Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 30
Fréttir úr hreyfingunni... Um 120 manns mættu á 84. héraðsþing HSK sem haldið var á Hótel Örk í Hveragerði 25. febrúar sl. Á þinginu var gefin út glæsileg ársskýrsla um starfsemi héraðssamband- sins á liðnu ári, sem er mynd- skreytt með hátt í hundrað myndum. í skýrslunni kemur fram að starfið var þrótt- mikið á liðnu ári, bæði innan HSK og aðild- arfélaga þess. Rekstur sambandsins gekk vel á síðasta ári og var hagnaðurinn 314. 052 kr., eftir afskriftir. Gestir þingsins voru Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, og fyrrverandi formaður HSK, Haf- steinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, og kona hans, Ragnhildur Ingvars- dóttir. Jóhannes Sigmundsson, Árni Þorgilsson, Einar Magnússon, Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Jónsson, allt fyrrverandi formenn Skarphéðins, voru einnig boðs- gestir, en þeir voru fulltrúar félaga sinna. Björn B. Jónsson veitti Guðríði Aadnegard, ritara HSK og for- manni Hamars, og Kristni Guðnasyni, formanni glímuráðs HSK og gjaldkera Umf. Ingólfs, starfsmerki UMFÍ. Miklar og góðar umræður fóru fram í fimm starfsnefndum þingsins og um tuttugu tillögur voru samþykktar á þinginu. Það mál sem mest var rætt í þingsal og starfsnefnd þingsins var vegna Unglingalandsmóts UMFÍ árið 2008, en sækja þarf um mótið fyrir 15. júní nk. Laugdælir,Trausti og Dalbúi lögðu sam- eiginlega fram tillögu á þinginu, þess efnis að stjórn HSK yrði falið að halda umrætt mót á Laugarvatni í samráði við Bláskógabyggð. Á þinginu kom fram að Sveitarfélagið Ölfus hefur þegar samþykkt íþróttamenn ársins 2005 hjá H5K ásamt formanni HSK, Gísla Páli Pálssyni. að sækja um að fá að halda umrætt mót í Þorlákshöfn í samvinnu við HSK og barst bréf þess efnis til skrifstofu HSK á dögunum. Niðurstaða þingsins var sú að stjórn HSK var falið, í samvinnu við þær sveitarstjórnir á sambandssvæðinu sem áhuga hafa, að sækja um Unglingalandsmót UMFÍ árið 2008. Það er greinilegt að mikill áhugi er til staðar á báðum stöðum að halda mótið. Stjórn HSK mun fjalla um málið á fyrsta fundi eftir þing. Það er stjórn UMFÍ sem ákveður endanlega hvar á landinu mótið fer fram og verður staðarvalið kunngjört á Unglingalandsmótinu á Laugum um næstu verslunarmannahelgi. Nánarverðurgreintfrá öðrum tillögum þingsins í næstu HSK-fréttum. « ) /7 Laugar í Dalasýslu er ákjósanlegur staður fyrir minni og stærri hópa, fyrirtæki, stofnanir og félagahópa til að halda árshátiðir, ráðstefnur og til hvataferða. Laugar er einnig tilvalinn staður til æfingaferðar fyrir íþróttafélög og margt fleira. Gisting og önnur aðstaða við allra hæfi. Upplýsingar í símum 434-1600/861-2660 eða á www.umfi.is Sigurður Sigurðarson, hestamaður í Geysi, var kosinn íþrótta- maður HSK 2005, en kjörið fór nú fram í fertugasta sinn. í lok þings var kosin átta manna stjórn og varastjórn sam- bandsins og 16 starfsnefndir HSK. Gísli Páll Pálsson, íþróttafélag- inu Hamri í Hveragerði, var endurkjörinn formaður sambandsins. Ingvar Hjálmarsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í varastjórn og var Fanney Ólafsdóttir, fyrrverandi formaður Umf. Vöku, kosin í hans stað. Stjórn HSKskipa: Formaður: Gjaldkeri: Ritari: Varaformaður: Meðstjórnandi: Varamenn: Gísli Páll Pálsson, íþróttafélaginu Hamri Bolli Gunnarsson, Umf. Baldri Guðríður Aadnegard, íþróttafélaginu Hamri Ragnar Sigurðsson, Umf. Þór Markús ívarsson, Umf. Samhygð Helga Fjóla Guðnadóttir, Hestam.fél. Geysi Bergur Guðmundsson, Umf. Selfoss Fanney Ólafsdóttir, Umf. Vöku Stjórn HSK vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu að undirbúningi þinghaldsins og er (þróttafélaginu Hamri, Hótel Örk og KB-banka sérstaklega þakkað samstarfið. 30 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.