Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 31
Það er ekki minnkun að beygja sig viljugur, en
það er minnkun að láta aðra beygja sig nauðugan.
'Á'
Haustkálfar (íhlaup) í september og október boða
gott haust og vetur til jóla.
Klárt veður á Galli-dag (16. okt.) halda sumir
góðs vetrar teikn.
★
Klárt veður á Marteinsmessu (11. nóv.) rrferkir
frostavetur, þykkmikið snjóavetur.
Rauð jól: hvítir páskar. Hvít jól: rauðir páskar.
Kvöldroðinn bætir. Morgunroðinn vætir. Sjaldan
er gill fyrir góðu, nema úlfur á eftir renni.
★
Vaninn heldur manni í hlekkjum, en þörfin í bönd-
um.
H é r að avísur :
Vísa um Grímsey.
Hún er öll til enda strengd,
átján hundruð faðma á lengd;
til helftar breið, á þverveg þrengd, —
þessu valda björgin sprengd.
Drangey.
(Eftir Ólaf Sigurðsson Drangeyjar-sigmann) um
1750:
Ur hörðu grjóti og linum leir með list og framan.
Það var mönnum gagn og gaman,
að guð hefir hnoðað Di-angey saman.
Aratog frá Eyrarbakka og út í Selvog.
Af Eyrarbakka og út í Vog.
er svo mældur vegur:
Átján þúsund áratog
áttatiu og fjögur.
Um Bjarnarfjörð á Ströndum.
(Eftir Leirulækjar-Fúsa).
Bjarnarfjörður er suddasveit, —
sízt má ég þeirri hæla;
Óðinn valdi í þann reit
alla landsins þræla.
Landsgagn á Reykhólum.
(Eftir Eirík Sveinsson, nálægt 1885).
Söl, hrogn-kelsi, kræklingur,
hvönn, egg, dúnn, reyr, melur,
kál, ber, lundi, kalviður,
kofa, rjúpa, selur.
Vísur Látra-Bjargar.
Á Látrum.
Látra aldrei brennur bær, —
bleytan slíku veldur, —
allt þar til að Kristur kær
kemur, og dóminn heldur.
Brim.
Grundir, elfur, salt og sandur,
sjós með dunum,
undir skelfur allt af fjandans
ólátunum.
Brimið sti-anga óra er,
ymja drangar stórir hér,
á fimbulvanga glórir gler,
glymja ranga jórarnir.
Óveður.
Æðir fjúk á Ýmisbúk,
ekki er sjúkra veður.
Klæðir hnjúka hríð ómjúk,
hvítum dúki meður.
Langanes.
Langanes er ljótur tangi,
lygin er þar oft á gangi,
Margir bera fisk í fangi,
en fæstir að honum búa;
samt vil ég til sveitar minnar snúa
Áttavísur.
(Sunnlenzkar, um 1870).
Landsynningurinn veitir oftast vætui',
þíðir hann bæði þer og snjó
þann, sem vetur jörðu bjó.
Búmönnunum býsna þykir hann mætur.
Útsynningurinn er svo mikill glanni,
ber hann í sig býsna él,
birtir aftur næsta vel.
Mjög er hann líkur mislyndum manni.
Landnyrðingurinn liggur niðri á nóttum,
klár er hann og kaldur mest;
kindur margar lerkar verst,
mæðir þær í megurð og sóttum.
Útnyrðingurinn oftast er mjög kaldur,
færir hann snjó og fjúkin löng,
fyllir með þeim sunda-göng;
svalbrjóstaður sá er um allan aldur.
★
Ár 1827:
Jón Vídalín stýrimaður (stundum kallaður Indía-
fari), bróðir Geirs biskups, gekkst fyrir stofnun
samskotasjóðs til styrktar uppgefnum íslenzkum
sjófarendum. Var áskorun hans vel.tekið, einkum
hér sunnanlands. (Árbók Reykjavíkur).
'k
Fyrirlitningarbros særir oft meira en hvössustu
orð eða eggjárn.
Tnilofunarhríngar,
Borðbúnaður,
Tækifærisgjafir
i góðu úrvali.
Guðm. Andrésson, gullsmiSur
Lautraveg 50,’. Sími 3769
81
VÍKINGUR