Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 26
JSTAF DALEN
eftir ERIK WASTBERG
Höfundur hinna merkilegustu
ljóstækja gekk sjálfur í myrkri.
Skipstjórnarmenn, sem þurfa að þreifa sig
áfram eftir þröngum siglingaleiðum að nætur-
lagi, flugmenn, sem verða að halda vissri leið í
myrkri, og logsuðumenn, er beita hinu logandi
blysi, eiga allir öryggi sitt að þakka Gustaf
Dalén, manni, sem þeir vafalaust fáir hafa
heyrt getið.
Dalén var sænskur bóndi sem komst í tölu
hinna ógleymanlegu Nóbelsverðlaunamanna
fyrir framúrskarandi áhuga á tekniskum við-
fangsefnum. Hann var einn af snjöllustu upp-
fyndingamönnum heimsins og mikilvægustu
uppfyndingar hans voru gerðar til öryggis
mannslífum.
Þegar Thomas Edison heyrði um eina snjöll-
ustu uppfyndingu Dalén’s, sóllokann — sem
kveikir sjálfkrafa á vitaljósum þegar dimmir
og slekkur þegar birtir — sagði hann, „þetta
getur ekki átt sér stað.“ Og forstöðumenn þýzku
einkaleyfisskrifstofunnar svöruðu fyrirlitlega:
— „Þetta er ó,mögulegt.“ En sóllokinn vinnur.
Hinir sjálfvirku vitar Daléns lýsa nú strendur
og hafnir um heim allan. T. d. næturvitakerfi
Bandaríkjanna hefur um 5000 af þeim. Auk
þess eru þau notuð í þúsundatali við flugleiðir
og flughafnir. f sambandi við ljósvitann fann
Dalén upp örugga aðferð til þess að geyma hið
eldfima acitylengas, en það er einnig aðal efnið
sem notað er við logsuðuna.
En svo grimm voru örlögin, að höfundur vit-
anna sem nú loga með öllum ströndum heims,
fékk aldrei að sjá þá. í sama mund og viður-
kenning og veraldarauður tók að berast hon-
um, missti hann sjónina af sprengingu er varð
við tilraunir hans. Hann var blindur 25 ár æf-
innar en hélt þó ótrauður áfram starfi sínu.
Gustaf Dalén var fæddur 1869 á bóndabæ í
Svíþjóð. í uppvexti sínum var hann strax mjög
frábitinn sveitavinnunni. Fyrsta uppfynding
hans var þreskivél, sem hann knúði með göml-
um rokk. Með þessari vél afhýddi hann alla
baunauppskeru sumarsins. Næsta uppgötvun
hans var hin merkilegasta. Dalén var alla ævi
morgunsvæfur, og hélt fast við það, að fá níu
stunda svefn á nóttu hverri.
Hann dubbaði upp gamla klukku og lét hana
snúa spólu nokkurri á tilsettum tíma. Spólan
kveikti á eldspítu, en henni var svo haganlega
fyrir komið, að hún kveikti um leið á olíulampa.
Kaffikanna hékk yfir lampanum. Eftir 15 mín-
útur hringdi svo klukkan með því að slá hamri
á járnplötu, en Gustaf vaknaði í upplýstu her-
bergi og rjúkandi kaffið beið hans á borðinu.
Innan við tvítugt gerði hann drög að mjólkur-
prófunartæki. Fór hann með það til Stokkhólms
og sýndi það hinum fræga uppfyndingamanni
De Laval, er fann upp mjólkurskilvinduna.
„Þetta kalla ég merkilega tilviljun“, segir Lav-
al, og sýndi honum teikningu af svo að segja
nákvæmlega eins tæki, sem hann var nýlega bú-
inn að sækja um einkaleyfi á. Dalén litli stakk
þá upp á því, að vinnu í rannsóknarstofu De
Lavals. „Ekki straks,“ svaraði hann. „Aflaðu
þér staðgóðrar menntunar fyrst.“
Hinir eldri bræður Gustafs voru þegar farnir
að heiman, og honum var ætlað að taka við
jörðinni. Hann sat því heima þó nauðugur væri.
Þegar hann hafði aldur til varð hann ástfang-
inn í fallegri stúlku 15 ára gamalli. En þegar
hann bað hennar lét hún þess getið að hún
vildi ekki verða bóndakona. Þetta herti í Dalén
að leggja fyrir sig vélfræðina, sem honum var
svo hugstæð. Hann fór því að heiman er hann
var 23 ára og innritaðist í tekniskan skóla.
Lauk hann þar prófi með heiðri, og stundaði
síðan framhaldsnám í Sviss.
Eftir fimm ára kappsamlegt nám, var nú
Gustaf liðtækur í vélsmiðjum De Lavals. Hann
kvæntist stúlkunni sem hafði beðið hans svo
trúlega öll þessi ár. Þau fengu sér íbúð í Stokk-
hólmi, er fljótlega líktist meir rannsóknarstofu
en heimili, því Dalén eyddi öllum tómstundum
sínum til rannsókna.
Árum saman höfðu Svíar eytt meira fé en
þeir höfðu ráð á til vitanna á þeirra skerjóttu
strönd. í hverjum vita varð að hafa íbúð fyrir
vitavörð og fjölskyldu hans, bátabryggju til
þess að geta komið birgðum á land, og jafnvel
börnum vitavarðanna þurfti að ráðstafa tii
skólagöngu.
Rétt fyrir aldamótin hafði stjórnin látið gera
vita sem þurfti að líta eftir tíunda hvern dag.
VlKINGUR
138