Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 4
Hópsiglingar um hættusvæðin Vegna þýzkra kafbáta, víkingaskipa (raid- ers) og flugvéla, cru siglingar um höfin nú mjög hættulegar Bretum og bandamönnum þeirra. Eina færa leiðin til þess að koma ferð- litlum farmaskipum nokkurn veginn örugg- lega á áfangastað, er með því að sigla þeim í hópum í herskipafylgd. Mesta siglingaþjóð heimsins, Bretar, missir nú fleiri skip en hún sjálf getur smíðað. Og er það talið vegna vöntunar á góðum fylgdar- skipum. — Með farmaskipunum tapast svo ógrynni af vörum og ýms verðmæti sem ekki er hægt að bæta. Teikningarnar, sem fylgja þessuni línum eiga að sýna meðal stóra skipaiest brezka, 58 skip, og árásaraðferðir þýzku kaíbátanna. — otyðst teiknarinn við upplýsingai um það, er geiist nú nálega daglega einhv-/s staðar á h< funum. Með þessum flota eru fylgdarskipin fleiri en venjulega. Fimm tundurspillar, eitt hjálp- arbeitiskip og einn flugbátur. Þó er þetta talið varla helmingur þess sem vera þyrfti, til þess að kafbátarnir sæu sér ekki fært að ráðast á skipaflotann. Skipunum er oftast raðað þannig að hrað- skreið og vel vopnuð farmaskip eru höfð í hornunum. Þau, sem hafa verðmætasta farm- inn, svo sem olíu, flugvélar eða önnur nauð- synleg hergögn, eru höfð í miðju. Vörn flot- ans er stjórnað frá hjálparbeitiskipinu, sem fer á undan. Á flaggskipinu, sem er í miðri fremstu röð, er aðalskipstjóri flotans. Stjórn- ar hann hraðanum og segir til hvernig sigla skuli. Megin gallinn á þessum flotasiglingum er það, að mikill verðmætur tími fer til spillis. Fyrst fer tími í að koma öllum skipunum á einn affararstað. Þá þarf að semja áætlun um ferðina; en svo kemst flotinn ekki hraðara en það skipið, sem hægast fer, og við það verður áætlunin að miðast. Meðal siglingahraði mun vera um 9 mílur á vöku. Þá er svona saman þjappaður skipafloti gott skotmark fyrir óvin- inn, einkum orustuskip, ef þau komast í færi. Talið er, að kafbátarnir þýzku haldi sig margir saman, og ráðist á skipalestirnar allir í einu. Ná þeir með því mestum árangri. Árásartíminn er einkum á nóttunni, og sé flotinn mjög hægfara, geta sömu kafbátarnir VIKINGUR 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.