Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 9
aðist danska eðlisfræðingnum H. C. Örsted
árið 1825 að vinna aluminium með efnagrein-
ingu. Sú starfsemi náði þó enn í mörg ár ekki
út fyrir veggi rannsóknarstofunnar.
Tveim árum síðar fann þýzki efnafræðing-
urinn Friedrich Wöhler aluminiumklorid, og
með því að blanda það hreinu kali, fékk hann
úr því grátt duft. En honum tókst ekki fyrr en
árið 1845 að vinna málminn og voru það smá
kúlur á stærð við títuprjónshöfuð.
Árið 1853 datt franska efnafræðingnum
Henry Sainte-Claire Deville í hug, að nota
grænlenskt Kryolit til þess, að lækka bræðslu-
mark þessara efna, og með því tókst honum
að vinna aluminium í stærri stíl en áður hafði
tekist.
Napoleon III. þóttist koma auga á það, að
með þessum nýja málmi mætti létta búnað
hersins að stórum mun. Hvatti hann því mjög
til rannsóknanna. Árangurinn varð þó ekki
eins góður og vonast var eftir, einkum af
þeirri ástæðu, að vinslukostnaðurinn nam um
5000 kr. í hvert kílógram. Hringla var smíðuð
úr aluminium handa syni keisarans og skeið-
ar og gafflar, er heiðursgestir við hirðina
borðuðu með, en venjulegir gestir urðu þá að
láta sér nægja skeiðar og gaffla úr skíru
gulli.
í Rosenborgarhöll í Kaupmannahöfn er
geymdur aluminium hjálmur, er Frakklands-
keisari gaf Frederik VII. Danakonungi. Frede-
rik VII. var mjög skrautgjarn maður en notaði
hjálminn sem dýrgrip einungis við hátíðleg-
ustu tækifæri.
Árið 1886 fundu tveir menn 23 ára gamlir
nálega samtímis en óháðir hvor öðrum, nýja
aðferð til þess að vinna aluminium með raf-
magni. Var það Ameríkumaðurinn Charles
Martin Hall og franskmaðurinn P. L. T. Hér-
oult. Með þessari nýju aðferð mátti vinna 1
kg. af aluminium fyrir 20 kr.
Hall og Héroult urðu þó að glíma við sömu
erfiðleikana og flestir aðrir miklir uppfinn-
ingamenn. Markaður var þá nálega enginn
fyrir aluminium. Dóu þeir báðir árið 1914, án
þess að sjá teljandi árangur af lífsstarfi sínu.
Það er ekki fyr en eftir 1914 að aluminium
verður áberandi nytjamálmur til iðnaðar. Nú
er það fimmti í röðinni á eftir járni, eir. blýi
og sinki.
Aluminium er sú málmtegund. sem einna
mest er af í jörðinni. Talið er, að meira en 12.
hluti, eða 8% jarðskorpunnar sé aluminium.
Er það blandað steintegundum, leir o. fl. en
finnst hvergi óblandað.
Venjulega er aluminium unnið úr bauxit. Er
það gulleitt smákornótt jarðefni, og brotið á
mörgum stöðum svo sem: Bresku og Hollensku
Guyane, Ameríku, Frakklandi, Ungverja-
landi, Júgóslavíu, Italíu og Rússlandi. í góðu
bouxit er 50—60% aluminium, 2—3% járn,
kísill og titan, afgangurinn er vatn.
Vinsla á aluminium er fremur flókin, fer
hún því einkum fram þar sem ódýr raforka er
fyrir hendi, t. d. Sviss, Noregi, Svíþjóð og
Ameríku.
Nálega öll aluminiumvinsla í heiminum er
háð grænlenzka kryolitinu. Með því að það
er alstaðar notað til blöndunar aluminiumefn-
inu við vinsluna, en við það fellur bræðslumark
þess úr 3000° C. niður í 900° C.
Árið 1906 fann Þjóðverjinn Alfred Wiem
að alúminíum blandað 4% eir og 0,5% magn-
ium var herðanlegt. Varð þetta nálega eins
mikilvægt fyrir alúminíumiðnaðinn eins og
herzla stálsins fyrir járniðnaðinn.
Alúminíum var léttur málmur, eðlisþyngd
2,7, með litlum styrkleika. Nú mátti auka
styrk þess nálega eftir vild.
Málmfræðingar allra landa tóku upp rann-
sóknir á þessu sviði, og mörg hundruð einka-
leyfi voru tekin á mismunandi alúminíum
blöndunum.
Málmar og efni sem mest eru notuð til þess
að blanda með eru: eir, magnium, kísill, zink,
mangan, nikkel og króm. Við blöndun þessara
eiginleika fær alúminíum nýja eiginleika, svo
sem aukinn styrkleik, aukna mótstöðu gegn
tæringu; það verður meðfærilegra við smíði,
við steypu o. s. frv. Sumar alúminíumblöndur
eru herðanlegar og ná beztu eiginleikum sín-
um á þann hátt. Steypt alúminíum er t. d.
miklu sterkara en steypujárn (pottur) og
smíðanlegt hert alúminíum brotnar ekki f.yrr
en við 42—58 kg. álag á mm2, svipað og mjúkt
stál, en það er aðeins Vá að þyngd.
Alúminíum var áður mjög veikt fyrir tær-
ingaráhrifum. En með nýjum blöndunum og
vinnsluaðferðum er það nú ómóttækilegra fyr-
ir áhrifum lofts og vatns en járn, og má t. d.
nota það í bjargbáta.
í nýtízku iðnaði eykst notkun alúminlum
hröðum skrefum. Hnappar, katlar, niðursuðu-
dósir, stór lagarker, véla- og búshlutir, raf-
orkuleiðslur. Allt er þetta gert úr alúminíum
og margt fleira. Það er á góðri leið með að
breyta öllum flutningatækjum og flutningum.
Mest er það notað í flugvélar, en einnig í
allskonar járnbrautarvagna og bifreiðar. —
Hinar sterku alúminíumblandanir skapa
möguleika fyrir stórauknum hraða við alla
flutninga. Hinar miklu hraðlestir U. S. A. og
Evrópu eru gerðar úr alúminíumblöndu. Við
Framh. á bls. 19.
0
VÍKINGUR