Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 9
an hafði hann tekið vísindin í þjónustu sína
til þess að auka á undraverðan hátt afrakstur
búgarðs síns. Og nú var hann viss um að hann
yrði sá, sem færi með sigur af hólmi í viður-
eigninni við hina „ósigrandi“ maura.
Samt sem áður kallaði Leningen samanverka-
menn sína þetta sama kvöld. Honum datt ekki
í hug að bíða eftir að aðrir segðu þeim frétt-
irnar. Flestir þeirra voru fæddir þarna í hér-
aðinu, og hrópið: „Maurarnir koma“, var fyrir
þá merki um flótta sem fætur toguðu, flótta til
þess að bjarga lífinu. En svo vel treystu þessir
innbornu menn Leningen, orðum hans og vizku,
að þeir hlustuðu með ró á þessar voðafregnir
af vörum hans og á skipanirnar, sem gefnar
voru um leið. Þeir biðu óhræddir og árvakrir,
eins og þeir væru að bíða eftir einhverjum
skemmtilegum leik, sem hann hefði verið að
lýsa fyrir þeim. — Já, vissulega voru maur-
arnir máttugir, en ekki eins og húsbóndinn.
Látum þá bara koma!
Og maurarnir komu um hádegi daginn eftir.
Það sást þegar á því hve hestarnir urðu óró-
legir, að maurarnir voru að nálgast, það var
varla hægt að hemja nokkurn hest, hvorki íhúsi,
né af reiðmanni, er þeir fundu hinn hryllilega
þef mauranna berast í loftinu úr fjarlægð.
skurðar lágu út í fljótið, sem var fyrir norðan
búgarðinn. Og við þann enda skurðsins, sem
nær var húsunum á búgarðinum, hafði Lening-
en látið gera stýflu, og var með hjálp hennar
hægt að veita vatni inn í skurðinn.
Þannig gat nú Leningen, með því að opna
stýfluna, veitt allsæmilegu vatnsflóði allt um-
hverfis búgarðinn, gegnum skurðinn, eins og
víggröf utanum miðaldakastala. Ef maurarnir
voru ekki nógu viti bornir til þess að byggja sér
fleka til þess að komast yfir skurð þenna á,
var þeim yfirferðin ómöguleg, að því er Len-
ingen hugsaði sér.
Þannig leit hinn tólf feta breiði, vatnsfyllti
skurður, út fyrir að veita allt það öryggi, sem
þyrfti. En meðan beðið var eftir maurahernum,
lét Leningen enn gera umbætur. Vestri hluti
skurðarins var meðfram skóglendi nokkru, og
greinar sumra trjánna slúttu yfir skurðinn.
Leningen lét nú höggva þær svo, að ómögulegt
var að stökkva af greinunum yfir skurðinn.
Svo voru konur þær og börn, er á búgarð-
inum bjuggu, flutt yfir fljótið, síðan kvikféð.
Var þetta allt flutt á stórum flekum, til þess
að það gæti hafst við hinu megin fljótsins í al-
gjöru öryggi, þar til allt væri afstaðið. Len-
ingen lét gera þetta, ekki vegna þess, að hann
n
fVMURwniH ERU AÐ ROMA
VERJt) ÞIÐ SÆ L /71
En sjálf koma mauranna var boðuð af því,
að heilar hjarðir af dýrum, bæði meinlausum
og grimmum, þutu af stað, jagúarar og sléttu-
ljón hlupu samsíða villisvínum, tapírum, antí-
lópum og öpum. Öll voru þessi dýr skelfingu
lostin, geystust áfram til þess að bjarga lífinu,
og á eftir skriðu eðlur og höggormar, allt í
dauðans skelfingu.
Áfram ruddist hópurinn, allt að búgarðinum,
en nam staðar við hinn djúpa, vatnsfyllta skurð,
sem lá í hálfhring um ekrurnar, hélt svo áfram
með honum að fljótinu og síðan meðfram bökk-
um þess, þar til hann hvarf.
Þessi vatnsfyllti skurður var ein af þeim
vörnum, sem Leninngen hafði löngu látið gera
vegna mauranna. Hann lá umhverfis búgarð-
inn og ekrur hans á þrjá vegu. Hann var tólf
fet á breidd, en ekki mjög djúpur, og þegar
ekkert vatn var í honum, var varla hægt að
segja, að hann væri nein hindrun, hvorki fyr-
ir menn né dýr. En endar þessa skeifulaga
héldi að konur og börn og búpeningur væri í
neinni yfirvofandi hættu, heldur til þess, að
þessir aðilar drægju ekki úr krafti verjend-
anna. — „Þá fyrst verða alvarlegar ástæður
geigvænar, er kvenfólk og nautgripir verða ó-
rólegir,” sagði hann við ménn sína.
Að lokum leit hann gaumgæfilega yfir „innri
skurðinn,“ en hann var mjórri en hinn og stein-
steyptur. Náði hann utan um hæð þá, þar sem
stóðu bæjarhúsin, hlöðurnar, gripahúsin og aðr-
ar byggingar. 1 þenna skurð lágu pípur úr þrem
miklum bensíngeymum. Ef maurunum lánaðist
með einhverju „kraftaverki“ að komast yfir
ytri skurðinn, þá myndi þessi „bensínveggur“
vera algjörlega óyfirstíganleg hindrun fyrir
sóknarherinn og óyggjandi vörn fyrir hið um-
setna lið, byggingar þess og verðmæti. Þannig
að minnsta kosti var álit Leningens.
Hann skipaði mönnum sínum á vörð víðs-
vegar meðfram ytra skurðinum, hinum fyrstu
varnarstöðvum. Því næst lagðist hann til hvíld-
VIKINGU li
121