Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 9
Landsmót UMFÍ á Sauðárkráki 2oo4 er. Skagfirðingar eru nú bara þannig gerðir að þeir standa klárir á sínu og ég hef enga trú á öðru en við eigum eftir að hrista sjálf- boðaliða fram úr erminni eins og ekkert sé. Og það er líka eins gott því án sjálfboðaliða værum við einskis verðir." Eykur bæjarvitundina Landmótið hlýtur að efla bæjarvitund- ina? „Já, það er engin spurning. Við horfum á þetta sem stórt sameiginlegt verkefni sem gerir mikið fyrir sveitarfélagið og eykur að auki bæjarvitundina." Þetta er stórt og mikið verkefni sem þið hafið ráðist í með landsmótinu. Hefur mætt mikið á formanninum? ,,Nei, ekki svo. Það er reyndar alltaf eitt- hvað sem er í gangi. Það er starfandi landsmótsnefnd sem fundar tvisvar í mánuði og sit ég í þeirri nefnd. Maður er náttúrulega alltaf eitthvað að atast í einhverju tengdu þessu. Hvað svæðið og framkvæmdirnar varða hef ég sloppið nokkuð vel. Það er framkvæmdanefnd starfandi sem sér um skipulag framkvæmd- anna. Þar sitja tveir frá sveitarfélaginu og þrír skipaðir af UMFÍ og af sjálfsögðu erum við í samstarfi við þá.“ Þannig að þú ert innvinklaður í flesta þætti og hefur vonandi gaman af þessu? ,,Já, ég hef mjög gaman af þessu. Ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki gaman af því.Það er alveg þess virði að standa í þessu og það þroskar alla að taka þátt í svona starfi." Nú skipar íþróttalífið í Skagafirði og einkum hér á Sauðárkróki sjálfsagt stór- ann sess í daglegu amstri flestra bæj- arbúa. Má ekki segja að landsmótið sé mikill hvalreki fyrir íþróttalífið hér í bæ? „Jú, það er engin spurning. Forsenda þess að sækja um landsmótið hér í Skagafirði var að fara í uppbyggingu íþróttasvæðisins sem skiptir náttúrulega öllu máli fyrir aðstöðu íþróttafólks í bænum. Þetta hangir allt á sömu spýtunni og toppurinn á öllu saman er að landsmótið skuli verða hérna. Ég vil meina það að eini möguleikinn til að byggja upp íþróttasvæðið á Sauðárkróki var að fá landsmótið til okkar. Við höfum fengið myndalegan styrk frá ríkinu sem hjálpar mikið til við uppbygginguna á svæð- inu.“ Nú eru landsmót UMFÍ stærstu íþrótta- mótin sem haldin eru á landinu. Það er væntanlega mikill metnaður í ykkur UMSS-mönnum að ná sem bestum ár- angri á heimavelli? „Auðvitað stefnum við að því. Það væri óeðlilegt ef við stefndum ekki á sigur á heimavelli en það eru margir sem gera kröfur um sigur. Ég á því von á spennandi og skemmtilegu móti og eflaust verður hart barist fyrir sigri.“ Verður formaðurinn ekki að taka þátt í einhverri grein og reyna að sækja stig fyrir sitt félag? „Það getur vel verið. Það skýrist þegar nær dregur en maður er tilbúinn að láta hrella sig einhversstaðar til að ná í stig,“ segir hann brosandi. En hverjar eru væntingar ykkar til móts- ins? „Það er engin launung að við væntum mikils af mótinu. Ég tel að við eigum eftir að búa að þessu um langa tíð að hafa fengið mótið hingað í Skagafjörð." Og mótið verður fjölskylduvænt? „Já, þetta er ekki bara íþróttamót því hérna geta gestir fundið sér margt til afþreyginga. Hérna verður því alsherjar fjölskyldu- skemmtun og dagskráin í samræmi við það. Ég býð því alla velkomna á lands- mótið á Sauðárkróki 2004.“ SVANSPRENT T3 ro 3 fS 3 T3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.