Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Síða 5

Skinfaxi - 01.02.2006, Síða 5
Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ Auður í arfi Ágætu ungmennafélagar. Vítt og breitt um landið, í litlum félögum og stórum, í þéttbýli og dreifbýli, búa ungmennafélagar yfir miklum auði. Hér er ég ekki að tala um auð í formi peninga eða hlutabréfa, heldur auð í formi þekkingar og reynslu. Hér á ég við menningararfinn sem varðveist hefur meðal félagsmanna okkar, þekkinguna sem lærst hefur frá manni til manns. Þetta eru mikil verðmæti sem nýta má í smáu eða stóru til að styrkja nærumhverfið og samfélagið sem við búum í. Víða um land vantar afþreyingu fyrir ferðamenn, hvort heldur er um að ræða íslenska eða erlenda ferðalanga. Þetta fólk þyrstir í fróðleik og sögustundir, sýningar og kennslu í þvi sem var. Við eigum að halda til haga verkun og handbragði við matargerð fyrri tíma, aðferðum við byggingu torfbæja og viðhaldi þeirra svo að eitthvað sé nefnt. Það sem snýr ef til vill beint að okkur ungmennafélögum er varðveisla menningararfsins. Hvaða leikir voru á gömlu ungmennafélagsskemmtununum - var ekki farið í leiki og dans til skiptis langt fram undir morgun? Hvernig var fatnaður fólks, úr hverju var hann unninn og hvernig? Hver voru gömlu leikföngin (leggir, skeljar o.s.frv.) og hvernig voru leikirnir sem börn og unglingar ástunduðu áður fyrr? Ungmennafélagar og aðrir, nú er lag Nýtum okkur þennan arf í umhverfi okkar. Kennum öðrum, segjum frá og sýnum og komum þekk- ingu okkar áfram til komandi kynslóða. Verklag og handbragð, sem mörg okkar þekkja til sjávar og sveita og var með svipuðum hætti um aldir, hefur tekið örum breytingum hin síðustu ár og áratugi. Enn er, sem betur fer, til fólk sem kann hin gömlu vinnubrögð og það ætti að vera hlutverk þess að halda merkinu á lofti. Mikil umferð inn á heimasíðu UMFÍ Heimsóknir inn á heimasíðu Ungmennafélags íslands hafa aukist til muna sfðasta hálfa árið. Mikil umferð var á vefnum fyrir Unglingalandsmótið í Vík í ágúst sl. og fóru heimsóknir suma dagana yfir fimm þúsund. Að jafnaði eru heimsóknir inn á heimasíðuna um tíu þúsund á viku eða um 40 þúsund á mánuði, stundum undir því og aðra mánuði þó nokkuð þar yfir. Almenningur er í enn ríkari mæli en áður farinn að nota sér heimasíður stofnana, fýrirtækja og félaga og sækja sér þangað fróðleik og skemmtun af ýmsu tagi. Sér þess stað hjá UMFI sem víða annars staðar. Á heimasíðu UMFÍ er að finna ýmsan fróðleik, fréttir og nytsamar upplýsingar sem koma ungmennafélögum sem og öðrum í góðar þarfir. Uppfærsla á heimasíðu UMFÍ fer fram með reglulegum hætti svo að upplýsingar komi að sem bestum notum fyrir þá sem fara þangað inn. Heimasíðan er nokkurs konar andlit hreyfingarinnar og því er brýnt að hún sé í reglulegri skoðun og komi þeim sem þangað fara inn að sem bestum notum. Á heimasíðu UMFl er að finna aðgengi inn á ýmsar síður tengdar aðilum sem UMFÍ vinnur með. Næsta Unglinga- landsmót verður á Laugum í Þingeyjarsýslu um verslunar- mannahelgina og til að afla sér upplýsinga um mótin er hægt að fara inn á www.umfi.is/umfi/unglingalandsmot. Á 100 ára afmæli UMFI 2007 verður Landsmótið haldið í Kópavogi. Fyrir nokkru var opnuð heimasíða af því tilefni og er slóðin www.umsk.is/landsmot. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 5

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.