Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.10.2003, Blaðsíða 18
Arndís María Einarsdóttir LANDSMÓT UIVIFÍ Þaö er mikill hugur og metnaður hjá Ungmennasam- bandi Skagafjaröar að standa sig vel á landsmótinu enda á nýjum og glæsilegum heimavelli. Skagfirðingar lentu í fjórða sæti í heildarstigakeppninni á síðasta landsmóti sem fram fór á Egilsstöðum 2001. Þeir sigr- uðu reyndar í frjálsíþróttakeppninni með giæsibrag en hafa mikla löngun til að sigra mótið á stigum. Skag- firðingar eiga marga frábæra frjálsíþróttamenn sem eru í allra fremstu röð hér á landi. Þá er efniviðurinn nægur og má þar m.a. nefna hlaupadrottninguna Arndísi Mar- íu Einarsdóttur sem er 17 ára en hefur skipað sér á stall með fremstu hlaupakonum landsins þrátt fyrir ungan aldur. Valdimar Kristófersson hljóp nokkra hringi á nýju hlaupabrautinni með Arndísi en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann fékk hana því til að setjast niður og ræddi við hana m.a. um nýjan íþróttaleikvang og lands- mótið. Aðstaðan breytir miklu fyrir þá sem æfa frjálsar hér í Skagafirði - segir Arndís María Einarsdóttir hlaupadrottning í UMF Tindastól Margfaldur íslandsmeistari í sínum aldursflokki Það eiga sjálfsagt margir ungir og efnilegir íþróttamenn eftir að láta Ijós sitt skína á landsmótinu á Sauðárkróki á næsta ári sem spennandi verður að fylgjast með. Arndís mun væntanlega keppa í 400, 800 og 1500 metra hlaupi og fróðlegt verður að sjá hvað hún gerir á mótinu. Arndísi er þegar farið að hlakka til mótsins en skyldi þetta verða fyrsta landsmótið sem hún tekur þátt í? Æfir þú mikið? ,,Já, ég æfi sex ,,Já, þetta verður fyrsta landsmótið mitt. Ég hef reyndar tekið þátt í unglingalands- mótum UMFÍ sem hafa verið mjög skemmtileg þannig að ég hlakka mikið til landsmótsins hér á Króknum. Ég er þegar farin að huga að mótinu og ætla að æfa vel fyrir það. Það á reyndar margt eftir að gerast fyrir mótið þ.e.a.s. mörg önnur mót sem ég ætla að einbeita mér að áður.“ Ég hef reyndar tekið þátt í unglingalandsmótum UMFÍ sem hafa verið mjög skemmtileg þannig að ég hlakka mikið til lands- mótsins hér á Króknum. Ég er þegar farin að huga að mótinu og ætla að æfa vel fyrir það. Það á reyndar margt eftir að gerast fyrir mótið þ.e.a.s. mörg önnur mót sem ég ætla að einbeita mér að áður. sinnum í viku og æfingarnar standa í 2-3 tíma í senn. Æfingar byggjast upp á löngum hlaupum, sprettum, hoppum, lyftingum, fimleikum o.fl. Þannig að það fer mikill tími í þetta en ég sé ekki eftir honum.“ Hvenær byrjaði þú að æfa hlaup? ,,Ég tók mín fyrst skref á hlaupabrautinni þegar ég var níu ára en byrjaði ekki að æfa af neinu viti fyrr en sumarið 2001 eftir að landsmótinu lauk á Egilsstöðum. Þá fór ég fyrst að æfa fyrir alvöru hjá Gísla Sigurðssyni frjálsíþróttaþjálfara." Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa hjá Arndísi því hún varð íslandsmeistari í sínum aldursflokki í 400 og 800 metrum 2002 og í ár varð hún íslandsmeistari í sínum aldursflokki í 800 og 1500 metra hlaupi. Þá varð hún í þriðja sæti í 800 metra hlaupi í meistaraflokki kvenna á meistaramótinu 2002.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.