Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 11
Leningens og einnig Indíánum hans, að í hverju höfði þessa miljónahers væri þroskaður heili, og að hugsunin væri þessi: Þrátl fyrir alla skurði, skulum við ná af ykkur kjötinu. Það var ekki fyrr en klukkan fjögur, sem maurarnir komust að raun um það, að endar skurðsins lægju út í fljótið. Með einhvers konar leynilegu merkjakerfi hlýtur fregnin um þetta jafnskjótt að hafa borizt eftir allri herlínunni, og Leningen, sem hætt var nú að standa á sama, tók eftir því að fregnirnar um þetta höfðu í för með sér mesta hreyfingu á hernum á suð- urvígstöðvunum, þar sem maurarnir voru flest- ir. Kannske hafði það, að ekik var auðhlaupið yfir skurðinn, þau áhrif að herinn sneri frá og leitaði sér að auðunnari bráð? Nei, tálvon var slíkt, því allt í einu lagði heil stóreflis hersing af maurum af stað og fór að klifra niður í skurðinn. Þeir fremstu voru þeg- ar komnir út í hið brúnleita, óhreina vatn og drukknuðu þar þúsundum saman, en sveit eftir sveit lagði út í. Maurarnir stikluðu á dauðum íelögum sínum unz þeir sjálfir drukknuðu og mynduðu brú fyrir hersveitirnar, sem á eftir komu. Rétt hjá Leningen sátu nokkrir hjarðmenn hans á hestbaki og biðu fyrirskipana. Hann sendi einn til stíflunnar, það varð að stífla fljótið betur, til þess að auka afl og hraða vatns þess, sem flæddi gegnum skurðinn. Annar vinnumaður var sendur heim á bú- garðinn, eftir skóflum og bensínsprautum. Hinn þriðji reið af stað í loftinu, til þess að kveðja til bardagans alla menn, nema þá, sem vörð héldu annarsstaðar meðfram skurðinum. Maurunum gekk miklu betur yfirferðin, en Leningen hefði talið mögulegt. Knúðir áfram af hópum liðsmanna sinna, sem á eftir komu, nálguðust þeir hinn bakkann meir og meir á 50 metra hluta af skurðinum. Maurafjöldinn steyptist beinlínis eins og foss niður í skurðinn. I þeim her var ekki verið að sjá í „mann- fórnir“. Þegar liðsaukinn kom til Leningens, vom maurarnir komnir meira en hálfa leið yfir. Hugsaði hann með sér, að það væri einskær heppni, að maurarnir skyldu ekki hafa lagt í skurðinn allsstaðar í einu með jafnmiklu of- forsi og þarna. Hefði þeir gert það, myndi út- litið fyrir verjendurna hafa verið heldur svart. Já, það var jafnvel ekki hægt að kalla það sérstaklega glæsilegt, eins og það í rauninni var, þótt Leningen virtist ekki hafa minnstu hugmynd um að hryllilegur dauðdagi væri að færast nær og nær. Þegar stríðið milli plágunn- ar miklu og heila Leningens var að komast í algleyming, gleymdi hann jafnvel lífshættunni, VlKlNGUR en fannst hann vera keppandi á Olympíuleikj- um, í einhverjum ægilegum og skelfandi leik, sem hann var ákveðinn að sigra í. Traustið sem lýsti af honum var jafnvel svo mikið, að Indí- ánarnir gleymdu skelfingu sinni við féndaher- inn, sem nú var aðeins nokkra metra í burtu, og fóru undir yfirstjórn húsbóndans að stinga hnausa upp úr skurðbakkanum og kasta þeim á maurafjöldann í skurðinum. Einnig voru notaðar bensínsprautur, sem venjulega voru hafðar tilþess að eyða ýmsum skaðlegum skorkvikindmn á ekrunum, og bun- uðu nú straumar af daunillri olíu yfir fylking- arnar, sem þegai- höfðu riðlast fyrir moldar- og sandkasti manna Leningens. Maurarnir svöruðu þessum varnaraðgerðum með því einu að herða sóknina. Stöðugt streymdi sveit eftir sveit niður í skurðinn. 0;: um leið tók Leningen eftir því, að áhraupa.'.væðiö var alltaf að stækka, og þar sem tala bæði manna hans og vopna var takmörkuð, tók þessi leng- ing vígh'nunnar að hafa ákaflegar hættur í lor með sér. Og til þess að auka við erfiðleikana, þá kom það stundum fyrir, að kögglar úr moldarhnaus- unum, sem hent var, bárust að innri bakkanum. Upp á þá stukku svo maurar og voru nú þegar hér og hvar farnir að klifra upp innri bakkann. Víst var það svo, að hvenær sem maður var nærri, var hægt að drepa þá eða reka þá aftur í skurðinn. En verjendurnir voru of fáir til þess að geta gefið gaum að öllum stöðum í víglín- unni, og rekið þessar strandhöggssveitir aftur í sjóinn, og þótt þeir hömuðust eins og óðir menn, ljókkaði útlitið stöðugt. Einn maður sló með skóflu sinni á lítinn ó- vinahóp, en kippti ekki verkfærinu nógu fljótt að sér aftur, og á einu augnabliki hlupu fleiri tugir maura upp eftir skófluskaftinu. Maður- inn kastaði skóflunni bölvandi í skurðinn, en það var líka of seint, maurarnir voru komnir á hann. Þeir voru ekki að tvínóna, hvar sem þeir komu á bert hörund, bitu þeir straks og fast, og nokkrir þeirra, sem voru stærri en allur fjöldinn, höfðu brodd í afturendanum og kom úr mjög kröftugt eitur, er þeir stungu með broddi þessum. Indíáninn hoppaði um eins og vitlaus maður, æpandi af sársauka. Leningen sá straks, að ekki þyrfti fleiri slík- ir atburðir að koma fyrir, til þess að menn hans misstu kjarkinn, og þeim fataðist vörnin, svo hann öskraði svo hátt að yfirgnæfði óp vinnu- mannsins: „Dýfðu þér í bensínið, bjáni.“ Hinn bitni maður hætti dansinum, stóð eitt augnablik eins og dæmdur, en reif svo af sér skyrtuna og dýfði höndunum upp til axla niður í opinn bensínbrúsa. En ekki slepptu hinir kjaftföstu 123

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.