Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 39
SPRON-skóIamót Fjölnis í Grafarvogi:
Met-
þátttaka í
SPRON-
skólamóti
Fjölnis í
handbolta
Hið árlega skólamót Fjölnis í hand-
bolta fór fram í þriðja sinn laugar-
daginn 6. september sl. Að þessu
sinni tóku allir grunnskólarnir átta í
Grafarvoginum þátt í mótinu og var
met slegið með þátttöku 57 liða.
Víkurskóli var eini skólinn sem
skráði lið í öllum aldursflokkum og
átti skólinn 18 lið af þessum 57.
Geri aðrir betur!
Mótið tókst framúrskarandi vel. Leikn-
ir voru yfir 80 leikir í Dalhúsum þennan
dag, á tveimur völlum. Yngstu krakk-
arnir byrjuðu að spila kl. 8:45 um morg-
uninn og svo tóku sífellt eldri krakkar
við og endaði mótið á úrslitaleikjum
krakka úr 9. og 10. bekk.
Húsaskóli vann
Keppnin var óvenju hörð þetta árið og
voru þrír skólar í fararbroddi, en það
voru Húsaskóli, Víkurskóli og Rimaskóli.
Svo fór að Húsaskóli vann, en Víkur-
skóli fylgdi fast á eftir. Var fyrst tekið til-
lit til fjölda unninna flokka og síðan til
fjölda stiga. Húsaskóli vann því farand-
bikarinn þetta árið en víst má telja að
Víkurskóli muni reyna að endurheimta
bikarinn að ári, enda hefur skólinn unn-
ið stórsigur undanfarin tvö ár og var
þetta árið eins og undanfarin ár með
mestan stigafjölda.
Sturla landsliðsmaður
kom í heimsókn
1.-2. bekkur, drengir og stúlkur,
kepptu saman og vann Víkurskóli þá
keppni. f drengjaflokki 3.-4. bekk vann
Rimaskóli og í stúlknaflokki 3.-4. bekk
vann Hamraskóli. Sturla Ásgeirsson
Á efstu myndinni eru drengir úr Víkurskóla
sem unnu í flokki 9.-10. bekkja.
Á myndinni í miðju eru steipur úr 6. bekk
Foldaskóla með bikara og verðlaun.
Á neðstu myndinni eru krakkar úr yngstu
aldursflokkunum.
landsliðsmaður kom í heimsókn á mót-
ið og afhenti 5.-6. bekkingum verðlaun
í 1.-3. sæti. Þar voru úrslitin í drengja-
flokki þau að Rimaskóli lenti í 1. sæti,
Korpuskóli í 2. sæti og Engjaskóli í 3.
sæti. f stúlknaflokki 5.-6. bekkjar var í
1. sæti Húsaskóli, 2. sæti Víkurskóli og
3. sæti Rimaskóli. f 7.-8. bekk vann
Húsaskóli bæði í stúlknaflokki og
drengjaflokki. f 9.-10. bekk vann Folda-
skóli i stúlknaflokki og Víkurskóli í
drengjaflokki.
Víkurskóli með bestu
umgjörðina
Rétt er að taka fram að Víkurskóli
var eins og undanfarin ár með albestu
umgjörð um sín lið, undir stjórn íþrótta-
kennara skólans, Hólmars Sigþórssonar.
Stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis
ákvað að heiðra Hólmar sérstaklega
fyrir framúrskarandi undirbúning,
umgjörð og þátttöku á mótinu.
Erum í sjöunda himni
„Við í stjórn handknattleiksdeildar
Fjöinis erum í sjöunda himni með þátt-
tökuna í mótinu sem hefur aldrei verið
meiri. Umgjörð mótsins var sérlega flott
og leikgleðin skein úr hverju andliti. Við
fengum Sturlu Ásgeirsson, landsliðs-
mann, til að koma og veita verðlaun og
setti heimsókn hans skemmtilegan svip
á verðlaunaafhendinguna. Það er tví-
mælalaust mikil vakning í handboltan-
um um þessar mundir og það á sér stað
aukning iðkenda í ákveðnum flokkum,"
sagði Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, for-
maður handknattleiksdeildar Fjölnis, í
spjalli við Skinfaxa.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 39