Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 17
K V E Ð J A Til Vilborgar Kristjánsdóttur, 9 ára, með þökk fyrir samveruna sumarið 1939. //. Th. B. Út viö sundin ægis blá, unga, hrundin bjarta, þér í bundnu máli má miðla stund frá hjarta. Níu aldurs ár þú ber, elskar kaldan sjáinn. Á8ur dvaldi enginn hér yngri faldagnáin. Glöö um víöi á húnahund hyggjufríö þú undir Villa blíö, meö bernskulund, bjartar, þýöar stundir. Um þig spjalla ærið títt Egils Skalla sveinar. Til þín falla héöan hlýtt hugans allar grevnar. Kristjánsdóttir, valiö víf, Vilborg, þróttug kvinna, yndis njóttu, allt þitt líf auönu gnótt skal finna. hinum eftirsóttu rostungstönnum. Villiendur og gæsir eru þar líka í mikilli mergð. Víða í fjalla- hlíðunum er mjúk steintegund, sem eldur vinn- ur ekki á, og er auðvelt að gera úr honum ýmsa þarfa hluti, svo sem potta og önnur eldhúsá- höld. En það er ekki alltaf sumar í Grænlandi, veturnir þar eru bæði langir og harðir, og því hentar landið ekki öðrum en djörfum og harð- gerðum mönnum, en slíkir menn geta lifað þar góðu og óháðu lífi, frjálsra manna. Þið norrænu menn, þið sem ekki getið þolað yfirgang og ofríki slíkra manna sem Þorgeirs Steinssonar, takið upp bú ykkar og fylgið mér til Grænlands, þar bíður ykkar nýtt og ónumið land, með nýjum og rniklum möguleikum.“ Þeg- ar Eiríkur hafði lokið máli sínu, setti marga hjóða, en aðrir spurðu hann spjörunum úr, um frekari staðhætti í Grænandi. Eiríkur hófst þegar handa um að safna að sér mönnum, sem vildu fara með honum vestur um haf. En hon- um gekk seint að vinna máli sínu fylgi, og það var ekki fyrr en vorið næsta á eftir heimkomu hans, að hann var búinn að fá það marga rnenn til fararinnar, sem hann taldi sig þurfa, til þess að geta hafið landnám á Grænlandi. Magnús Kjærnested minningarorð Enn er fallinn einn af hermönnum íslenzku þjóðarinnar. Magnús Kjærnested skipstjóri andaðist snögglega þann 8. þ. m. Hann var fæddur 4. júní 1890 á ísafirði, sonur hjónanna Jóhönnu Jónsdóttur og Elíasar Kjærnested. Ungur fluttist hann til Aðalvíkur með foreldr- um sínum og ólst þar upp. Hann byrjaði mjög ungur, eins og margir Vestfirðingar, að stunda sjóróðra á opnum bátum, síðan á mótorbátum. Árið 1910 réðist hann á togara til Hjalta Jóns- sonar skipstjóra. Tók próf af Stýrimannaskól- anum árið 1914, var síðan fyrst stýrimaður og síðan skipstjóri á ýmsum togurum, útlendum og innlendum. Hann réðist stýrimaður á m.s. Skeljung 1930 og var síðan skipstjóri á því skipi frá 1933 til dauðadags. Magnús Kjærnested var ágætur sjómaður, fór saman hjá honum kapp með forsjá. Hann lét sér mjög umhugað um allt er laut að öryggi skips síns og aðbúð manna sinna, enda naut hann óskoraðs trausts þeirra. Honum farnað- ist líka með afbrigðum vel á sinni löngu skip- stjóratíð og varð aldrei fyrir neinu óhappi. Magnús Kjærnested var glæsimenni hið mesta og sómdi sér jafnvel á stjórnpalli skips síns í stormi og stórsjó og í glæstum sölum, þar sem öldur lífsgleðinnar rísa hátt og víf og veigar gleðja sjómannanna hjörtu. Lífsgleði hans var svo ósvikin og hressandi að hvarvetna er hann fór var sem birti í kring- um hann, enda var hann afar vinsæll og vin- margur, en undir niðri var hann alvörumaður með heilbrigðar lífsskoðanir. VlKlNGUR 129

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.