Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 32
Úr sögu Jóns Indíafara í Heimskringlu Snorra Sturlusonar er sagt frá því, að Haraldur Danakonungur Gormsson hafi ætl- að að sigla miklu liði til íslands, til að hefna níðs þess, sem íslendingar höfðu um hann kveðið, en hvarf frá því af því honum þótti landvættirnar ekki árennilegar, þær, er vér höfum nú í skjaldarmerk- inu. Þá var það í lögum haft á íslandi, að yrkja skyldi um Danakonung níðvísu fyrir hvert nef, er var á landinu, en sú var orsök þess, að Danir höfðu gert upptækar eignir íslenzkra farmanna, er brotið höfðu skip sitt við dönsku ströndina. í Jóns sögu Indíafara er sagt frá annari danskri herferð til íslands árið 1616. í það skipti var tilætl- unin að hjálpa íslendingum móti Spánverjum, sem taldir voru hyggja á hefndir fyrir Spánverja þá, sem ísfirðingar réðu af dögum árið áður. En þegar hinn danski floti nálgaðist landið, var eins og land- vættirnar vildu ekkert á það hætta, hvort hér væri um vini eða óvini að ræða, og gerðu á móti herskip- unum svo mikið gerningaveður, að þau komust hvergi að landi. Svo fór um sjóferð þá. Jón Ólafsson Indíafari, sem var ísfirðingur og •sjálfur með í leiðangri þessum sem fallbyssuskytta á Einhyrningnum, mun hafa hugsað gott til glóð- arinnar að veita sveitungum sínum lið, og mun á- reiðanlega hafa verið fremur hvetjandi en letjandi til þessarar ferðar, þar sem hans ráða hefir verið leitað. 1 kafla þeim, sem hér fer á eftir, er sagt frá leið- angri, sem Jón tók þátt í norður í Hvítahaf með Jörgen Daae flotaforingja; en hann var sendur þangað með 6 væn orlogsskip, til að ráða niðurlög- um sjóræningja og til að sýna vald Dana á hafinu, sem þá einnig réðu yfir Noregi. Er fyrst sagt frá dvöl skipa þessara norður í Bjarmalandi, þar sem Jón Indíafari og annar ís- lenzkur sjóliði, Jón Halldórsson, voru látnir gera til fisk af 52 bátum úr einum róðri, sem sýnir og sannar, að íslendingar voru þá, fyrir rúmum 300 árum, öðrum leiknari í að fara með fiskihnífinn. Þá er sagt frá sjóvolki, sem Jón og nokkrir fé- lagar hans lentu í við að sækja vatn á skipsbátnum, og lá við, að saga Jóns Indíafara endaði þar. Einnig er sagt frá ágengni og viðbúnaði dönsku herskip- anna við þýzk kaupför, sem þau mættu á leið sinni, og svo að lokum frá þeirri ákvörðun aðmírálsins, að sigla flotanum til íslands, og það sem við bar í þeirri ferð, svo sem stýrimanninum, sem líflátinn var fyrir það, sem Jón Indíafari afsakar sig fyrir að nefna. Þótt saga Jóns Indíafara sé hreinasti brunnur að fornum íslenzkum kjarnyrðum, þá er setningaskip- unin í bókinni mjög dönskuskotin, eins og að lík- indum lætur á þeim tímum, sem bókin er skrifuð, og hjá höfundi, sem svo lengi hafði dvalið með Dön- 144 um. En sagan er þó listaverk, sem varpar ljóma yfir eitthvert myrkasta tímabilið í sögu landsins. Þessi íslenzki sjómaður, sem ferðaðist svo víða og lenti í svo mörgum æfintýrum, er að mörgu leyti merkilegur maður. Þótt hann færi um hin fegurstu lönd, þar sem allt óð í ávöxtum og jarðar gæðum, þá gleymdi hann aldrei landi sínu og leyfði aldrei neinum að fara um það eða þjóð sína niðrandi orð- um. Einu sinni á siglingu meðfram Madagaskar, þegar hann varð að fleygja 13 körfum af eplum, sem hann átti, af því að þau lágu undir skemmdum, óskaði hann þess grátandi, að þau væru öll horfin upp til íslands, þar sem hann vissi um skort á svo mörgu. Og svo unni hann landi sínu, að hann kaus heldur að lifa þar sem fátækur bóndi, en erlendis í góðri stöðu. Sjómannablaðið Víkingur telur sig hafa ástæðu til að miklast af þessum brautryðjanda skrifandi sjómanna. Ekki eingöngu af því, að það skoðar sig sem andlegan arftaka hans í því að lýsa lífsbaráttu sjómannanna, heldur og lika fyrir önnur náin tengsli, því að einn af hvatamönnunum að stofnun blaðsins og ritstjóri þess um skeið, er 10. maður frá Jón Indíafara. Hy. Nær vjer höfðum dvalist í Kielden 6 daga lysti oss þaðan að reisa á vora heimleið. Þá tveimur dög- um fyr keypti aðmíráll, kaptuginn og lutinant uppá von allan eins dags fisk, sem aflaðist á 52 þeirra báta, hvar af þeir fengu þrefaldan ábata. Minn góði lagsmann Jón Halldórsson og eg gjörðum allan þann fisk til, lutinant við kom, sá eð var svenskur, og gaf hverjum okkar ríxdal og vínflösku af bezta víni meðan erfiðið yfirstóð. Það finskt og rýskt verfólk þar nærri á morgna, áður en það hreyfir sínum skipum eður veiðarfær- um ganga til þess stóra krossmarks, sem stendur á eyrinni við höfnina skamt frá þeirra búðum, bygð og híbýlum, og framfalla og tilbiðja fyrir því. Það fólk jetur harðan kost með salti, og brennivín drekka þeir sem vatn, og í einum drykk 2 eða 3 merkur. Þar um ei meir. Síðan héldum vér þaðan úr höfnum og aftur á vora heimleið og komum til Varðeyjarslots, sem Hans Konungur (Hans Köning) var slotsherra, sá oss glaðlega meðtók. Einn morgun bar svo við um þann tíma vjer þar dvöldurr^, að vjer fórum til lands með vorn bát út- skipaðan með fólk, og skyldu bátsmenn vatn sækja, en þar í bland voru byssuskyttur, kokk og kjallara- sveinn, undirskipherrann og aðmírálsins systurson Hens Brandt, og var það vort erindi til lands að sækja vor línföt undan þvotti. Nú bar svo við, að bátsmenn höfðu gleymt ambara, það er austurkeri, en stormur af landsuðri hljóp á, en vegur frá landi til skipa var vel hálf vika sjávar. Flestir af oss voru nokkuð drukknir. Og nær hvassviðrið vaxandi fór dreif sjór yfir, en ei varð ausið. Báturinn var mjög hlaðinn, því 52 tunnur voru innanborðs, þar til bát- inn kæfði og fyllti. Þó sökk hann ei, heldur marði, en ei varð hjálpað að aðmírálsskipinu, en dálítið VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.