Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 3
Loftur Bjarnason: Endurnýjun skipaflotans í grein sem ég ritaði í 1.—2. tbl. Víkings þ. á. og nefndi „íslenzk togaraútgerð í framtíðinni“ benti ég á þá hættu, sem af því stafaði fyrir sjávarútveginn og landið í heild, að megin hlut- inn af hreinum tekjum útgerðarinnar skuli vera tekinn af henni í skatta. Niðurlagsorð greinarinnar voru: „Sjómenn og útgerðarmenn verða að fylkja sér um þá kröfu Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands, að 50% af hreinum tekjum fyrirtækj- anna renni í nýbyggingarsjóð og varasjóðirnir séu ekki skertir með skattaráni." Eins og nú er komið er aðeins 33—40% af hreinum tekjum útgerðarinnar eftirlátið henni, þegar greiddur hefur verið tekju- og eigna- skattui-, stríðsgróðaskattur, útsvör og ýms op- inber gjöld og af þeim 33—40%, sem útgerðinni er eftirlátið af hreinum tekjum, eru 85—100% bundin í nýbyggingar- og varasjóði. Afleiðing af þessum miklu skattagreiðslum er sú, að jafnvel hjá þeim hluta útgerðarinnar, sem bezt er stæður, togaraútgerðinni, er það komið áþreifanlega í ljós, svo að ekki verður véfengt, að togarafélögin eru þess ekki megn- ug af eigin fjárhagsgetu að láta smíða nema ör- fáa nýtízku togara í stað þeirra 36 gömlu tog- ara, sem landsmenn áttu í stríðsbyrjun. Ennþá ískyggilegri eru horfurnar um endurnýjun vél- bátaflotans. Alþingi hefur undanfarin ár troðið þá ó- heillabraut að íþyngja útgerðinni æ meir með sköttum, þangað til á s.l. ári að ekki var bætt við nýjum sköttum. Á Alþingi s.l. ár voru samt uppi háværar raddir um að auka skattaálögur útgerðarinnar. Samkvæmt frumvarpi, sem fram kom átti að afnema hlunnindi fyrir það fé, sem lagt væri í varasjóð. Samtímis var lát- ið svo heita að auka ætti skattfrjáls tillög til nýbyggingarsjóða, en jafnframt voru settar fastar skorður við því, að nýbyggingarsjóðirn- ir mættu ekki fara fram úr vissri upphæð, nema því aðeins að „hlunnindin“ minkuðu um helm- ing frá því sem áður var eða féllu niður með öllu. Það er lítið til að hæla sér af fyrir Lúðvík Jósefsson, alþingismann, þegar hann telur sér til ágætis að hafa flutt á fyrsta þingi er hann VÍKINGUR átti sæti, frumvarp er heimilaði aukin tillög til nýbyggingasjóða, þegar þess er gætt, að aukn- ingin á nýbygingarsjóðstillaginu samkvæmt frumvarpinu var fólgin í því að skerða fram- lagið í varasjóð að sama skapi og um leið sett- ar skorður við því, að nýbyggingarsjóðirnir yrðu ekki „óeðlilega háir“ að dómi flutnings- manns. Stuðningur sem sami háttvirtur þingmaður segist hafa viljað veita útveginum með 10 miljóna króna framlagi úr ríkissjóði, verður harla lítils virði, þegar þingmaðurinn vill jafn- framt láta taka nærri sömu upphæð af vara- sjóðum útgerðarinnar með sérstökum eigna- aukaskatti. Enn minni verður stuðningur þing- mannsins við útgerðina, þegar það er komið í ljós, að hann vill láta skerða varasjóði útgerð- arinnar með eignaaukaskattinum, eftir aö búiÖ var aö fella styrkveitingartillöguna. Fyrst vill hann styrkja með 10 miljónum, þegar það er fellt þá snýr hann svo við blaðinu að hann vill láta bæta við nýjum skatti til þess að rýra vara- sjóði útgerðarinnar í einni atrennu urn 7—9 miljónir króna. Féð átti að renna að 1/3 til al- þýðutrygginga og verkamannabústaða, 1/3 til raforkusjóðs, bygginga nýbýla og landnáms í sveitum og 1/3 til framkvæmdasjóðs ríkisins. Hvað átti útgerðin að fá? Þingmaðurinn segir: „Nýbyggingarsjóðsá- kvæðin eru einu ráðstafanir þess opinbera til áhrifa á hið mikla nauðsynjamál, endurnýjun fiskiskipaflotans.“ Vill þingmaðurinn ekki fyrst hann kveður sér vera kappsmál að stuðla að endurnýjun fiskiskipaflotans, styðja kröfu F.F.S.Í. um að 50% af hreinum tekjum útgerðarinnar renni í nýbyggingarsjóð og varasjóðir útgerðarinnar séu ekki skertir með eignaaukaskatti ? Tillögur um styrkveitingar til útgerðarinnar eru aðeins bornar fram til að blekkja menn meðan verið er að reyna að fá samþykkta nýja skatta til að eyða sjóðum hennar. Útgerðin hef- ur hingað til að mestu haft þau kynni ein af ríkissjóðnum að borga í hann og mun svo verða í framtíðinni, enda er það æskilegt, að hún verði aflögufær á komandi árum. Til þess þarf hún að byggja upp flota sinn, en það verður ekki gert með styrkjum úr ríkissjóði, því út- 115

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.