Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 13
Sú skoðun hans að blöðin ættu að vera hern-
um til matar, styrktist, er hann sá þau dregin
til þess hluta hersins, sem var utan skógarins.
Og þá allt í einu sá hann glöggt til hvers maur-
arnir voru að fella hin grænu blöð.
Hvert einasta blað, borið eða dregið af tylft-
um skordýra, var fært beint niður á skurðbakk-
ann. Eins og Macbeth horfði á Birnamskóginn
nálgast í höndum óvina sinna, sá Leningen
Tamarindskóginn koma nær og nær í klóm
mauranna. Hann missti samt ekki kjarkinn
eins og hinn blauði Skoti, og engar nornir höfðu
spáð honum hrakspám, og þótt þær hefðu gert
það, hefði hann samt sofið jafn fast og vel. En
hvað um þetta allt, nú varð hann að viðurkenna
með sjálfum sér, að ástandið var enn ískyggi-
legra en kvöldið áður.
Hann hafði haldið það ómögulegt að maur-
arnir byggðu sér fleka, — en hér voru þeir nú
komnir samt með slík farartæki, komu þús-
undum saman, meira en nóg til þess að brúa
skurðinn. Blaðabunkarnir runnu hver eftir
annan niður skurðbakkann og niður í vatnið,
en þar bar straumurinn þá frá landi og út í
miðjan skurðinn. Og á hverju einasta blaði
voru allmargir maurar. í þetta skipti treysti
Leningen bóndi ekki á hraða boðbera sinna.
Hann sló í hest sinn og reið í loftinu æpti skip-
anir um leið og hann reið fram hjá varðsveit
eftir varðsveit: „Komið með bensíndælur á
suðvesturvígstöðvarnar- Látið hvern einasta
mann, sem er á þeim kafla, sem snýr að skóg-
inum fá skóflu!“ Og þegar hann kom á suður-
og austurvígstöðvarnar, sendi hann þaðan allt
liðið, sem þar var, nema rétt nokkra fáa varð-
menn, til staðarins, þar sem hættan var mest.
En þá, þegar Leningen reið fram hjá þeim
stað, sem maurarnir höfðu orðið að gefast upp
við að komast yfir daginn áður, varð hann
vitni að skammvinnum en áhrifaríkum atburði.
Niður brekku hinú megin skurðarins kom ein-
kennileg vera, sem frekar mjakaðist áfram
heldur en hún hlypi, þetta var eins og mynda-
stytta af dýri með formlaust höfuð og fjóra
fætur, sem alltaf virtust ætla að gefast upp við
að bera líkamann. Þegar skepnan kom á bakk-
ann andspænis Leningen, féll hún, og hann
þekkti að þarna var kominn sléttuhjörtur, al-
þakinn maurum.
Hjörturinn hafði komið nærri yfirráðasvæði
maurahersins. Eins og venjulega höfðu þeir
fyrst ráðist á augu dýrsins. Blindaður og kval-
inn af hinum hryllilegu óvinum sínum, hafði
hann stokkið beint inn í fylkingar þeirra og nú
barðist hann um í dauðateygjunum.
Leningen hóf byssu sína og gerði endir á
þjáningar dýrsins með einni kúlu. Svo leit hann
VÍKINGUR
Hjalti Jónsson,
skipstj., hinn þjóð-
Icunni athafnamað-
ur, átti 75 ára af-
mæli í þessum
mánuði. Vill blað-
ið nota tækifærið
o(j óska honum
allra heilla, með
þökk fyrir vin-
semd hans í garð
málefna sjómanna
fyrr og síðar.
á úrið sitt. Hann mátti ekki dvelja sekúndu
þarna, en hvað sem það kostaði gat hann ekki
neitað sér um að fá vitneskju um það, hve
lengi maurarnir yrðu að éta hjörtinn, — það
lágu til þess persónulegar ástæður svo að segja,
— Eftir sex mínútur var ekki annað eftir en
gjörnöguð hvít beinin. Svona myndi hann sjálf-
ur líta út áður en maður getur------Leningin
hrækti einu sinni og keyrði hestinn sporum.
Nú var íþróttaandi sá horfinn, sem hafði fyllt
huga hans daginn áður, en í staðinn fyrir hann
var kominn kaldur og ósveigjanlegur baráttu-
vilji. Hann skyldi senda þessar pöddur aftur
til þess helvítis, þar sem þær áttu heima, ein-
hvernveginn, sama hvernig væri. Já, en nú var
spurningin sú, hvernig hann átti að fara að
því, eins og sakir stóðu, leit helzt út fyrir að
þessir fjárar myndu afmá hann og menn hans
af yfirborði jarðar í staðinn. Hann hafði gert
of lítið úr mætti óvinanna, og nú varð hann að
leggja sig allan fram, ef hann ætti að leika á þá.
Mesta hættan var að hans áliti sú, að maur-
arnir kæmust yfir skurðinn, þar sem hann
beygði til suðurs. Og þegar hann kom þangað,
sá hann að hið versta, sem hann hafði búizt
við, hafði komið á daginn. Sjálfur styrkur
straumsins hafði sveipað blöðunum svo þétt
saman, þar sem bugða var á skurðinum, að því
nær var komin brú yfir hann.
Að vísu hindruðu menn Leningens enn maur-
ana í því að komast yfir með því að dæla á þá
bensíni og kasta að þeim moldarhnausum. En
tala hinna grænu farartækja jókst enn hraðar.
Það gat ekki liðið á löngu þar til tveggja kíló-
metra kafli af yfirborði skurðsins yrði alþak-
inn grænu blaðalagi og yfir það myndu síðan
maurarnir hlaupa miljónum saman.
Frh. í næsta blaði.
125