Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 10
Maurar þeir, sem á myndinni
sjást, eru minni tegund, en sú,
sem sagt er frá í sögunni, en
augljóst er samt, ab þeir eru
eklci slcemmtilegir gestir.
ar í hengirúm sitt og reykti letilega úr pípu
sinni, þar til boðberi kom til hans með þau tíð-
indi, að til mauranna hefði sézt langt í suðri.
Leningen steig á bak hesti sínum, sem virtist
gleyma öllum óróleika, er húsbóndi hans var
kominn á bak, og reið hægt í þá átt, sem maur-
anna var von. Suðurhlið skurðsins, — efri síða
þríhyrningsins, — var því nær fimm kílómetrar
að lengd, og frá miðbiki þess svæðis varð séð
yfir allt landið umhverfis. Og þessi staður átti
að verða sjónarsviðið, þar sem orustan byrjaði
milli Leningen og hinna eyðileggjandi maura-
herskara.
Þar kom í ljós sjón, sem enginn gat gleymt,
sem hana sá. Yfir hæðirnar, eins langt og aug-
að eygði, breyddist dökkur hjúpur, sífellt lengd-
ist hann og gerðist breiðari, þangað til hann
náði yfir allar brúnir hæðanna frá austri tii
vesturs, síðan dreyfðist hann niður brekkuna,
ægilega fljótur í ferðum, þessi óheillavænlegi
skuggi, og allt hið græna gras féll til jarðar,
eins og það væri slegið með risaljá, — ekkert
var eftir annað en hinn víðfeðmi, hreyfanlegi
skuggi, sem stöðugt breiddist út, stækkaði,
teygði úr sér og kom nær og nær. —
Þegar þjónar Leningens, sem stóðu hinu meg-
in við skurðinn, sáu erfðafjandann koma, æptu
þeir sumir hverjir upp yfir sig af skelfingu.
En er f.jarlægðin tók að minka milli ,,Sona hel-
vítis“ og skurðarins, sló á mennina djúpri
þögn. Þegar þeir sáu framsókn miljónaherskar-
anna, fór traust þeirra á húsbónda sínum stöð-
ugt minkandi.
Jafnvel Leningen sjálfur, sem hafði komið
nógu snemma ríðandi á vettvang, til þess að
hressa við dvínandi kjark þeirra liðsmanna
sinna, gat ekki að því gert, þótt honum yrði
órótt innanbrjósts. Þarna fyrir handan skurð-
inn voru þúsundir miljóna af litlum gráðugum
kjöftum, sem sífellt nálguðust og aðeins þessi
mjói skurður, sem allt í einu virtist svo ógnar
þýðingarlítill, var því til fyrirstöðu, að hann og
menn hans yrðu étnír upp, — „áður en maður
gæti skyrpt þrisvar.“
Skyldi nú ekki hans skarpvitri heili í þetta
sinn hafa ráðist í meira en hann var fær um
að inna af hendi ? Ef maurarnir ákvæðu að gera
allsherjar atlögu að skurðinum, fylltu hann með
líkum sinna eigin liðsmanna svo aðrir kæmust
yfir, þá væri miklu meira en nóg eftir af maur-
um, til þess að naga allt hold af beinum Len-
ingens og manna hans. En Leningen leyfði
sjálfum sér ekki að halda þessarri hugsun á-
fram. Hann reygði sig: Hann var ekki sigrað-
ur enn og hann skyldi sjá svo um að hann yrði
það aldrei. Meðan hann yfirleitt gæti hugsað,
skyldi hann bjóða bæði dauða og djöfli birgin.
Óvinaherinn nálgaðist í mjög skipulegum
fylkingum, engar mannlegar hersveitir, hve vel
sem þær höfðu verið æfðar, gátu komizt í hálf-
kvisti við þær að því leyti. Nær og nær færðist
fylkingin og fremsta röðin var bein eins og
strengdur þráður. En þegar herinn fékk að
vita um það, hvers konar torfæra væri á vegi
hans, þá tóku fylkingararmarnir að skilja sig
frá meginhernum og héldu niður með skurðin-
um í tvær áttir. Nú átti að hefja umsát.
Það tók ekki mikið meira en klukkustund fyr-
ir maurana að umkringja skurðinn allt niður
að fljótinu beggja megin, og enginn vafi virtist
á því, að þeir b.juggust við að komast einhvers-
staðar yfir.
Meðan þessi tangarsókn fylkingararmanna
átti sér stað, hélt lið það, sem var í fylkingar-
brjósti, gersamlega kyrru fyrir. Þess vegna var
hinu.m umsetnu í lófa lagið að virða fyrir sér
féndaherinn. Maurarnir voru álíka langir og
þumalfingur manns, dökkrauð, langfætt skor-
kvikindi, — sumir mennirnir héldu þeir geta
séð augu þessara hryllilegu herskara hvíla á
sér, köld og starandi.
Það er ekki auðvelt fyrir venjulega menn að
ímynda sér, að dýr, hvað þá heldur skordýr,
geti hugsað. En nú virtist hinum evrópiska hug
122
VÍKINGUR