Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2006, Side 28

Skinfaxi - 01.02.2006, Side 28
Ungmennafélagi í nærmynd - Anna Gerður Guðmundsdóttir HSÞ: Starfið lifandi oq í mörg horn að líta *Anna Gerður Guðmundsdóttir hefurveriðframkvæmdastjóri HSÞ frá því í ágúst sl. Hún er borin og barnfæddur Þingeyingur og eins og hún kemst sjálf að orði, alin upp í ungmennafélagshreyfingunni. Anna Gerður er menntaður kennari og kennir smíðar við Hafralækjarskóla samhliða starfinu hjá HSÞ. „Ég er mjög ánægð í vinnuumhverfi mínu innan héraðs- sambandsins. Það er í mörg horn að líta, starfið er lifandi og ég er alltaf að hitta fólk. Segja má að starfið innan HSÞ standi í blóma og við erum stolt af okkar fólki. Knatt- spyrnumenn íVölsungi og í Magna standa sig vel og eins frjálsíþróttafólkið en við erum í 1. deild sem segir sína sögu. Fólk héðan í glímunni stendur sig einnig vel. Við getum ekki annað en verið sátt og lítum björtum augum til framtíðarinnar. Við stöndum í ströngu en undirbúningur fyrir unglingalandsmótið er í fullum gangi og við hlökkum mikið til að takast á við það verkefni,"sagði Anna Gerður í samtali við Skinfaxa. Við fengum Önnu Gerði til að vera ungmennafélaga í nærmynd að þessu sinni. Fullt nafn: Anna Gerður Guðmundsdóttir. Fæðingarstaður: Húsavík. Heimili: Aðalból í Aðaldal. Maki og börn: Maki er Bjarni Höskuldsson og börnin Hall- dóra Kristín 15 ára, Guðmund- ur Helgi 12 ára, Jana Valborg 6 ára og Þráinn Maríus 2 ára. Aldur: 36 ára. Starf: Framkvæmdastjóri HSÞ og smíðakennari við Hafra- lækjarskóla. Bifreið: Landrover Discovery. Uppáhaldsmatur: Nauta- eða lambakjöt. Uppáhaldsdrykkur: Trönu- berjatoppur. Besti prentmiðillinn: Les Fréttablaðið og Mannlíf eða Nýtt líf. Besti Ijósvakamiðillinn: Horfi sáralítið á sjónvarp. Einfaldlega ekki tími til þess. Uppáhaldssjónvarpsþættir: Breskir sakamála- og spennu- þættir. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Jón Ársæll. Besta íslenska bíómynd sem þú hefur séð: Englar alheims- ins. Besta erlenda bíómynd sem þú hefur séð:The Rock. Besti leikari íslenskur: Hilmir Snær og Ingvar E. Sigurðsson. Besti leikari erlendur: Al Pacino, Mel Gibson og Sean Connery. Uppáhaldstegund tónlistar: Ég hlusta á mjög fjölbreytta tónlist. Kannski ekki mikið í þungarokkinu, en flest annað. Uppáhaldssöngvari: Hlusta mikið á nýja diskinn með GarðariThor. Robin Williams finnst mér góður, Mugison, Ragnheiður Gröndal og svona mætti lengi telja. Eftirminnilegasta augna- blikið: Fyrsta snertingin við börnin mín. Fyrirmynd: Kraftmikið dugn- aðarfólk. Fleygustu orð: Hroki er heimska. Áhugamál: Að ferðast með fjölskyldunni. Hvers gætirðu síst verið án: Heilsu og fjölskyldu. Hvað tækirðu með þér á eyðieyju: Allt sem ég mögu- lega gæti til að lifa af. Hvað er ómissandi: íslenska vatnið og góð heilsa. Fallegasti staður á íslandi: Það eru mjög margir fallegir staðir á íslandi en ætli ég nefni ekki Jökulsárgljúfur. Minnstæðasta atvikfrá Landsmóti: Þegar sonur minn 11 ára hljóp fyrsta sprettinn í boðhlaupssveit 17-18 ára og þeir urðu í öðru sæti. Ef þú ynnir milljón í happ- drætti:Tæki ég eldhúsið í gegn hjá mér. Hvað gleður þig mest: Fjölskylda og góðir vinir. Hvaða íslenskur íþrótta- maður stendur fremstur í dag: Eiður Smári er auðvitað frábær og svo finnst mér Þor- steinn Ingvarsson frjálsíþrótta- kappi alveg frábær. Ungur strákur sem er að gera mjög góða hluti. Besti íþróttamaður í heimi: Get ekki tekið einn sérstakan út. Finnst t.d. mjög gaman að horfa á þá sem eru að keppa á Gullmótunum ífrjálsum. Fallegasti karlmaður sem þú hefur séð fyrir utan maka: Mel Gibson t.d. Mottó í framtíðinni: Að nota þá reynslu sem á vegi mínum verður til að reyna að bæta mig sem manneskju. Eitt það versta í þeim efnum er að halda að maður sé komin á toppinn og geti ekki betur. 28 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.