Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 24
Sigurður Guðmundsson í lok síðasta árs auglýsti UMFÍ eftir ungmennum 18 til 25 ára sem hefðu áhuga á að komast í nám við íþrótta- háskólann í Sönderborg á Suður-Jótlandi. Kom þar fram að UMFÍ hyggðist styrkja sex ungmenni til náms- ins. Viðbrögðin voru góð og eftir áramót héldu sex ungmenni utan til náms. Eftir þessi jákvæðu viðbrögð var leitað eftir frekara samstarfi milli UMFÍ og íþrótta- háskólans í Sönderborg. Hver önn tekur tvo mánuði og hægt er að stunda nám við skólann í sex, átta eða tíu mánuði. Fyrsti hópurinn sem fór út stundaði skólann í sex mánuði og kom því heim í júnílok. Um þessar mundir stunda átta íslenskir nemendur nám við skól- ann og aðrir átta fara síðan til náms strax eftir áramót. Eftirspurnin er því meiri en framboði og má með sanni segja að þessi samvinna UMFÍ og íþróttaháskólans við Sönderborg hafi slegið rækilega í gegn. Mjög vel hefur verið látið af skólanum eins og lesendur Skinfaxa geta komist að þegar þeir lesa grein Sigðurðar Guðmundssonar sem stundaði nám við skólann. Sig- uður var í fyrsta hópnum sem fór á vegum UMFÍ og kom heim í lok júní. íþróttaháskólinn í Sðnderborg slær í gegn Sigurður Guðmundsson stundaði nám í Sönderborg fyrir tilstilli UMFÍ íþróttaháskólinn í Sönderborg „Vinna, borða og sofa“ er lífsmynstur sem margir falla inn í. Einmitt svona var lífi mínu háttað um nokkurt skeið uns breyting varð á fyrir tilstilli styrks þess sem UMFÍ veitti mér. Á síðasta ári kom kærasta mín að máli við mig og stakk upp á því hvort við ættum ekki að leggja land undir fót og freista gæfunnar í Danaveldi í um árstíma. Ég ákvað að slá til, því ekki að prófa eitthvað nýtt? Fjórum mánuðum síðar vorum við skötuhjúin flutt til Kaupmannahafnar og komin með vinnu. Adam var þó ekki lengi í paradís og strax í desember að lokinni fimm mánaða dvöl fannst okkur við vera dottin inn í sama vinnumynstrið og heima á íslandi og lífið vera frekar tilbreytingarlaust frá degi til dags. Við vorum þó staðráðin í því að vera hér fram á sumar 2003 eins og fyrr hafði verið ákveðið. Það var svo lO.desember, tveimur vikum fyrir áætlaða brottför okkar til íslands í jólafrí að faðir minn sendir mér auglýsingu frá UMFÍ þess efnis að félagið hygðist styrkja sex ungmenni á aldrinum 18-25 ára til náms í íþróttaháskólanum í Sönderborg á Suður-Jótlandi. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum svo ég ákvað að prófa að sækja um en gerði mér þó engar sérstakar vonir um að fá styrkinn. Nokkrum dögum síðar tilkynnti Valdimar Gunnarsson, hjá UMFÍ mér að ég væri einn þeirra heppnu sem hefði verið úthlutað styrknum. Fréttin kom frekar flatt upp á mig og við höfðum ekki gert ráð fyrir neinum breytingum á lífi okkar í Kaupmannahöfn. Nú voru góð ráð dýr því að við vorum á leið heim í jólafrí, vorum búin að undirrita leigusamning langt fram í tímann og vorum bæði bundin í vinnu! Okkur fannst þetta þó vera það einstakt tækifæri að eftir nokkrar rökfærslur við vinnuveitandann sem og leigusalann gátum við samviskulaust sagt skilið við fyrra líferni í Kaupmannahöfn og freistað gæfunnar á Suður-Jótlandi í íþróttaháskólanum. Þeirri ákvarðanatöku sér hvorugt okkar eftir því tími þessi er tvímælalaust einn sá besti, reynslurikasti og eftirminnilegasti í lífi okkar. Kennararnir huga vel að heilasellunum Skólatímabilinu er skipt upp í þrjár annir þar sem hver önn varir í tvo mánuði og svo tekur ný við. Á fyrstu önninni velja nemendur tvær íþrótta- greinar eða tvö aðalfög sem þeir eru í í fjóra mánuði og við tímabilslok útskrifast þeir með þjálfararéttindi í viðkomandi íþróttagreinum. Meðal þeirra greina sem falla undir aðalfag eitt er handbolti, sund.badmington og ævintýramennska fyrir útivistarfólkið. í aðalfagi tvö er hægt að velja um

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.