöðu til íþróttaiðkunar. Er hún af skornum skammti og hvernig ætlið þið að fylgja þessari tillögu eftir? „Við höfum verið að brýna fyrir sveitarfélögum og öðrum sem hafa yfir að ráða íþróttamannvirkjum að sjá til þess að aldraðir geti stundað líkamsrækt jafns við aðra borgara þessa lands. Það er mikilvægt að allir hafi tækifæri til að stunda líkamsrækt og ekki síst þeir sem eru farnir að reskjast og þurfa jafnvel að hafa meira fyrir því að halda líkamanum í formi en þeir sem yngri eru. Holl hreyfing á að vera lífsstíll allra, en þá þarf aðstaðan líka að vera til staðar.“ í fararbroddi í umhverfismálum UMFÍ er annt um náttúru landsins og hefur allt frá upphafi unnið ötullega að umhverfismálum. Nú lá tillaga fyrir á þinginu að UMFÍ ynni að útgáfu fræðslu- efnis í umhverfismálum. Er verið að skerpa eitthvað á umhverfismálunum? „UMFÍ hefur oft á tíðum verið í fararbroddi í umhverfismálum. Það viljum við vera áfram og munum m.a. leitast við gefa út fræðandi efni fyrir ungmennafélaga og allan almenn- ing um leið. Það verður hlutverk umhverfis- sviðs UMFÍ að leiða þessa vinnu og móta. Ég vil nefna annað þessu tengt. Á þinginu var samþykkt reglugerð um umhverfissjóð sem er tengdur minningu Pálma Gíslason- ar fyrrverandi formanns UMFÍ. Auk þess var samþykkt að hreyfingin setti næstu árin félagsgjöld, sem að öðru jöfnu rynnu beint í sjóði UMFÍ, óskertan í þennan nýja sjóð. Það er því bjartir tímar framundan hjá þeim sem vilja hag umhverfisins sem mestan innan okkar vébanda. Samþykkt var að stofna ungmennaráð 15-25 ára - Hvert verður hlutverk ung- mennaráðsins innan UMFÍ? „Ungmenna- ráðið verður m.a. ráðgefandi fyrir stjórn UMFÍ. Markmið ráðsins verður að fela ungu fólki aukna ábyrgð og gefa því aukið tækifæri að taka ákvarðanir um mótun ungmennafélagshreyfingarinnar." UMFÍ mun árlega veita „Félagsmála- verðlaun UMFÍ.“ Hvað þarf að gera til að hljóta þessi verðlaun og hvað felst í þeim? „Það verða samdar reglur um þessi verðlaun sem verða síðan notaðar sem úthlutunarreglur. Verðlaunin verða að hluta til hvatningarverðlaun til þeirra sem hafa metnað fyrir að standa sig vel fyrir sitt félag, en að öðru leiti vísa ég til reglugerðarinnar þegar hún verður tilbúin sem verður m.a. birt í Skinfaxa.." Ertu ánægður með þingið og er bjart framundan hjá Ungmennafélagi ís- lands? „Ég er mjög ánægður með þingið og ég verð að játa að það var mjög í mínum anda. Vinnusamt og tekist á um einstök mál en komist að niðurstöðu á lýðræðis- legan hátt, en þingið var fyrst og síðast skemmtilegt. Þannig á það að vera. Nú er að spila úr þeim spilum sem hafa verið gefin til næstu tveggja ára. Það kom mikið af nýju kraftmiklu fólki inn í stjórn UMFÍ í viðbót við dugmikið fólk sem þar situr áfram. Það er því ekkert í veginum til bjartrar framtíðar fyrir Ungmennafélag íslands." Á 43. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var á Sauðárkróki um helgina var kjörin ný stjórn til næstu tveggja ára. Auk Björns B. Jónssonar voru eftirtaldir kosnir í stjórn. Helga Guðjónsdóttir HSK, Ásdís Hel- ga Bjarnadóttir UMSB, Birgir Gunnlaugsson Fjölni, Anna R. Möller UMSK, Björn Ármann Ólafsson UÍA og Hringur Hreinsson UMSE. Þá voru fjórir kosnir í varastjórn: Jóhann Tryggvason UíA, Ingi Þór Ágústsson HSV, Einar Karl Haraldsson Keflavík og Einar Jón Geirsson UDN. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldinn var strax að loknu þingi skipaði formaður í em- bætti stjórnar. Helga Guðjónsdóttir varafor- maður UMFÍ, Björn Ármann Ólafsson gjald- keri og Ásdís Helga Bjarnadóttir ritari. Ný stjórn UMFI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.