Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 28
Þorvaldur Friðfiimsson
sextugur
Heill þér aldni höfSincjsmaöur,
hlýja kveöju sendi ég þér.
Þú ert ennþá ern og glaöur,
ellimörkin neinn ei sér.
Þaö var lán aö þessi staöur
þín hefur notiö, segjum vér.
Ungur þú viö Ægi reynclir
afl og þor í djúpum hyl.
þinni hugsun hátt þú beindir,
hér voru ekld svikin spil.
Jafnt þú Ægis greipar greindir
í glaöa sól, í frosti og byl.
Úr þeim greipum gulliö draga
geröist enginn fremri þér.
Fræg er enn þín formanns saga,
fór þinn hróöur langan veg.
Hjá Kolbeinsey og út af Skaga
oft var sigling glæsileg.
Fyrir noklcru heim úr hildi
hélstu þinni prúöu skeiö,
þaö sá ekki á þínum skildi.
Þú hefur marga hættuleiö
fariö á meöan varkár vildi
vera heima 'og frétta beiö.
Um allt sem oss til heilla horföi
haföir öörum gleggri sýn.
Þar stóö enginn þér á sporöi,
af þeirri minnig lengi slcín.
Og þegar vandi vóx á boröi
var um beöiö ráöin þín.
Er þér harmar sárast sviöu
sá þér enginn brugöiö þar.
Sama ró var yfir enni
augaö sama skýrleik bar.
Þannig voru mikilmenni,
minna oss á þciö sögurnar.
Mín er ósk aö æfidagur
undir kvöldiö veröi þinn,
bjartur, hlýr og fjallafagur
friöur umvefji bústaöinn.
Þegar hinnsti er stýröur slagur
stendur þér opinn himininn.
Siguröur tíaldvinsson.
Af ófyrirsjáanlegum orsökum hefur birting kvæðisins
dregist nokkuð.
fagnaðar. Ekkert annað en svörtu gleraugun
hans bentu á, að hann væri sjónlaus.
Undir stjórn hans færði AGA félagið út kví-
arnar á nýjum sviðum. Það smíðaði nauðsyn-
leg tæki fyrir járnbrautir og vegi, og AGA leift-
urvitar og vegvísar áttu mikinn þátt í að auð-
velda næturflug.
Sjálfur fann Dalén upp AGA eldavélina, sem
heldur suðuhita í 24 klukkustundir með 3,6 kg.
af kolum.
Árið 1936 hélt hinn 67 ára gamli forseti
AGA félagsins stjórnarfund og hóf máls á
þessa leið: „Heimilislæknirinn hefir tilkynnt
140
mér, að ég sé með ólæknandi krabbamein. En
ég hefi ásett mér að starfa á meðan ég get
staðið.“ Því næst tók hann fyrir næsta mál á
dagskrá.
Þann 9. desember 1937 lézt Gústaf Dalén í
húsi sínu á hæðinni við Stokkhólmshöfn. Bæði
sænsk og útlend skip, sem fóru um sundið þann
dimma desemberdag, hægðu ferðina og drógu
fána sína í hálfa stöng til virðingar manninum
sem lýsti þeim leiðina í örugga höfn.
(Eftir Readers Digest.“)
Hallgr. Jónsson.
VÍKINCUR