Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 18
Þrjátíu miljónir lánsamra sálna, vita ekki að þœr eiga í ófriði. Stytt árrássneska blaðinu ,Pravdal Jafnve i/ / • Ixinverjarnir vita það ekki Kennararnir í skólum vorum segja nem- endum sínum að íbúar Kínaveldis séu 350.000.000 milljón manns. En þeir hafa rangt fyrir sér. En það er hægt að fyrirgefa þeim, vegna þess að Kínverjarnir vita það ekki heldur. Það hefir aldrei verið hægt að fram- kvæma þar neitt manntal, nema á tiltölulega mjóu belti, 50—100 mílur frá ströndinni, og hefir heldur aldrei verið reynt. Stjórn Chiang-Kai-shek hefir ráðgert að láta fara fram ítarlegt manntal eftir stríðið. Það er talið, að til að koma talningunni í framkvæmd, veiti ekki af miljón mönnum, og það myndi taka minnsta kosti eitt til tvö ár, þótt notuð yrði bæði flugvjelar og útvarp. Þrátt fyrir það, sem okkur hefir verið kennt, þá geta íbúar kínaveldis verið 400 eða jafnvel 500 milljónir. Síðustu þrjú árin hafa Kínverjar staðið í grimmri styrjöld, en þó munu 30 milljónir Kín- verja í norðvestur horni hins guðdómlega ríkis reka upp mesta furðusvip, ef þú segir þeim frá innrás Japana. Þessar lánsömu 30 milljónir eiga heima á landtungu þeirri í Kína, sem liggur inn á milli Innri-Mongólíu og Efra-Tibet. Fjallabelti aðskilja þetta norðvestur hérað frá báðum næstu nágrönnum. Mun fólkið, sem þarna býr, ekki skilja mállýzku þá, sem töluð er handan við fjallgarðinn, og ennþá síður í öðrum héruðum Kína. Su-lo fljótið, sem getið er um í mörgum þjóðsögum, rennur í gegnum þetta norðvestur hérað. Það er talið, að nornir búi í fljótinu, og litlu krökkunum í Suður-Kína er þannig sagt frá ánni, sem þau munu aldrei fá augum litið. Aðeins örfáir Kínverjar frá Suður-Kína hafa komið svo langt að sjá land Su-lo árinnar. Á bökkum fljótsins stendur hin gamla borg Ansickow, tólf þorp, hálf borg, án járn- brauta, án kvikmyndahúsa, útvarpslaus, og það, sem meira er um vert, laus við stríðið. Kínverskur férðamaður, sem nýlega kom VÍKINGUR til Chungking frá Ansichow, sagði söguna af þessu lánsama fólki við Su-lo fljótið. Hann er meðlimur kínversku stjórnarinnar, og var sendur þarna norður í hérað til að kaupa mat- væli og hráefni fyrir stjórn Chiang Kai-shek. Fólkið í kringum Ansichow ræktar mikið af hrísgrjónum, hænsum og framleiðir fallegan heimaunnin fatnað. Þeir láta kínversku stjórn- ina fá þetta í skiftum fyrir ýmsa skran iðnað- arvöru svo sem hnappa, hnífa, leðurvörur, Ev- rópiska hatta o. fl. En þeir hafa enga þörf fyrir útvarp, sem þá ekki langar til að hafa og sem þeir ekki skilja. Þar af leiðandi vita þeir ekkert um stríð- ið, þótt þeir byrgi þjóð sína upp af ýmsum stríðsnauðsynjum. Ekkert fréttablað að sunnan nær að kom- ast til Ansichow eða héraðanna þar í kring. Það er þarna aðeins eitt bæjarblað, sem hefir komið út einu sinni á mánuði síðustu 187 ár- in, en í því eru aðeins ræddar nýjungar sem viðkoma nágrenninu, stjórn bæjarmálanna og almennustu viðskiptamanna þarna á staðnum og það sem Confúciusar prestarnir hafa að segja um daglegt trúarlíf manna. Þegar stjórnarembættismaður, sem var að ferðast þarna, skýrði ritstjóranum frá kín- versk-japanska stríðinu, sagði ritstjórinn, eldri Confuciusar áhangandi, að hann efaðist ekki að stjórnarembættismaður hefði satt að mæla, en það myndi ekki gera neitt til né frá fyrir íbúana þarna, og þessvegna ekki hafa neina þýðingu fyrir þá. Næsta blað, sem hefði átt að vera fullt af fréttum frá stríðinu, minntist ekki á það einu orði. Helztu fréttirnar í því voru um flóð í Su- Ló ánni, sem höfðu valdið talsverðum spjöll- um í nokkrum smærri þorpum. Þetta voru fréttir, sem varðaði íbúana þarna miklu meira. Prentararnir tóku blöðin út úr hinum gömlu handsnúnu vélum, án þess að þau flyttu neina frétt um stríðið við Japan, og líf- ið þarna hélt áfram sínum vana gang. 18

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.