Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 3
ritstjdrinn HHvaðan kemur öll þessi geta og allur þessi íslendingar eiga íþróttafólk í fremstu röð Það er með ólíkindum hversu góða íþróttamenn íslendingar eiga þrátt fyrir smæð þjóðar. Hvaðan kemur öll þessi geta og allur þessi kraftur? Er huga- far, vinnusemi og metnaður íslensku þjóðarinnar meiri heldur en hjá öðrum þjóðum? Ekki ætla ég að reyna að svara þessum spurningum að svo stöddu en það er ekki að undra að spurt sé því árangur t.a.m. frjálsíþrótta- fólksins Jóns Arnars Magnússonar, Þóreyjar Eddu Elísdóttur og Völu Flosadóttur, sundkappans Örns Arnarsonar, dansparsins Adams Reeve og Karenar Björgvinsdóttur, handboltalandsliðs karla og U-18 ára liðsins svo einhver dæmi séu nefnd hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum. Það sem ber kannski hæst um þessar mundir er árangur U-17 ára liðs karla og U-19 liðs kvenna í knattspyrnu en bæði liðin komust nýlega áfram úr sínum undanriðlum fyrir EM. Þá hefur árangur A-landsliðs karla og kvenna í undanriðlum EM í knattspyrnu ekki farið framhjá neinum. Stúlk- urnar leiða um þessar mundir sinn riðil og strákarnir áttu í fyrsta skipti möguleika að vinna sér þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Portúgal næsta sumar en töpuðu því miður fyrir Þýskalandi í síðasta leik. Skinfaxi sá ástæðu til að ræða við landsliðsþjálfara A-liðanna Loga Ólafsson og Helenu Ólafsdóttur um landsliðin og íslenska boltann. Líflegt og málefnalegt þing Sambandsþing UMFÍ, það 43 í röðinni, var haldið á Sauðárkróki helgina 19. og 20. október. Þingið var líflegt og málefnalegt en hart var tekist á um margar tillögur sem lágu fyrir þinginu enda mörg stórmál á dagskrá. Björn B. Jónsson formaður UMFÍ fékk einróma kosningu í formannskjörinu og Skinfaxi lagði fyrir hann nokkrar spurningar að þingi loknu. Landsmótið 8.-11. júlí 2004 á Sauðárkróki Annars ber Landsmótið á Sauðárkróki hæst í blaðinu. Undirbúningur er í fullum gangi og er eftirvæntingin mikil fyrir mótið í Skagafirði. Nýr og glæsi- legur íþróttaleikvangur verður tekinn í notkun og margar aðrar framkvæm- dir eru í fullum gangi. Sauðárkrókur verður enn betri bær að móti loknu eins og Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri í Skagafirði tekur fram í viðtali við Skinfaxa en Skinfaxi gerði sér ferð á Krókinn á dögunum og hitti þar nokkra valinkunna kappa sem koma að undirbúningi mótsins. Forystumenn UMFÍ á ferð um landið Forystumenn UMFÍ ætla að gera sér ferð um landið í vetur og er tilgangurinn að komast í meiri snertingu við og fylgjast með innra starfi héraðssambanda og félaga innan UMFÍ. Rætt verður óformlega við forystumenn héraðssambanda um starfið og einnig er ætlunin að hitta fulltrúa sveitarstjórna í sveitarfélögunum til að leggja áherslu á það mikla starf sem unnið er innan UMFÍ og fara yfir aðkomu sveitarfélaga að rekstri íþrótta- og ungmennafélaga í viðkomandi sveitarfélagi. Með kveðju Valdimar Tryggvi Kristófersson Það er Arndís María Einarsdóttir hlaupakona úr UMF Hfl Tindastóli sem prýðir forsíðuna og að baki hennar glittir í fjallið Tindastól. Það var Sigurjón Ragnar, w ljósmyndari Skinfaxa, sem tók myndirnar af Arndísi l , ^ og flestum öðrum viðmælendum blaðsins Skinfaxi RITSTJÓRI Valdimar Tryggvi Kristófersson LJÓSMyNDIR Sigurjón Ragnar og Páll Guðmundsson UMBROT OG HÖNNUN Valdimar Tryggvi Kristófersson FRAMKVÆMDASTJÓRI Sæmundur Runólfsson ÁByRGÐARMAÐU R Björn B. Jónsson AUGLýSINGAR Öflun PRENTUN Svansprent PRÓFARKALESTUR Aðalbjörg Karlsdóttir PÖKKUN Ás Vinnustofa RITSTJÓRN Anna R. Möller Vilmar Pétursson Sigurlaug Ragnarsdóttir Birgir Gunnlaugsson Ester Jónsdóttir STJÓRN UMFÍ Björn B. Jónsson Helga Guðjónsdóttir Anna R. Möller Ásdís Helga Bjarnadóttir Birgir Gunnlaugsson Björn Ármann Ólafsson Hringur Hreinsson Einar Jón Geirsson Einar Haraldsson Ingi Þór Ágústsson Jóhann Tryggvason UÍA SKRIFSTOFA SKINFAXA ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ UMFÍ FELLSMÚLA 26, 108 REyKJAVÍK SÍMI: 568-2929, FAX: 568-2935 NETFANG: umfi@umfi.is HEIMASÍÐA: www.umfi.is Ársáskrift af Skinfaxa kostar 1.796.- krónur Skinfaxi kemur út 4-5 sinnum á ári.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.