Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Page 31
Sjómannakveðskapur V aktf ormaðurinn: Skrifa logg og veðrið vann, vaktina kvað svo enda. „Sama strikið", sagði hann. Síðan burt nam venda. G. E. Withernsea er vorðinn þvert, eg var með þau boð sendur. Fjórir sex er fjarlægð merkt, á fimmtíu loggið stendur. J. B. Þegar andar austan él, oft er vanda bundið, að finna land svo fari vel, fyrir handan sundið. J. B. Við borðið ólmast báran höst, byltir knerri á ýmsa hlið. Tryllt eru hennar tök og föst, tvílar enginn það aflið. G. E. Sérhver ætti sér að gá, sjálfur standa á verði. Enginn skildi öðrum lá, yfirsjón þótt gerði. J. B. Stormur æðir yfir lá, ýfir bárufalda. Byrgir útsýn borði frá, bylur og sollin alda. G. E. Það er flestra manna mál, að margt sé vel þér gefið, göfug er og góð þín sál. Gefurðu korn í nefið? J. B. Þyrlast í loftinu þokan grá, þéttast nú élin grett. Stormurinn æðir og bára blá, brotnar á svörtum klett. G. E. Vel þú skoða veðrið mátt, vart þó stoðar þetta. Ránar boðar rísa hátt, rýkur froða um kletta. J. B. Þegar farið var að veiða fyrir Þýzkalands- markað, venjulega þrjá túra hvert haust, þá var aðallega haldið sig á austurlandsmiðum, vegna þess að þaðan er miklu styttra. Voru þá oftlega gerðir allir túrarnir í röð, án þess að koma heim í millitíð. Sjómenn voru, af skiljan- legum ástæðum ekki meira en svo hrifnir af þessu háttalagi og urðu þá til margar vísur. Fiskurinn er farinn burt, flest nú skapar vanda. Við Austurlandið alveg þurt, ekki nokkur branda. J. B. Á trollvakt drengur traustur hékk, og tautaði margt skrítið. Körfur aðeins f jórar fékk og fannst það heldur litið. G. E. Útlegðinni flý ég frá, fátt nú skapar hlýju. Austurlandið lít ég á líkt og Síberíu. J. B. Dáinn er fífillinn, dapurt er flest, daufleg og fá eru ljóðin. Dilkar og rollurnar drepast úr pest og dauð er í ofninum glóðin. G. E. Bárur voga vekja grönd, vinds af flogum slegnar. Klífur soga öflug önd, öldur bogadregnar. Jón Oddsson. Háa hvelfing himnaranns, horfi ég á og skoða. Gullnum stráir geislakrans, á grund og sjávarboða. Jón Oddsson. Ferðin hlæir, firðum kær fengur bægir trega. Sefur Ægir, blíður blær blakar þægilega. G. E. Kuldinn næðir rænir ró, rekkum gæðatregur. Stormur æðir yfir sjó, alveg hræðilegur. J. B. Á útkík stendur örvaver, yrkir frjáls og glaður. Hann Jónasar heiti ber, hygginn vaktformaður. G. E. VÍKINGUR 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.