Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 25
Til stendur að sameina Ijögur félög á Isafirði Blaðið Bæjarins besta á (safirði segir frá því að til standi að sameina fjögur íþróttafélög á (safirði á næstu mánuðum að því er kemurfram í grein frá Héraðssambandi Vestfirðinga. Félögin, sem um ræðir, eru Skíðafélag (sfirðinga, Körfuknattleiksfélag (sfirðinga, Boltafélag (safjarðar og Sund- félagið Vestri. Undanfari sameiningarinnar voru viðræðurfélaganna um samræmingu iðkendagjalda og íþróttaæfinga barna yngri en 12 ára, til þess að þeim gæfist kostur á að æfa fleiri en eina íþróttagrein án þess að íþyngja forráðamönnum um of fjárhagslega. Kosin var sameiningarnefnd undir formennsku Gylfa Guðmundssonar og hefur hún unnið að skipulagningu sameiningarinnar. Reiknað er með þvi að hið nýja félag verði með framkvæmdastjóra á launum sem sjá muni um daglegan rekstur og hafi eftirlit með skipulagi og fjármálum deilda. Þá er vonast til að í krafti stærðar sinnar verði auð- veldara fyrir hið nýja félag að afla fjármagns. Stefnt er að því að félagið taki yfir alla þjónustu og verkefni sem HSV hefur sinnt og mun starfsemi héraðssambandsins þá leggjast af í þeirri mynd sem verið hefur. Kosið verður um sameininguna á þingi HSV 8. apríl nk. og gangi hún í gegn verðuröðrum íþróttafélögum á svæðinu boðin innganga. Nafn hefur ekki enn verið valið á félagið og er því aðstoð íbúa (safjarð- arbæjar vel þegin. Nýtt nafn er mikilvægt og eitt af því sem sameinar hópinn en notkun nafna og lógóa þeirra félaga sem ganga inn í hið nýja félag mun leggjast af og verður eftir það hluti af íþróttasögunni. Nokkrar hugmyndir að nafni hafa komið fram og vill sameiningarnefndin gjarna fá viðbrögð við þeim eða uppástungur um ný nöfn. Þau nöfn sem fram hafa komið eru Vestfirðingur, Vestri og ísfirðingur. Álit og uppástungur má senda á hsv@hsv.is merkt NAFNIÐ. „Upphaf þessa máls er að þessi fjögur félög eru yfirgnæfandi í skipu- lögðu íþróttastarfi, þ.e. þau eru með þjálfara á sinum snærum og skipu- lagðar æfingar. Fyrir um rúmu ári síðan komu umrædd félög á samræðum til að finna leið til að samræma æfingagjöld og gera þannig krökkunum kleift að stunda fleiri en eina íþróttagrein án þess að það yrði foreldrum um megn. Ég hélt utan um þessa vinnu og má segja að við höfum hrein- lega rekist á vegg því að við fundum enga leið út úr þessu. Sú nefnd sem að þessu starfaði gafst upp og upp frá því var farið að tala um hvort ekki væri best að stefna á sameiningu en það væri ef til vill eina leiðin til að gera þetta almennilega," sagði Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri HSV, í spjalli við Skinfaxa. Gunnar sagði ennfremur að mjög gott sé að börn fái tækifæri til að velja sér íþrótt sem hentar þeim, sumum hentar einstaklingsíþrótt en öðrum hópíþróttir. Það skiptir máli að þau finni sér íþrótt, sem hentar hverjum og einum, þá eru miklu meiri líkur á því að þau endist í íþrótta- iðkun til frambúðar. „Ég geri ráð fyrir að sameining félaganna verði samþykkt á þingi HSV sem haldið verður 8. apríl. Öll félögin eru búin að samþykkja þetta innan stjórna en eiga eftir að halda félagsfundi eða aðalfundi til samþykktar. Vonandi verður svo þetta endanlega samþykkt á þinginu í apríl en meiningin er að taka yfir starfsemi HSV og framkvæmdastjóri héraðs- sambandsins mun færast inn í þetta nýja félag,"sagði Gunnar Þórðarson. tímarit Ungmannafélags íslands 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.