Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 6
Tilraunir með skoíheld byrgi Á síðasta þingi Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, var talsvert rætt um öryggismál í sambandi við utanlandssiglingar íslenzkra skipa. Var mönnum það ljóst, að ekkert væri fullöruggt til varnar gegn hernaðarárásum þeim, sem gerðar hafa verið á skipin. Hins vegar þýddi ekki að leggja ár- ar í bát og segja „allar öryggisráðstafanir eru gagnslausar". Á þinginu var kosin þriggja manna nefnd: Konráð Gíslason, Sigurður Sigurðsson og Þorvarður Björnsson, átti nefndin að gera allar mögulegar tilraunir er verða mættu til öryggisauka. Ilafa nefndarmennirnir lagt í þessar tilraunir mikla vinnu og birtist hér niðurstöður þeirra um árang- urinn. Hinn 25. ágúst 1941, varð Eiríkur Kristó- fersson skipherra v/s „Óðni“ við þeirri beiðni okkar að skjóta af riffli, sem hafður er til að granda með tundurduflum, á tilraunakassa, sem gerðir höfðu verið í því augnamiði, að finna hið haldbezta og léttasta efni, er að gagni mætti koma við klæðningu stýrishúsa og loftskeytaklefa togara og hinna smærri skipa, til þess að gera þau sem öruggust byrgi fyrir vélbyssuskotum og sprengjubrotum. Tilrauna- kassarnir voru svo, sem sjá má af myndunum I—V og voru þeir þannig gerðir: I 6 mm járn, 65 mm hár og 25 mm tré. II 6 mm járn, 25 mm hár, 25 mm tré, 25 mm hár og 25 mm tré. III 3 mm járn, 25 mm tré, 25 mm hár, 5 mm járn, 25 mm hár og 25 mm tré. IV Sag og sementssteypa í 6 mm þykkri járn- pönnu. V Asfalt og grjótmulningur í tré-ramma með 2 mm járnbaki. Skotið var nikkelkúlum á 30—35 metra færi, tveimur kúlum í hvern kassa og sneru þeir þá þannig að járnið vissi að skyttunni. Kúlurnar fóru ekki í gegn nema á kassa V, að öðru leyti vísast nánar til þessa á myndunum. Kúlurnar höfum við merkt með bókstöfunum A, B og C og táknar A eldkúlu, B nikkelkúlu og C koparkúlu. Kössunum var nú snúið við þannig, að tréð, sement og asfalt sneri að f kvttunni og var skotið einu skoti á hvern kassa. Kúlurnar fóru í gegnum I og II en ekki í gegnum hina svo sem sjá má af myndunum. Tilraun þessi gaf okkur svo góðar vonir að nauðsynlegt þótti að reyna aftur og þá sér- staklega af þremur ástæðum: 1) að við frétt- um að til væru stálkúlur, sem væru mun sterk- ari, 2) að líkur voru taldar á að ull væri betri en hár og 3) að tróðið í kössunum var haft VXKINGUR Skotið var stálkúlum af riffli, sem setur 2000 ft/sek. Skyttan var enskur liðsforingi, Colston að nafni. Skotfærið var hið sama og 25. ág., eða um 35 metrar. Kúlurnar fóru mót- stöðulítið í gegnum alla kassana, og svo lítil áhrif hafði þessi fyrirstaða á kúlurnar, að eftir að hafa farið í gegnum kassana og inn í grá- stein, sem var á bak við, var hægt að skera gler með oddi hennar. Við töldum því litlar líkur til þess að hægt mundi að hindra stálkúl- ur, en hinsvegar var okkur sagt, að slíkar kúl- ur væri næsta sjaldgæfar, sökum þess hversu dýrar þær væru. Við töldum þó fulla ástæðu til þess að halda áfram tilraununum, ef takast mætti að verj- ast fyrir hinum öðrum kúlutegundum, þ. e. eld-, nikkel- og koparkúlum. Þá var okkur ennfremur sagt, að koparkúlur væru kraft- minnstar þessara kúlna, og töldum við því nægjanlegt að reyna hinar tvær tegundirnar. Næst var því lagt upp 31. ágúst, og var þá farið með 8 tilraunakassa, fyrst og fremst þá sömu, sem notaðir voru 28. ág., að undan- tekinni sagsteypunni, sem sýnd er á IV mynd. Þá létum við og glerrúðu í kassann, sem sýnd- ur er á VII mynd. Hinir kassarnir voru svo sem sjá má af myndum I, X, XI og XII. Hefir I. mynd áður verið lýst. X mynd 3 mm járn, 25 mm kork, 2 mm járn, 25 mm sandur, 25 mm kork og 25 mm tré. XI mynd er 3 mm járn, 25 mm kork, 25 mm járn, 25 mm sandur, 25 mm kork og 25 mm tré. XII mynd er 2 mm járn, 25 mm kork, 25 mm sandur, 25 mm kork og 25 mm tré. Skotið var eld- og nikkelkúlum á ca. 90 m færi af riffli, sem setur 2000 ft/sek. Árangur- inn varð sá, að eldkúlurnar fóru í gegnum VI, VIII og XI, á X og XII var aðeins skotið nikkelkúlum, og fóru þær í gegn, en ekki í gegnum hina kassana, sem einnig var skotið á með sömu tegund kúlna. Þá var skotið á VII þrem stálkúlum og fóru þær í gegn, en tvær þeirra breyttu stefnu og brotnaði önnur þeirra og ko má hliðinni út úr, á I var skotið þrem eld- kúlum og fjórum nikkelkúlum og fór engin í gegn. Af þessari reynslu þóttumst við geta dregið þá ályktun að ull væri verra „tróð“ en hár. Hinn 7. sept. voru reyndir 4 kassar, sem allir voru eins og VI. mynd sýnir, en í þá var látið mismunandi „tróð“: 1. bómull; 2. táinn 0

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.