Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2006, Page 9

Skinfaxi - 01.02.2006, Page 9
 ♦ Efunglingum ersinnt koma efnin alltaf í Ijós Frjálsíþróttafólk tekur nýju höllinni í Laugardal fagnandi en varla er haldið mót þar öðru vísi en að sett séu met og/eða flestir bæti sinn persónulega árangur. Frjálsíþróttafólk var búið að bíða lengi eftir þessari aðstöðu og árangurinn lætur ekki á sér standa. Meistaramót [slands innanhúss 15-22 ára var haldið í byrjun febrúar og náðist á heildina litið mjög góður árangur í flestum greinum. Gísli Sigurðsson þjálfari hjá UMSS sagði aðstæðurnar í Laugardalnum hreint út sagt frábærar. „Maður er hreinlega með grátkökkinn i hálsinum yfir þeim aðstæðum sem íboðieru hér" sagði hann í samtali við Skinfaxa. „Það hefði verið gaman að því að hafa svona aðstæður þegar maður varyngri. Ég er handviss um að þessar aðstæður eiga eftir að lyfta frjálsum íþróttum upg á hærri stall. Þetta á eftirað verða íþróttinni til framdráttar til lengri tíma litið, ekki bara i bættum árangri heldur einnig í aukningu þátttakenda. Þessar aðstæðurýta undir það að fleiri börn og unglingar fari að æfa frjálsar íþróttir en áður. Stór hluti afstarfsemi okkar í frjálsu íþróttahreyfingunni er mikið mannahald á mótum og ég er viss um að það verður mun betra að fá fólk til starfa eftir að þessi aðstaða kom í Laugardalnum. í öllum tilfellum er þessi aðstaða mikil lyftistöng fyriríþróttina," sagði Gísli Sigurðsson. - Ertu sáttur við árangur þíns fólks á meistaramótinu? „Já, ég er mjög sáttur við hann. Ég er með íSkagafirðinum frekar lítinn hóp í unglingaflokki þessa stundina en hann æfirmjög vel og sýnir framfarir í hverju móti. Það er gömul saga og ný að alltafer mikill efniviður í Skagafirðinum. Efunglingunum er sinnt, þá koma efnin alltafí Ijós, en því er ekki að neita að boltaíþróttirnar njóta meiri vinsælda enn sem komið er. Þetta kemur þó til með að breytast þegar fram i sækir. Við erum með fyrir norðan um tíu krakka sem æfa mjög skipulega í unglingaflokkunum. Það eru mikil tugþrautarefni ístrákunum og stúlkurnar eru sömuleiðis mjög efniiegar. Nóg er af mótum fram undan og ég get ekki séð annað en að það sé bjartyfir frjálsum íþróttum heima íSkagafirðinum." Mæta með fjölmennan hóp að Laugum - Mætið þið ekki með fríðan hóp keppenda á unglinga- landsmótið að Laugum? „Að sjálfsögðu og stefnt verður að því að allir sem vettlingi geta valdið farið á mótið. Það er mikil tilhlökkun fyrir þátttöku eins og jafnan áður," sagði Gísli Sigurðsson hress í bragði.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.