Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 3
dufl, sem kynnu að koma í þeirra net, séu með öllu óskaðleg, ef þau séu búin að liggja viku tíma í sjó. Þetta stangast allverulega á, í jafn mikil- vægu atriði og þessu. Sennilega hafa tundur- duflasérfræðingar Breta í Bretlandi fullgilda ástæðu til að vara fiskimenn sína mjög ein- dregið við þeirri hættu, sem geti stafað af tundurduflum eða öðrum sprengjum, þó að lengi hafi legið í sjó. Mér skilst, eftir því, sem ég hef heyrt um þessi brezku tundurdufl, að þó íkveikjan eyðileggist eftir hæfilega lang- an tíma í sjó, þá sé sprengjan í virku ástandi í mjög langan tíma og geti sprungið, ef duflið fær á sig þungt högg. Það má telja fullvíst, að þau tundurdufl, sem skotin eru niður á fiskimiðum botnvörpu- skipa, slæðast að mjög miklu leyti upp í vörp- ur skipanna. Það eru því miklar líkur fyrir því, í mörgum tilfellum, að menn verði þeirra ekki varir, fyrr en hleypt er frá pokanum og þá falla þau úr töluverðri hæð, niður á þil- farið. Einnig er ástæða að fullyrða, að það veiðist ekki eingöngu dufl, sem buin eru að liggja í sjó viku eða lengur. Ef þessari aðferð við eyðileggingu þeirra verður haldið áfram, þá má eins gera ráð fyrir, að í vörpuna komi þau dufl, sem nýlega er búið að skjóta niður, og hafi þau verið í virku ástanii pegar þeim var sökkt, virðist manni þau geta verið stór- hættuleg. Það er ekki rétt að slá því föstu, að alB hið mikla tundurduflarek hér við strendur lands- ins, séu brezk tundurdufl, slitin frá festum hér við land, heldur geti verið hér um að ræða þýzk dufl, svo og annarra þjóða, sem berast með straumum upp að landinu. Hver þorir að fullyrða, að slík tundurdufl séu óskaðleg, eftir að þau hafa verið skotin niður? Eftir stríðið 1914 til 1918 voru slys ekki ótíð af þessum orsökum í Norðursjó. Hér hefir aðeins verið rætt um hættu þá, sem stafað geti af tundurduflum, en er ekki einnig ástæða til að gera ráð fyrir, að aðrar sprengjur geti slæðst upp í botnvörpur. Hér við land hafa verið háðar sjóorustur -— á þessu vara Bretar sína fiskimenn við. Ég hefi nú gert hér samanburð á leiðbein- ingum, sem við íslenzkir fiskimenn fáum í þessum efnum, og Bretar gefa sínum fiski- mönnum. Er nú ekki tími til kominn, að rann- saka þessi mál til hlítar, í fyrsta lagi, hvort nauðsyn beri til að sökkva tundurduflum á fiskimiðum, og í öðru lagi ef það er nauðsyn- legt, að þá sé gefin út leiðbeining, sem að gagni megi koma, ef menn verða fyrir því óláni, að fá slík morðtól í net sín, en ég álít að þær leiðbeiningar er við nú höfum fengið, séu verri en engar, þar sem þær geta beinlínis verið til þess, að menn fari óvarlega með þess- ar vítisvélar en þeir annars hefðu gert, ef ekki væri búið að fullyrða að þær væru óskaðlegar. Það er illa farið, að jafn alvarlegt mál og þetta, er tekið jafn lausum tökum af ráðandi mönnum og raun ber vitni um. Sigurður Sigurðsson. Tvær stórmerkilegar tillögur Þeir, sem í fyrstu hafa trúað því, að Fram- sóknarflokkurinn yrði kjölfestan í þjóðfélag- inu, annarsvegar í fararbroddi með umbætur og framfarir, en hinsvegar gætti hófs og stefndi að friðsamlegum lausnum mála hafa orðið fyrir vonbrigðum. Lítilsvirðing Fram- sóknarmanna á réttum tillögum andstæðing- anna, er högg framan í andlitið á hverjum vel hugsandi manni. Nú alveg nýverið hafa komið fram á opin- berum vettvangi, tvær athyglisverðar umbóta- tillögur er varða alla landsmenn. Önnur er borin fram af Gísla Jónssyni fyrverandi vél- stjóra, þar sem hann varar við að 5 miljóna verðuppbótin verði gerð að eyðslueyri, en hvetur til að með þessum peningum verði stofnað hlutafé til þess að koma upp ábirnð- arverksmiðju fyrir allt landið, og bendir á leiðir til að fjárþurfa bændur þurfi ekki að verða fyrir óþægindum þótt fénu yrði þannig varið, en öllum augljós ávinningurinn af slíku framtaki í framtíðinni. Hin tillagan er um heppilega og réttláta lausn á kjördæmaskipulaginu, og er borin fram af Sigurði Kristjánssyni alþingismanni. Báðar þykja tillögurnar þær beztu, sem kom- ið hafa frá stjórnmálamönnum um langan tíma. Undantekning er þó blaðið Tíminn, sem hefir fjandskapast við tillögum þessum, sjáan- lega af þeirri einu ástæðu, að tillögumennirn- ir eru það, sem blaðið kallar — íhaldsmenn. En nú er svo komið, að Framsóknarmenn geta ekki lengur spornað við kröfum fólksins við sjávarsíðuna, næst mun það ganga sam- einað til kosninga um það sem nú skiftir mestu máli, en það er jafnrétti og réttlátt kjördæma- skipulag. ' Hy. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.