Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 38
vera honum kunnugir í gegnum Víkinginn, og unn- endur Slysavarnafélagsins geta glaðst yfir, hve stjórninni hefir heppnast vel valið, að fá til starf- ans eldheitan áhugamann, til þess að starfa við hliðina á hinum góðkunnu og reyndu erindrekum, sem fyrir eru. Henry Hálfdánarson. Henry er ísfirðingur og sjómenskan í blóð borin, enda byrjaði snemma að starfa á sjónum. Fyrst á vélbátum að heiman, síðan í förum, fyrst á seglskip- um, meðan þau voru við líði, m. a. á stærsta íslenzka seglskipinu, Svölunni, og síðar á útlendum skipum, og reyndi þá sitt af hverju, eins og gengur um sjó- menn. Aðeins 17 ára tók hann hið íslenzka skipstjóra- próf á smáskipum. En Henry hefir lagt gjörva hönd á margt, ekki sízt eftir að hann gerðist loftskeyta- maður. Hann fékk á sínum tíma leyfi hjá Gísla sáluga Ólafssyni landssímastjóra til þess að gera tilraunir á bylgjulengdum fyrir neðan 200 metra, en þær bylgjur hafa nú aðallega verið notaðar fyrir bátastöðvar. Þær tilraunir sannfærðu Henry um hina miklu möguleika lítilla talstöðva, og hóf hann því tilraunir með þær, og byggði þá hina fyrstu talstöð, sem reynd var í íslenzkum mótorbát, og gafst vel. Benti hann jafnframt á og barðist fyrir því á sínum tíma, að þessar öldulengdir yrðu not- aðar fyrir miðanir fyrir smærri skip, sem nú er almennt tíðkað. Þegar Hannes ráðherra strandaði út af Kjalar- nesi, var Henry loftskeytamaður þar, og tókst. hon- um að halda prýðilegu sambandi við land og björg- unarskipið Sæbjörgu, þrátt fyrir hin erfiðustu skil- yrði, eftir að ljósvél skipsins hafði stöðvast, og vélarúmið fullt af sjó. En við þetta slys kom glöggt í ljós, hve nauðsynlegt hefði verið að hafa lítinn vel útbúinn björgunarbát, til þess að leggja að strönduðum skipum, sem ekki er hægt að ná til frá landi með línubyssu. Því jafnvel björgunarskútan komst ekki næærri til þeirra hluta, og varð að varpa akkerum álengdar, en hún lýsti upp leiðina fyrir hinn sökkvandi skipsbát frá togaranum, þar sem hann brauzt gegnum brotin. En Sæbjörg hafði lánaö tvo af sinni fámennu skipshöfn til að sækja þá síðustu um borð í togarann. Ásamt öðrum skipsfélögum sínum úr þessu strandi á Henry að öllum líkindum Slysavarnafélagi íslands að því sinni lif sitt að launa, og þarf ekki að efa, að hann mun verða þess minnugur í þessu nýja starfi sínu. Óskar Víkingur honum til hamingju með hið nýja starf hans. Samningar SAMNINGUR milli Alþýðusambands íslands annars vegar og Farmanna- og fiskimannasambands íslands hins vegar. 1. gr. Samböndin viðurkenna hvort annað sem aðilja í launa- og kjaramálum fyrir meðlimi sína. 2. gr. Samböndin vinna sameiginlega að öllum almenn- um réttinda- og menningarmálum og öryggismálum sjómannastéttarinnar sem heildar. 3. gr. Starfssvið hvors sambands fyrir sig verði afmörk- uð, með samkomulagi milli sambandanna, og ákveða stjórnir þeirra hér með, að hefja þegar sameigin- lega undirbúning að tillögum í þessu efni, og hafa þær tilbúnar fyrir lok maímánaðar n. k. Tillögur þessar séu ræddar eins og við verður komið í félögum eða félagsstjórnum sambandanna, og leggjast undir úrskurð þinga sambandanna á næsta hausti. 4. gr. Félög ýmissa starfsgreina á sjó, innan Alþýðu- sambandsins eða Farmannasambandsins, skulu sjálfráð um hvoru sambandinu þau tilheyra, en þau skulu starfa að kjaramálum sínum í samráði við stjórnir beggja sambandanna. Leyfilegt er og ein- staklingum að tiiheyra félögum beggja samband- anna, en þó er þeim skylt að lúta töxtum, sam- þykktum og settum reglum viðkomandi stéttarfé- lags sem vinnandi menn á starfssvæði þess, hvoru sambandinu sem það kynni að tilheyra. 5. gr. Meðlimir annars sambandsins hafa ekki leyfi til VÍKINGUR 150

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.