Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 1
SJÓMANNABLAÐIÐ UÍKIHBUR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM A N N AS A M B A N D ÍSLANDS VL árg. 5. tbl. Reykjavík, mai 1944 I 682 ár hefur Island lotið norskum og dönskum konungum. Hákon gamli Noregskonungur ruddi brautina fyrir yfirráðum erlenda valdsins með því að ala á sundurlyndi íslendinga. Að ráði konungs reið Gissur Þorvaldsson í Reykholt aðfara- nótt 23ja september 1241 og réð af dögum Snorra Sturluson. En andi Snorra lifði áfram í snildarritum hans og meðal þeirra sem numið höfðu frœði hans. Ef ekki vœru rit Snorra myndi íslenzk tunga týnd eða herfilega afbökuð. Með móðurmál- inu hefði glatast þjóðarmetnaður íslendinga. Afrek Snorra í þágu sjálfstœðis og menningar landsins verða því aldrei fullþökkuð. Hann, sem er frœgastur allra íslend- inga fyrr og síðar, varð fyrstur fyrir barðinu á því erlenda valdi, sem hélt íslend- ingum í heljargreipum kúgunar á sjöunda hundrað vetra. Hið erlenda vald lokaði með kúgun og verzlunaráþján auðlindum landsins fyrir þess eigin börnum, svo að þau féllu úr hungri sem bjargþrota fénaður. Á þeim sama tíma sem fólksfjöldi annarra þjóða tífaldaðist eða meira, fœkkaði íslending- um um meira en helming, og þeir sem hjörðu, urðu œ fátœkari og aumari. Þegar Fjölnismenn og aðrir vormenn íslands komu til sögunnar fyrir rúmum hundrað árum, spurði Jónas Hallgrímsson: Veit þá enginn að oss fyrir löngu aldir stofnuðu bölið kalda, frœgðinni sviftu, framan heftu svo föðurláð vort er orðið að háði? Veit þá enginn, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu góðs að biða? Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna. Skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa, — en þessu frúið. Nú teljum vér ekki í öldum, heldur dögum, tímann til þeirrar stundar, sem Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og aðrir beztu synir þjóðarinnar hafa þráð. Margir þeirra vörðu lífi sínu í óeigingjarna baráttu til þess að skapa íslendingum framtíðarinnar það tœkifœri, sem oss býðst nú til sambandsslita við Dani og til sjálfstœðis. VlKlNGUR Sv. B. 113

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.