Skinfaxi - 01.02.2006, Qupperneq 13
Meistaramót íslands í fjölþrautum:
Ungir og upprennandi báru sigur úr býtum
Meistaramót íslands í fjölþrautum fór fram
helgina 12.-13. febrúar í Laugardalshöllinni.
Spennandi keppni var bæði í karla- og kvenna-
flokki. Ungir og upprennandi frjálsíþróttamenn
settu svo sannarlega svip sinn á mótið.
íslandsmeistari í sexþraut kvenna varð
Ágústa Tryggvadóttir, Umf. Selfoss, með 4327
stig, í öðru sæti varð Jóhanna Ingadóttir, IR, með
4223 stig, og í þriðja sæti varð Brynja Finnsdótt-
irmeð4126 stig.
Jóhanna leiddi 800 metra hlaupið fyrir síð-
ustu greinina, en Ágústa kom rúmlega 13 sek-
úndum á undan Jóhönnu í mark og tryggði sér
sigurinn í þrautinni.
Mikil þarátta var milli Sveins Elíasar Elías-
sonar, Fjölni, og Halldórs Lárussonar, UMFA, um
sigurinn í sjöþraut karla. Sveinn hafði sigur með
60 stiga forskoti á Halldór, hlaut samtals 4910
stig og bætti íslandsmet drengja og unglinga
í greininni, en það var4672 stig í drengjaflokki
(Sigurður Karlsson UMSS 1997) og 4719 stig í
Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, setti
Íslandsmetí drengja- og unglingaflokki
á Meistaramóti íslands i fjölþrautum.
flokki 19-20 ára unglinga (Jónas Hlynur Hall-
grímsson FH 2001). Halldór varð í öðru sæti,
með 4850 stig, og í þriðja sæti varð Bjarni
Malmquist Jónsson, USÚ, með 4125 stig. Þess
má geta að Sveinn Elías er aðeins 16 ára gamall
og því óhætt að segja að framtíðin brosir við
honum.
Keppt var í sexþraut meyja og sjöþraut
sveina sem aukagreinum á mótinu og þarféllu
(slandsmet í báðum flokkum.
(sexþraut meyja sigraði Helga Margrét
Þorsteinsdóttir, USVH, með miklum yfirburðum
og bætti í leiðinni met systur sinnar, Guðrúnar
Gróu, frá sl. ári, um 380 stig, hlaut samtals 4466
stig.
í sjöþraut sveina hafði Einar Daði Lárusson,
ÍR, einnig mikla yfirburði og sigraði með sam-
tals 4612 stigum og bætti í leiðinni ársgamalt
met Sveins Elíasar í þeirri grein um 3 stig, en
það var4609 stig.
Danska landsmótið verður haldið í Haderslev í sumar:
Ógleymanleg og lærdómsrík þátttaka
r#
29/6 • 2/7
Landsstævne
haderslev2006
Danska landsmótið verður
haldið í bænum Haderslev á
Jótlandi dagana 29. júní til 2.
júlí í sumar. Eins og oft áður
stendur ungmennafélögum
hér á landi til boða að taka þátt
í þessu móti sem er stærsta
mót sem haldið er í Danmörku.
Mótið er haldið á fjögurra ára
fresti og er búist við að þátt-
takendur verði 40-50 þúsund
í sumar. Keppt verður í öllum
helstu íþróttagreinum, einstak-
lings- og hópagreinum.
Guðrún Nielsen íþrótta-
kennari fór ásamt tíu öðrum á
danska landsmótið sem haldið
var á Borgundarhólmi 2003.
Fleiri (slendingartóku þátt I
mótinu og skemmtu allir sér
hið besta.
íslensku þátttakendurnir
gengu allir saman inn á setn-
ingarathöfn mótsins, allir eins
klæddir og var þessi hópur sér-
lega glæsilegur.
„Þetta var alveg stórkostlegt
mót og greinilegt að mikill und-
irbúningur liggur að baki móti
afþessari stærðargráðu. Þarna
voru ógleymanlegar sýningar og
lokaatriði mótsins hverfur mér
seint úr minni. Aðbúnaðurinn
var mjög góður og i heild má
segja að þetta hafi verið meiri-
háttar ferð. Ég hvet alla til að
fara á landsmótið í Danmörku,
þar er mikið að sjá og þátttakan
er ekki síður lærdómsrík," sagði
Guðrún Nielsen og bætti við að
hún væri að velta því fyrir sér
að fara á mótið í Haderslev.
Allar nánari upplýsingar
um mótið eru veittar í þjón-
ustumiðstöð UMFI í Fellsmúla
26 eða á heimsíðu danska
landsmótsins, www.dgi.dk/
landsstaevne.aspx
SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands \ 3