Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 24
Að halda líli á sjó Lausl. þýtt eftir Birgir Thoroddsen, stýrimann. Allir vita að hafið er saltur sjór, og óteljandi skipreka menn hafa dáið úr þorsta vegna þess, að þeir hafa ekki vitað, að þar er líka að finna ferskt vatn. Það er erfitt að trúa því, að hinir gömlu sjógarpar skildu ekki uppgötva þetta — fundu það aldrei út, að fiskurinn er bæði matur og „drykkur“. Vissulega er það ótrúlegt, þegar sjórinn úir og grúir af fiski, að þá skuli menn reka um hafið á lífbátum, og verða að svelta í hel, bara vegna þess að engum hefir dottið í hug, að nota haganleg veiðarfæri sem einn þátt í útbúnaði lífbáta. Það var amerískur maður, sem hafði skógrækt að atvinnu, er varð til þess að vekja athygli sjóhersins og verzlunarflotans á þessu. Þessi maður er Gifford Pinchot, fyrverandi Govenor Pennsylvaníu. Fyrir fjörutíu árum síðan háði hann, með góðum árangri, baráttu við að hagnýtt yrðu skilyrðináttúrunnarmönnumtil hjálpar og framgangs. Nú þegar hann er 78 ára að allri, hefir hann sigrað eitt viðfangsefnið. Hann var að verki, þegar hann barðist fyrir að finna dýnnætt ráð til hjálpar mannslífinu. Og þessi barátta var hafin snemma á árinu 1942, þegar Pinchot las um það, að þrír menn úr flughernum hröktust um hafið í 34 daga á gúmmífleka.* Þeir komust lífs af, aðallega vegna þess, að þeir gátu veitt tvo fugla og þrjá fiska. „Sagan kom mér til að fara að brjóta heil- ann um þetta' sagði Pinchot. „Ég hefi mikið gert að fiskveiðum á djúpsævi, og ég veit að síli safnast saman undir hverjum hlut, sem á yfir- borðinu flýtur, eins og t. d. bátþangi eða hvers- konar rekaldi sem er, þar leita þau sér fæðu og skjóls. Stærri fiskur fylgir svo eftir, og etur upp þessa litlu bræður sína. Með hentugum veið- arfærum hefðu þessir menn getað veitt nægi- lega mikið af fiski. Því skildu þá ekki vera veið- arfæri í hverjum einasta lífbát. Þessi hugmynd var stöðugt í huga Pinchots. Þegar hann fór til Lewes, Delaware, í viku or- lofi, heimsótti hann sjúkrahús, og ræddi við menn, sem bjargast höfðu af skipum, sem sökkt hafði verið með tundurskeytum. Reynsla þeirra var mismunandi, en að einu leyti voru allir sammála: Það var ekki vosbúð og hungur, sem var svo hræðilegt, heldur hinn kveljandi þorsti. Um nóttina þegar Gifford Pinchot gekk til hvíldar, gat hann ekki sofið. Frú Pinchot segir, að hann hafi haldið vöku fyrir sér klukkutímum saman, og stöðugt endurtekið þessa setningu: „Það hljóta að vera einhver ráð til að ná í vatn á hafinu. „Næsta morgun stökk hann upp, og hafði þá fengið hugmyndina. Hann vissi að mannslíkaminn er að miklu leyti vatn, og því skyldi þá ekki fiskur vera það líka? Og því skyldi þetta vatn eða safi ekki geta verið sæmi- legt að drekka? Hrár fiskur er ósaltur og góður til átu. Hann hafði sjálfur reynt það í suður- höfum. (Pinchot hafði árlega eytt nokkrum vik- um í einu til að lifa úti í hinni viltu náttúru og var brautryðjandi í því viðfangsefni). Þegar Pinchot kom aftur til Washington, keypti hann nýjan fisk, sem lifað hafði í sjó. „Við skárum úrganginn frá“, segir Pinchot, „tættum fiskinn sundur, létum svo dálítið af því í ostasíu, tókum í endana og snérum uppá, hægt og hægt byrjaði þá að drjúpa úr fiskinum, ljós, rauðbleikur safi. Við smökkuðum á leginum, og hann var sætur með daufu fiskbragði. Með þess- um ófullnægjandi tækjum, gátum við kreist úr fiskinum safa, sem nam 12% af þyngd hans. Með því að nota litla handpressu, gátum við náð tvöföldu magni“ . .. Pinchot tók nú þennan safa, og fór með hann til Capt. C. S. Stepenson (núverandi Admireal) yfir Naval Bureau of Medicine and Surgery). Capt. Stepenson hafði aldrei heyrt talað um að drekka fisksafa. En hann vildi gjarnan sann- færast um það réttá. Svo var og Knox flotamála- ráðherra, hann eggjaði þá Stephenson að fylgja málinu eftir. Mörg ráðuneyti unnu nú að því, að hafnar væru tilraunir með fisksafann. Að lokum var uppástunga um tilraunir Capt. Stephensons framkvæmdar, undir stjórn Homers W. Smith dr. við New York University College of Medi- cine. Og skildi nú úr því skorið, hvort menn gætu lifað á fisksafa, einum saman, til matar. Tveir sjómenn af amerísku beitiskipi, þeir Francis V. Beil, bátsm., og Paul V. O’Brien, sjóliði, buðust til að reyna að drekka ekki vatn 136 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.