Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 14
Ársæll Guðmundsson sveitarstjdri í Skagafirði Árið 1998 varð sveitarfélagið Skagafjörður til við sameinigu 11 sveitarfélaga í Skagafirði. Sauðárkrók- ur er eitt af þessum sveitarfélögum sem sameinuðust en þar á bæ fer fram 24. Landsmót UMFÍ 8.-11. júlí á næsta ári. Mikil uppbygging og lagfæring á íþrótta- mannvirkjum á sér stað á Sauðárkróki um þessar mundir vegna landsmótsins. Ársæll Guðmundsson er sveitarstjóri í Skagafirði og þrátt fyrir að hann sé mikill íþróttunnandi og hafi á sínum yngri árum verið á kafi í íþróttum þá hefur hann aldrei komið á landsmót UMFÍ. Það er því mikil eftirvænting í hans huga vegna landsmótsins. Ársæll tók vel á móti Valdimar Kristóferssyni og bauð honum upp á kaffi og með því þegar hann koma við í Ráðhúsinu á Sauðárkróki til að taka hann tali. Skagafjöröur verður enn betri bær segir Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri í Skagafirði 24. Landsmót UMFí verður haldið á Sauðárkróki næsta sumar Mikil íþróttasaga og -hefð Ársæll flutti til Sauðárkróks 1994 og gengdi þá starfi aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þangað til að hann tók við starfi sveitar- stjóra eftir kosningar í maí 2002. Það var í mars 2002 sem formlega ákvörðun var tekin í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjörður að halda landsmót UMFÍ á Sauðárkróki. En var það mikið kapps- mál fyrir Skagafjörð að fá landsmótið á Sauðárkrók? ,,Ég var reyndar ekki orðinn sveitarstjóri þá en Skagfirðingar hafa langa íþróttasögu og -hefð þannig að ég held að það hafi ekki verið mikill ágreiningur um landsmótshald á Sauðárkróki. Að vísu voru eðlilega einhverjar umræður um kostn- aðinn við slíkt mótshald, en menn lögðu bara spilin á borðið, athuguðu hlutina ofan í kjölinn og komust að því að þetta væri hægt fjárhagslega. Þessi ákvörðun var því tekin og ekkert pólitískt deiluefni þannig séð. Menn ræddu kosti og galla vegna slíks móts eins og öll sveitarfélög gera sem taka að sér að sjá um landsmót UMFÍ. Eftir að menn höfðu metið stöðuna og tekið ákvörð- un hefur verið unnið ötullega að undirbún- ingi mótsins. Íþróttalífið í sveitarfélaginu er kraftmikið og hérna eru ákjósanlegar að- stæður til að halda rnótið." Sú ákvörðun um að halda mótið hefur sjálfsagt komið af stað einhverjum fram- kvæmdum á Sauðárkróki? ,,Já, það er rétt og þær snúa kannski fyrst og fremst að íþróttaleikvanginum. Þær framkvæmdir hafa í flestu gengið samkvæmt áætlun og ganga mjög vel. Á íþróttaleikvangnum er verið að leggja „tartan“ á hlaupabrautirnar sem eru sex og eru þrjár þeirra upphitaðar sem mun reynast iþróttafólki og skokk- og gönguhópum vel yfir veturinn hér í Skaga- firði. Þá var allt gras tekið af knattspyrnu- vellinum og lagt nýtt undirlag og nýtt gras auk þess sem verið er að byggja áhalda- hús við völlinn. Þá er verið að gera ýmsar lagfæringar á sundlauginni auk annarra framkvæmda sem tengjast mótinu.“ Hvað gerið þið ráð fyrir að þessar fram- kvæmdir kosti ykkur? ,,Það er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar við íþróttaleik- vanginn verði u.þ.b. 115 milljónir. Sveitar- félagið samþykkti í mars 2002 að leggja 20 milljónir í verkefnið og svo var bætt við áhaldahúsinu sem kostar um 5 milljónir og sveitarfélagið tekur á sig. Svo koma inn aðrar minni framkvæmdir sem ekki eru á kostnaðaráætlun og fer Byggðarráð yfir þær. Þannig að kostnaður sveitarfélagsins verða einhverjir tugir milljóna. Við höfum fengið 30 milljónir frá ríkinu og eigum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.