Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Blaðsíða 12
Fréffir úr versföðvunum Sjómannablaðið Víkingur ætlar fram- vegis að birta yfirlitsfréttir frá ver- stöðvunum. Tekinn verður fyrir ein- hver ákveðinn landshluti í einu. Vænt- ir blaðið, að umboðsmenn þess, og á- hugamenn á hinum ýmsu stöðum, sendi blaðinu greinargóðar fréttir um störf og afkomu sjómanna í nágrenni sínu. Eins að leiðrétta missagnir, ef fyrir kunna að koma. Þórshöfn. Þaðan hefir alltaf verið talsvert úlræði á sumrin. í sumar hafa gengið þaðan fjöldi báta, bæði þilfarsbátar og trillubátar. Sjó- sókn e rþarna góð en afli hefir yfirleitt verið tregur. Þar af leiðandi hefir oft gengið treg- lega að fá fisktökuskip til að koma þarna og sætta sig við að bíða fermingar. Færeysk skip hefir þó að öllu jöfnu verið hægt að fá til fiski- kaupa, og að því hefir verið mikill stuðninguv, og hafa menn getað fengið sæmilegt verð fyr- ir afla sinn. Raufarhöfn. Þaðan ganga 3 þilfarsbátar og 13 trillubát- ar. Á hverjum bát eru þrír til fjórir menn, flestir úr þorpinu. Róið er rétt austur og út í flóann. Sjósókn er þarna ekki hörð. Meðan á síldveiðum stendur starfa menn aðallega við verksmiðjuna. Eftir að síldveiði þrýtur, er oft erfitt að fá beitu. Næst ekki í hana nema endrum og eins, aðallega frá Þórshöfn. Afli hefir verið um þetta eitt skpd. á bát í róðri. Þetta er ekki nægur afli til að það þyki borga sig að senda þangað fisktökuskip. Fiskurinn er því saltaður, en við það verður lítil not af öðrum fiski en þorski. Salt er þarna nægilegt í verksmiðjunni. Fiskurinn er keyptur á 35 aura kg. með hrygg. Hraðfrystihús er verið að byggja á staðnum, upp úr gömlu íshúsi. Kópasker. Þótt staður þessi virðist vel til fallinn að stunda þaðan róðra, er þaðan ekkert útræði, nema hvað eitthvað er róið til hrognkelsa á vorin. Aftur á móti eru þarna margir góðir og gildir bændur. Húsavík. Þaðan hefir verið mikil sjósókn í sumar, og róið alla daga jafnt, nema að lítið var um róðra meðan á sláturtíðinni stóð. Húsvíking- ar eru duglegir og vinnusamir menn og hafa VÍKINGUR ítök bæði á sjó og landi. Eru gerðir þarna út 24 trillubátar og 6 þilfarsbátar. Afli var góð- ur fyrst í sumar, en fremur tregur seinni part- inn. Róið hefir verið út með Tjörnesi, austur að ál, og út að Rifstanga á hinum stærri bát- um. Var aflinn oft þetta 5—7 þúsund pund á þilfarsbáta og 1—5 þúsund á trillubáta. Á hverjum bát eru 4—5 menn á sjónum og á einum trillubátnum hefir maður róið einn á bát, og er hann sagður hlutarhæstur. Aflinn hefir að mestu leyti verið seldur í fisktökuskip. Frá júlíbyrjun til september- loka, hefir þannig verið fluttar út þarna rúm- ar 1400 smálestir af hausuðum fiski, en saltað- ar tæpar 200 smálestir. Það hafa aðallega ver- ið Færeyingar sem keyptu þarna fisk til út- fluttnings, en íslenzk skip eru byrjuð á því upp á síðkastið. Flatey. Gerðir eru þar út 13 bátar, þar af þrír þil- farsbátar. Flateyingar stunda að sínu leyti sömu mið og Húsvíkingar, og hafa siglt þang- að með fisk sinn þegar þeir hafa komið því við í fisktökuskip, sem þar hafa legið. Grímsey. Þaðan eru gerðir út tveir þilfarsbátar, 9 trillubátar og margir árabátar. Afli var treg- ur í sumar, en í september og það sem af er október, hefir verið þarna mikið handfæra fiskirí, svo menn muna varla annað eins. Hef- ir það komið fyrir oftar en einu sinni, að 5 menn hafi dregið 6—7 þúsund pund yfir dag- inn. Mestur hefir aflinn verið norður af eyjunni. Er aflinn allt saman ríga þorskur, og hefir hann verið saltaður. Nokkuð hefir veiðst af smokk þarna og hefir hann verið notaður í beitu. Eyjaf jörður. Sjómenn og útgerðarmenn við Eyjafjörð, hafa raunverulega tapað sumrinu, hvað snert- ir afla og afkomu. Veldur bæði fisktregða og vöntun á skipakosti til að flytja út fiskinn. Ekkert kassaskip hefir komið til Eyjafjarðar síðan í byrjun ágúst í sumar. í útgerðarstöð- um við Eyjaf jörð hefir því lítið eða hreint ekk- ert verið róið í sumar. Mönnum hefir ekki þótt borga sig að fara á sjó, bæði er saltið svo dýrt og ekki hægt að koma í verðmæti mikið af þeim fiski sem veiðist. 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.