Skinfaxi - 01.02.2006, Page 17
Sumarverkefni á vegum UMFÍ:
Fyrir ungt fólk í sumar
Sem endranær stendur Ungmennafélag íslands fyrir ýmsum
áhugaverðum verkefnum fyrir ungt fólk í sumar.
Ungmennavika NSU
Fyrsta má telja ungmennavikuna fyrirfólk
á aldrinum 16-25 ára en hún verðurað
þessu sinni haldin að Varmalandi í Borg-
arfirði dagana 9.-16. júlí í sumar. Um
100 ungmenni munu taka þátt í vikunni,
frá öllum Norðurlöndunum, en frá upphafi
hefur þessi vinsæla vika verið haldin til
skiptis í norrænu löndunum.
Ungmennafélag (slands hefur veg og
vanda afvikunni að Varmalandi í samvinnu
með norrænu æskulýðssamtökunum NSU.
Þema vikunnar að Varmalandi verður„orka
og jarðvarmi". Þátttakendur munu læra
og kynnast því hvernig (slendingar nota
orkuna. Farið verður í vettvangsrannsóknir
ýmiss konar og samhliða því skoðuð jöklar,
eldstöðvar og virkjanir.
Þema vikunnar er mjög áhugavert og
hefur vakið mikinn áhuga hjá þátttakend-
um sem eiga örugglega eftir að njóta ver-
unnar í Borgarfirði.
Þátttakan kostar 17.000 krónur og
innifalið í því er fæði og gisting.
Leiklistarnámskeið í
Færeyjum
Leiklistarnámskeið verður haldið í
Fuglafirði í Færeyjum dagana 12.-19.
júlí í sumar og er það opið fólki á aldrinum
18-25 ára. Mikilvægt er að þátttakendur
hafi reynslu í leiklist en þema vikunnar er
„söngleikir". Æskilegt er að þátttakendur
hafi takið þátt í söngleikjum. Námskeiðið
í Fuglafirði er hið síðasta af þremur sem
haldin verða.
Á námskeiðinu er kennt í þrjá og hálfan
tíma í senn, alls sjö tíma á dag. Markmiðið
frá upphafi hefur verið að fá mjög hæfa
leiðbeinendur og svo verður einnig í þetta
skipti. Með þátttökunni er tilvalið f leiðinni
að skoða Færeyjar sem bjóða upp á marga
áhugaverða staði og einstaka náttúrufeg-
urð.
Þjálfararáðstefna í
Þýskalandi
Þjálfararáðstefna verður haldin í Suður-
Slésvík í Þýskalandi dagana 10.-13.
ágúst. Ráðstefnan er ætluð þátttakendum
á aldrinum 18-35 ára og fer fram á ensku.
Ef þú ert leiðbeinandi eða þjálfari og
meðlimur í aðildarfélagi að NSU er þetta
tilvalið tækifæri til að skerpa á kunnáttu
þinni í þessum fræðum. Markmið ráðstefn-
unnar er að efla tengsl á milli þjálfara og
leiðtoga. Flún er ætluð þeim sem eru að
hefja störf á þessum vettvangi og eins
þeim sem hafa mikla reynslu.
Þátttakendurfá á ráðstefnunni tæki-
færi til að ræða saman um sameiginleg
vandamál sem ýmiss konar félagasamtök á
Norðurlöndunum standa frammi fýrir.
Leiðtogaskóli NSU
Hefur þú áhuga á að styrkja þig sem leið-
togi? Leiðtogaskóli NSU verður næst hald-
inn í Noregi í júlí 2006.
Þátttakendur eru á aldrinum 18-25 ára
og þurfa að vera með reynslu í félagsstörf-
um frá félagi sínu. Hver aðildarsamtök NSU
geta sent tvo þátttakendur. Möguleiki er
á að senda fleiri ef eitthvert samtakanna
nýtir ekki sæti sín.
í leiðtogaskóla NSU er boðið upp á fjöl-
breytta kennslu og mikið lagt upp úr virkri
þátttöku nemenda. Kennslan fer fram á
dönsku (skandinavísku) en það er mikil-
vægt að þátttakendur geti einnig tjáð sig á
enskri tungu.
Hægt er að kíkja á nánari upplýsingar á
heimasíðu NSU www.nsu.is eða
/umfi/upload/files/pdf/lederskole.pdf
Þeir sem hafa áhuga á að fara geta haft
samband við Valdimar (Þjónustumiðstöð
UMFÍ, valdimar@umfi.is
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2006.
Þjónustumiðstöð UMFÍ
(sími 568 2929) veitir
frekari upplýsingar
um ungmennavikuna,
leiklistarnámskeiðið,
þjálfararáðstefnuna og
Leiðtogaskólann.
SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 17