Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 2
SIÖURÐUR SIGURÐSSON: Áthugasemd um leiðbeiningar um hættu af völdum tundurdufla Út af grein hr. forstjóra Pálma Loftssonar í blöðum undanfarið, sem nefnist: „Leiðbein- ingar um meðferð tundurdufla" og hafðar eru eftir tundurdufla-sérfræðingi Breta hér, vil ég leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir þar við. í niðurlagi greinar þessarar segir svo: — „Tundurdufl. sem sökkt er í rúmsjó. er orðið með ö 11 u hættulaust eftir vikutíma. Og þó að þeim tíma liðnum komi í botnvörpu eða net, mun það ekki springa“. Það væri óskandi að þetta væri svo, en ein- mitt þetta atriði hefir verið umdeilt í þá átt, að þessu væri ekki treystandi. í Olsen’s Fisherman’s Nautical Almanak frá 1940, bls. 331, svo og í sama almanaki frá 1941, bls. 321, er svohljóðandi tilkynning, 1. málsgrein: „Torpedoes, Shells etc., found in fishing nets“. upp samninga að nýju af hendi ríkisstjórn- arinnar um þessi vandamál við yfirstjórn setu- liðs Bandaríkjanna, því að gera verður ráð fyrir að við þá sé að semja nú, þar sem þeir hafa fyrir augliti alls heims, tekið að sér vernd landsins. í upphafi þessara orða var getið um, að jafnvel strandlengjan sjálf væri ekki lengur á valdi landsmanna, í því sambandi má minna á að fyrir Austurlandi eru sker og boðar og straumar harðir á löngu svæði; úti fyrir strönd- inni eru tundurduflabelti eins og menn vita og mikið um rekdufl. Á allri þessari hættu- legustu strandlengju logar enginn viti frá Pap- ey til Glettinganess. Ber ekki að skilja her- vernd Bandaríkjanna svo, að einnig beri að semja um þetta atriði við þá? í aðalhöfn landsins er það orðið svo, að ís- lenzk skip fá ekki afgreiðslu fyrr en eftir langa bið og þá í einhverju horni hafnarinnar þar sem mjög erfiðlega gengur um afgreiðslu. Það ætti náttúrlega ekki að vera neitt sérstakt keppikefli fyrir sjómenn, að sækja sjóinn mjög fast nú á þessum tímum, en yfirleitt er það svo, að þeir kunna illa öllum óþarfa töf- VÍKINGUR Warning. — „Extreme care is necessary in cases where torpedoes, shells or bombs ai’e found in trawl or other nets, as they may still be dangerous even after being in the water a long time“. I 9. tölubl. Sjómannabl. „Víkingur“ þ. á. stendur sama málsgrein í íslenzkri þýðingu svohljóðandi: Tundurdufl á fiskimiðum. Aðvörun. — „Ýtrustu varúðar er nauðsyn- legt að gæta, í því tilfelli, að tundurdufl, eða aðrar sprengjur, skyldu koma upp í botn- vörpu eða öðrum fiskinetum, þar sem þau geta verið stórhættuleg, jafnvel þó þau hafi legið langan tíma í sjó“. Þessa aðvörun senda Bretar út til sinna fiskimanna, sennilega staðhæfða af sínum tundurdufla-sérfræðingum. Á sama tíma fá íslenzkir fiskimenn fullyrðingu um, að tund- um við störf sín, og það er ekki á valdi nema þeirra, sem allra flatastir liggja fyrir öllu erlendu valdi, að skilja ýmislegt í sambandi við hina marg um töluðu vernd. En eitt er víst og það er, að vel yrði þegið af sjómönnum ef ríkisstjórnin gæti hér einhverju um þokað með nýjum samningaumleitunum. Á einum útkjálka íslands bjó lengi gegn Dg góður bóndi. Það var Sigurður faðir Ólafs á Hellulandi á Hegranesi í Skagafirði. Þar var lengi vitalaust, en nú er viti þar yzt á nes- inu. Gamli maðurinn skildi svo vel þarfir sjó- mannanna og vissi víst af eigin raun hvers virði ljósið er fyrir sjófarendur í skammdegi og hríðarveðrum, að hann reisti á sinn eigin kostnað útbúnað til þess að hengja upp ljós- ker þegar skipa var von, og fylgdist svo vel með því, að alltaf logaði ,,meyjaraugað“, sem hann svo nefndi, er „Esja“ hin eldri sigldi þar fyrir og á meðan þess var þörf. Slíkir menn eru sannkallaðir vökumenn, er þannig hugsa til sjómannanna. Óskandi væri að hinir þjóðkjörnu varðmenn væru eins vel á verði um vandamálin varðandi siglingarnar á þeim tímum, sem nú fara í hönd. Á. S. 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.