Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Page 11
GUÐM. ODDSSON: Þorlákur Guðmundsson sexiugur Það er margt, sem mætti segja og rita urn marga af okkar atorkusömu sjómönnum, sem stritað hafa æfilangt að fiskiveiðum við strend- ur íslands og flutt björg í bú síns eigins og svo ekki sízt til þjóðarbúsins. Og þó finnst manni að sumir beri þar sérlega af og er mér óhætt að fullyrða, að svo sé með Þorkel Guðmundsson, er nú fyllir sín 60 ár, en þar af 46 ár á sjónum. Þorkell er viðkunnur maður meðal sjómanna að drengskap og prúðmennsku. Uann hefir lengsi af verið með hinum happasæla skipstjóra Guð- mundi Þorláki Guðmundssyni eða nú hin síð- ustu 18 ár. Ég hefi þekkt Þorkel síðan ég var barn, en oftast undir nafninu „Keli gamli“. Þetta nafn ber hann nú með rentu, því að vart er nú til í okkar sjómannastétt eldri maður í starfi en Þorkell Guðmundsson. Við áttum tal saman fyrir nokkru og leyfði hann mér að punkta niður eitt og annað úr sam- tali okkar. En þar sem tími var naumur er þetta aðeins spegilmynd af hans viðburðarríka sjó- mannalífi. Þorkell Guðmundsson er fæddur 31. marz 1882, að Seltjarnarnesi, Árneshreppi, Stranda- sýslu. Sjómennskuna byrjaði hann 14 ára gam- all á árabátum frá Gjögri við Reykjafjörð. 16 ára gamall réðst hann á Ófeig hið nafnkunna hákarlaskip frá Ófeigsfirði, og var þar í þrjár vertíðir. Það var enginn meðalmennska, sem komst að í slíkum svaðilferðum, og því eins- dæmi að óharðnaðir unglingar væru teknir með í slíkar ferðir. Það yrði of langt mál hér, að fara að skýra frá þessum ferðum út af fyrir sig en benda má á ágæta grein um hákarlalegu á Ófeigi eftir Guðmund frá Ófeigsfirði, sem birtist í ágúst- hel'ti Víkingsins 1940. Síðan réðist hann á handfæraskipið ,,Lydia“ frá ísafirði, eign Árna Jónssonar og var hún með fyrstu skútunum, sem til ísafjarðar komu. „I þá daga var nú ekki greitt að göngu að komast í verið“, segir Þorkell. „Við urðum að fara gangandi með þær pjönkur, sem við kom- umst með, yfir Ófeigsheiði niður í Hraunadal við Isafjarðardjúp, síðan út Snæfellsströnd að Gullhúsum, en þar sat maður um ferð yfir djúp- ið með sexæringum, er voru að fara í verið. Kvenfólkið fékk nú einnig að finna fyrir þess- urn erfiðleikum. Eitt sinn fór ég ásamt þrem stúlkum yfir heiðina að Ármúla við ísafjarðai'- djúp. Þetta voru Zöbekks-systurnar frá Reykja- firði, þær Guðrún, Steinunn og Katrín; það væri víst talin fásinna nú fyrir kvenfólk að fara slíkar ferðir“. 25 ára fór Þorkell á sexæringana frá Bolung- arvík og var þar um tíma. Formenn hans þar voru þeir Kristján Jónsson frá Þórólfstungu, Benedikt Benediktsson og Halldór bróðir hans og Magnús Kristjánsson, hinn mikli sjósóknari og dugnaðar maður er þá var með Hring frá Laugabóli. „Hvernig leit nú út í Bolungarvík í þá daga?; spyi’ ég Þorkel. „Þá var þar aðalútgerðin við Isafjarðardjúp og allt í blóma eftir því, sem þá gerðist; þaðan reru þá að mig minnir um 60 sexæringar og þangað komu menn í verið úr öllum áttum. Það var nú oft líf í tuskunum, þeg- ar gæftir voru og fiskirí. Þá var þar Sá siður, er síðan var tekinn upp hér sunnan lands, að allir urðu að róa samtímis. Biðu þá menn með báta sína tilbúna, ýmist á floti eða við flæðar- málið, eftir því sem veður var, þar til burt- fararmerkið kom, sem gefið var með ljósblossa. Þá hófst kappróðurinn og var þá tekið á öllu, sem til var, því að allir vildu vera fyrstir. Þá var alltaf róið í róðrarbeltum. Aldrei þurftum við að hleypa, á þeim bátum, sem ég var á, en þó oft í misjöfnu“. Þorkell fluttist 29 ára gamal til ísafjarðár og á þeim tíma keypti hann, ásamt 3 félögum sín- um úr Víkursveitinni sexæringinn „Sóló“, er þeir svo létu yfirsmíða og setja í 4 ha. mótor. Á sumrin gerðu þeir hann út frá Reykjafirði, en á öðrum tímum árs frá ísafirði. Formaður á Framh. á bls. 30. 11 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.