Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 25
Uppskeruhátíð UDN
á Reykhólum
Margrét Jóhannsdóttir:
Þriðjudaginn 2. september 2008 lögðu
börn og unglingar frá UDN leið sína á
Reykhóla, á uppskeruhátíð sumarsins.
Komið var saman í grunnskólanum á
Reykhólum og byrjaði unga fólkið á því
að leika sér bæði í íþróttahúsinu og líka
úti. Fullorðna fólkið sat flest inni við að
ræða landsins gagn og nauðsynjar. Síðan
var tekið til við að grilla sér mat og
snæddu allir saman í matsal skólans áður
en verðlaunaafhending hófst.
í sumarbyrjun var haldið innanhúss-
mót í knattspyrnu fullorðinna á Laug-
um þar sem fjöldi liða tók þátt og
skemmtu allir sér vel. Sundmót UDN
var haldið í Grettislaug á Reykhólum 7.
júní og tókst vel, en ánægjulegt væri að
fá fleiri keppendur á mótin.
Haldin voru þrjú kvöldmót í surnar,
eitt í hverjum mánuði júní -júlí - ágúst
og voru samtals 84 þátttakendur á þess-
um mótum. Á uppskeruhátíðinni fengu
allir þátttakendur í kvöldmótunum verð-
launapening. Einnig voru veittir bikarar
í hverjum aldursflokki (einn fyrir stelp-
ur og einn fyrir stráka) í verðlaun fyrir
besta mætingu og árangur í heild á kvöld-
mótunum þremur. Lágmarksmæting
eru tvö kvöldmót til að geta fengið slík
verðlaun. Einnig var veittur bikar fyrir
besta afrek sumarsins á kvöldmótunum,
samkvæmt stigatöflu FRÍ.
Ungviðið hjá UDN
saman komið á
uppskeruhátíðinni
á Reykhólum.
Haldið var öldungamót í frjálsum
íþróttum 12. júlí og tókst það ágætlega
miðað við aðstæður en það rigndi eldi
og brennisteini á meðan mótið fór fram.
Mótið var haldið í tilefni af 90 ára afmæli
UDN. Íþróttahátíð UDN var haldin 13.
júlí og tókst vel en í lok móts tók að rigna
töluvert á keppendur.
UDN fór á Unglingalandsmót með 22
keppendur og voru þau til fyrirmyndar
og stóðu sig með sóma. Ungmennin
okkar tóku þátt í glímu, frjálsum íþrótt-
um, sundi og knattspyrnu. Þátttakend-
ur okkar í knattspyrnu voru allir í blönd-
uðum liðum (þ.e. að í liðunum voru
nokkrir frá okkur en síðan frá öðrum
félögum/héraðssamböndum) en þau
voru samt flest undir merkjum UDN,
nema strákar 11-12 ára hétu Lands-
bankaliðið.
Að lokum þakkar stjórn UDN öllum
fyrir þátttöku í starfi félagsins í sumar,
bæði keppendum og aðstandendum, því
að án þeirra væri starfið ekki mögulegt.
Verðlaunahafar voru eftirfarandi:
8 ára og yngri: Hafdís Ösp Finnboga-
dóttir, Björgvin Óskar Ásgeirsson og
Vignir Smári Valbergsson.
9-10 ára: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir
og Einar Björn Þorgrímsson.
11-12 ára: Sunna Björk Karlsdóttir og
Arnar Ingi Karlsson.
13-14 ára: Lísa Margrét Sigurðardóttir
og Magnús Bjarki Böðvarsson.
15-16 ára: Guðbjört Lóa Þorgríms-
dóttir og Óskar Samúel Ingvarsson.
7 7 ára og eldri: Ásdís Helga Arnars-
dóttir (enginn karlmaður tók þátt í
meira en einu móti).
Verðlaun fyrir bestu afrek sumarsins
hlutu:
Matthías Karl Karlsson fyrir spjótkast,
19,45 m, sem gefa 1089 stig.
Þóranna Hlíf Giibertsdóttir fyrir lang-
stökk, 3,43 m, sem gefa 843 stig.
Veittir voru verð-
launabikarar í
hverjum aldurs-
flokki og einnig
fyrir bestu mæt-
inguna og heildar-
árangur.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 25